Norðurslóð - 14.12.1984, Blaðsíða 28
Tímamót
Afmæli
Þann 1. desember varð 75 ára Anna Stefánsdóttir frá Gröf,
vistmaður í Dalbæ, Dalvík.
Þann 15. desember verður 80ára Gunnlaugur Jónssonbóndiá
Atlastöðum.
Blaðið flytur þeim heillaóskir.
Andlát
Þann 26. nóv. s.l. andaðist á F.S.A. Hólmfríöur Þorsteins-
dóttir frá Efstakoti, Dalvík. Hólmfríður fæddist 17. ágúst
1922, dóttir hjónanna Þorsteins Antonssonar frá Hamri og
Kristrúnar Friðbjörnsdóttur frá Efstakoti, en þar fæddist
Hólmfríður og bjó alla tíð. Þau systkinin voru sex og eru
fjögur þeirra enn á lífi. Um tvítugt fór Hólmfríður í
húsmæðraskóla en eftir það stundaði hún almenna vinnu á
Dalvík. Fór henni allt vel úr hendi, var vandvirk og bar
heimili hennar vott um mikla snyrtimennsku. Utför
Hólmfríðar fór fram frá Dalvíkurkirkju 1. desember.
Bæjarstjórn Dalvíkur ber kistu Jóhanns síðasta spölinn.
Þann 26. nóvember andaðist á F.S. A Jóhann Kristinn Péturs-
son „Svarfdælingur“. Jóhann var fæddur á Akureyri 9.
febrúar 1913, sonur hjónanna Sigurjónu Steinunnar
Jóhannsdóttur frá Brekkukoti og Péturs Gunnlaugssonar.
Sama ár og Jóhann fæddist fluttist hann ásamt fjölskyldu
sinni til Dalvíkur og þremur árum síðar að Brekkukoti í
Svarfaðardal. Foreldrum Jóhanns varð níu barna auðið og
var hann þriðji í röðinni. Sökum fjölskyldustærðar var
Jóhann mörg sín yngri ár á Syðra-Hvarfi í Skíðadal hjá
hjónunum Oddnýju Þorkelsdóttur og Jóhannesi Jónssyni,
og dvaldi hann hjá þeim tram undir termingu.
Fjölskylda hans fluttist að Jarðbrú árið 1926 og var Jóhann
þar í hópnum. Sama ár missti hann föður sinn og varð hann
þá að aðstoða við að sjá sér og sínum farborða, og gekk því
fljótlega í ýmsa vinnu, m.a. sjómennsku frá Dalvík. Að
Ingvörum fluttist svofjölskyldan 1931. Jóhann var kunnastur
fyrir hæð sína. Var hann hæsti Islendingur sem sögur fara af
og um tíma talinn hæsti maður í heimi. Árið 1935, þá 22 ára,
fór Jóhann utan til að leita sér að vinnu og fékk hann atvinnu í
fjölleikahúsum við að sýna sig, og starfaði hann við það æ
síðan. Vegna starfs síns ferðaðist Jóhann víða um Evrópu á
þessum árum. Hann dvaldiá íslandi 1945-1948 ogfórþá víða.
Hann fór til Bandarikjanna 1948 og dvaldi þaríil ársins 1982
er hann flutti til Islands á ný. Hann flutti til Dalvíkur í árslok
1983, og settist að á Dalbæ, þar sem hann bjó til dauðadags.
Jóhann var jarðsunginn í Dalvíkurkirkju 8. desember.
J.H.Þ.
Gjöf til Tónlistar-
skóla Dalvíkur
SAGA DALVÍKU R
Nú er komið út 3. bindi
Sögu Dalvíkur. Skráð hefur
Kristmundur Bjarnason, sem
einnig skráði tvö áður útkomin
bindi. Skrásetjari ritar nokkur
formálsorð og segir þar m.a.
„I formála fyrir 2. bindi segir:
„Sú breyting hefur orðið á
útgáfu þessa rits að bindin verða
þrjú...“ Nú er málum hinsvegar
svo komið að þau verða raunar
fjögur!“
Efni í þriðja bindi mun hafa
verið orðið svo mikið að vöxtum
að nauðsynlegt reyndist að
skipta því í tvær bækur, og mun
síðari hluti væntanlega koma út
að ári.
Líklega mun fáa, ef nokkurn,
hafa órað fyrir því að þegar
ákveðið var að skrá Sögu
Dalvíkur fram til 1946, að hún
myndi fylla 4 bindi þegar upp
yrði staðið. Sú hefur þó orðið
raunin og nú mun ekki ætlunin
að hætta skráningu við svo búið.
I tilefni af tíu ára afmæli
kaupstaðarins, samþykkti
bæjarstjórn Dalvíkur 12. apríl
s.l. að óska eftir því við útgáfu-
nefnd Dalvíkursögu að hún
kannaði möguleika á því að fá
Kristmund Bjarnason til að
skrifa viðbót við Dalvíkursögu,
er næði yfir tímabilið frá 1946 til
dagsins í dag.
I svari Kristmundar við
þessari málaleitan kemur fram
að næsta litlar líkur eru á að
hann geti haldið verkinu áfram
að sinni, þar sem hann var búinn
að lofa sér í annað verkefni.
Hann lýsir þó yfir vilja sínum til
að hafa umsjón með gagnaöflun
og telur ekki loku fyrir það
skotið að hann geti haldið
verkinu áfram innan skamms
tíma.
En snúum nú frá framtíðar-
áformum, ætlunin var að fjalla
um nýútkomið bindi, sem er
eins og áður segir hið þriðja.
Eg hef ekki lesið bókina
spjaldanna á milli þegar þetta er
skrifað, aðeins gripið ofan í
kafla og kafla, en ég þori að
fullyrða að á þessu heimili
verður hún lesin og skoðið „upp
til agna“ þegar tóm gefst frá
daglegu amstri sem gjarnan er í
meira lagi á þessum árstíma.
Fullvíst tel ég að svo verði víðast
þar sem bókin kemur inn á
heimili. Kemur þar tvennt til.
Annars vegar ríkulegt myndefni
sem ungir jafnt sem aldnir, geta
haft bæði fróðleik og ánægju af
að skoða. Hinsvegar þeir efnis-
þættir sem raktir eru í bókinni,
en þeir eru að mínu mati einkar
áhugaverðir. Þar má nefna kafla
um barna og unglingafræðslu,
lestrarfélag og bókarmennt,
kirkjur og kennidóm, stöðu
kvenna og félagsmál, Verka-
lýðsfélag Dalvíkur, leiklist og
fleira er lýtur að félags- og
menningarlegum þætti þess lífs
sem lifað var hér um slóðir.
Einnig er atvinnusaga, bæði til
sjávar og sveitar rakin nokkuð
og m.a. fjallað um hafnargerð á
Dalvik og félagssamtök útvegs-
manna og sjómanna. Þá er sagt
frá húsagerð og hýbýlakosti á
Dalvík um 1936 og eru myndir
af fjölmörgum húsum í bókinni.
Húsin eru í myndatexta nefnd
sínum gömlu nöfnum, sem nú
eru, því miður, sum hver fallin í
gleymsku, en vert væri að koma
betur á framfæri og nota.
Þessi upptalning er ekki
tæmandi en ég hyggað hún nægi
til að gefa mynd af þvi sem
bókin geymir. Á útgáfunefndin
þakkir skyldar fyrir sinn hlut að
verkinu og þá ekki síður skrá-
setjarinn, Kristmundur Bjarna-
son, sem unnið hefur með
miklum ágætum það verk að
gera sögu Dalvíkur aðgengilega
fyrir okkur öll.
S.J.
Nú í byrjun mánaðarins barst
Tónlistarskólanum á Dalvík
góð gjöf að sunnan. Það var
stórt og vandað blásturshljóð-
færi, nánar tiltekið trompet,
sem nánustu ættingjar og vanda-
menn Snorra heitins Sigfús-
sonar skólastjóra sendu skól-
anum.
Fyrir átti skólinn nokkurt
safn minni blásturshljóðfæra og
er vonandi að þessi nýja viðbót
við safnið geti vakið upp áhuga
á að stofna blásturshljómsveit,
sem Dalvík vantar, en er þó í
rauninni ómissandi í hverjum
þeim kaupstað, sem vill standa
undir nafni.
Gjöfinni fylgir gjafabréf dag-
sett 31. ágúst á síðastliðnu sumri
og hljóðar svo:
Stjórn Tónlistarfélagsins vígir
trompetinn: F.v. Rögnvaldur Skíði
Friðbjörnsson, Colin P. Virr, Anna
M. Halldórsdóttir, Stefanía Jónas-
dóttir, Heimir Kristinsson.
Formaöur skólanefndar
Tónlistarskóla Dalvikur,
Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, Reykjavík,
Dalvík. 31. ágúst, 1984.
Kœri Rögnvaldur.
í dag, 31. ágúst 1984, hefir fjölskylda Snorra Sigfússonar
ákveðið að gefa Tónlistarskóla Dalvíkur hljóðfœri og
minnast á þann hátt, að liðin eru 100 ár frá fœðingu hans.
Ýmsir Dalvíkingar vita, hvern hug Snorri Sigfússon bar til
átthaganna. Dalvík var honum afar kœr, enda margar
minningar bundnar staðnum. Þar hóf hann kennslu haustið
1910, þar gekk hann í hjónaband vorið 1911, og þar eignuð-
ust þau Guðrún Jóhannesdóttir og Snorri sitt fyrsla barn.
Á Dalvík bjuggu systkini hans sum og stór hópur œttingja,
sem hann hafði alla tíð gott samband við. Fleira mætti nefna
en er óþarft, en hitt vita þeir, sem best til þekktu, að hann
gladdist innilega, allt til hinstu stundar, yftr framförum i
bœjarfélaginu og ekki hvað síst, þegar um skóla- eða önnur
menningarmál var að rœða.
Gefendur, auk barna Snorra, eru Bjarnveig Bjarnadóttir
ekkja hans af síðara hjónabandi og tveir synir hennar.
Með bestu kveðjum f.h. gefenda
og árnaðaróskum til skólans. Anna Snorradóttir