Fréttablaðið - 15.05.2017, Síða 6
Mikið úrval garðsláttuvéla
- með rafmótor eða
bensínmótor
Garðsláttuvélar
ÞÓR FH
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
Frakkland Emmanuel Macron tók
við embætti forseta Frakklands við
formlega athöfn í gær. Fráfarandi
forseti, Francois Hollande, tók á móti
Macron í Elysée-höllinni í París, en
hún er heimili forseta Frakklands.
Macron, sem er 39 ára, er yngsti
forseti í sögu fimmta lýðveldis Frakk-
lands og sá fyrsti sem ekki kemur úr
röðum hinna hefðbundnu valda-
flokka; Sósíalista eða Repúblikana.
Macron tekur við embættinu af
Hollande sem er einn óvinsælasti for-
seti Frakklands. Hollande varð forseti
árið 2012 en sóttist ekki eftir endur-
kjöri. Nýr forseti gekk í gær rauða
dregilinn að höllinni og heilsaði for-
vera sínum á hallartröppunum. Eigin-
kona Macron, Brigitte, gekk ekki með
honum til hallarinnar en var viðstödd
innsetninguna.
Formlegri athöfn lauk svo þegar 21
fallbyssuskoti var hleypt af á bökkum
Signu og nýjum forseta ekið að Sigur-
boganum þar sem hann heiðraði
minningu óþekkta hermannsins.
Mikil öryggisgæsla er í París vegna
athafnarinnar en lögreglumönnum
á vakt var fjölgað um mörg hundruð.
Viðbúnaðarstig er enn í gildi í landinu
eftir hryðjuverkaárásirnar á Bataclan
árið 2015.
Macron hlaut yfirburðakosningu í
forsetakosningunum sem fóru fram
fyrr í mánuðinum. Hann hlaut 66,1
prósent atkvæða, en mótframbjóð-
andi hans, Marine Le Pen, fékk tæp
34 prósent.
Fram undan eru þingkosningar í
Frakklandi í júní. Macron er leiðtogi
nýs flokks, En Marche!, sem á ekkert
sæti á þingi. Áhrif hans í Frakklandi
munu stjórnast mikið af því hvernig
nýja flokknum gengur í þingkosning-
unum. Eiríkur Bergmann, prófessor í
stjórnmálafræði, segist telja það ólík-
legt að Macron nái meirihluta á þingi,
það muni hafa sín áhrif. – sg
Macron formlega tekinn við sem forseti Frakklands
Francois Hollande, fráfarandi forseti,
tekur á móti Emmanuel Macron í
París. NordicPHotos/GEtty
SlyS Einn var fluttur á slysadeild
með brunasár eftir að eldur kom
upp í kjallaraíbúð við Mosgerði í
Reykjavík í gærmorgun. Allt tiltækt
lið var sent á staðinn enda lagði
mikinn reyk frá íbúðinni.
Húsið var mannlaust þegar
slökkvilið bar að garði en þá var
húsráðandinn, sá sem fór á slysa-
deild, kominn út úr húsinu. Tals-
verðar skemmdir urðu á íbúðinni.
– sks
Á slysadeild
eftir eldsvoða
SamFélag Ævar Þór Benediktsson,
betur þekktur sem Ævar vísinda-
maður, sendi frá sér tvö flöskuskeyti
í janúar 2016. Nú hafa þau bæði
fundist. Hið fyrra fannst í Skotlandi
í janúar síðastliðnum. Nú hefur hið
síðara fundist í Færeyjum, að því er
fram kemur í tilkynningu frá Ævari.
Laufey Óskarsdóttir Hansen,
sem búsett er í Þórshöfn í Fær-
eyjum, hafði fylgst náið með ferða-
lagi skeytisins í gegnum netið og
vissi því nákvæmlega hvar það var
niðurkomið. Hún lagði land undir
fót ásamt fjölskyldu sinni til að nálg-
ast skeytið og fann það í Húsavík á
Sandey, eftir að það hafði rekið 18
þúsund kílómetra. – jhh
Bæði skeyti
Ævars fundin
Flöskuskeytin fundust á skotlandi og
í Færeyjum. Fréttablaðið/Valli FangelSiSmál Afstaða, félag fanga,
hefur sent Fangelsismálastofnun
erindi þar sem þess er farið á leit að
reglu um afplánun á áfangaheimil-
inu Vernd verði breytt, því að hún
gangi í berhögg við yfirlýst markmið
áfangaheimilisins, að aðlaga fangann
samfélaginu síðustu mánuði refsi-
vistar hans.
Reglan, sem Afstaða vill breyta,
kveður á um að fangi skuli mæta í
hús á kvöldverðartíma, mánudaga til
föstudaga, fyrir klukkan 18 og dvelja
þar til klukkan 19. Er þetta sagt liður
í eftirliti með föngum. Afstaða segir
þetta standa föngum fyrir þrifum.
Þá hefur umboðsmaður barna
hefur sent bréf til Fangelsismála-
stofnunar og spurt hvort barnvæn
sjónarmið hafi verið höfð til hlið-
sjónar þegar reglan var sett.
Guðmundur Ingi Þóroddsson, for-
maður Afstöðu, segir ljóst að reglan
sé vond fyrir fjölskyldumenn. „Að
meina föngum að vera á heimili sínu
með fjölskyldunni á kvöldmatar-
tíma, hlýtur að gera föngum erfiðara
fyrir að aðlagast samfélagi sínu að
nýju," útskýrir hann.
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna, segist vilja
tryggja að þessi barnvænu sjónar-
mið séu höfð með. „Okkur hefur þótt
vanta upp á að fangelsisyfirvöld hafi í
huga að fangar eiga líka börn.”
Guðmundur Ingi segir regluna
einnig standa í vegi fyrir atvinnu-
möguleikum fanga. „Og ekki síst
framþróun í starfi. Margir fanganna
hafa áhuga á að vinna í veitingageir-
anum, þar sem er mikla vinnu að fá
um þessar mundir, en fá hreinlega
ekki vinnu því þeir geta ekki unnið
á matmálstíma.“
Hann bendir á að viðveruskyldan
á milli kl. 18 og 19 hafi í einhverjum
tilvikum leitt til þess að fangar hafi
ekki getað sótt kvöldnámskeið, til
dæmis til að öðlast ökuréttindi.
Guðmundur segist skilja vel að
eftirlit þurfi að hafa með föngum,
meðal annars þeim sem eiga við
fíknivanda að stríða. „En með því að
setjast niður og ræða málin hlýtur að
vera hægt að komast að niðurstöðu
sem allir geta sætt sig við. Þetta er í
raun gagnslaust eftirlit sem hamlar
þessu fólki sem er að reyna að kom-
ast út í samfélagið á nýjan leik. Stað-
reyndin er sú að á milli kl. 18 og 19
frá mánudögum til föstudaga taka
þeir fangar sem borða kvöldverð
kannski 10 mínútur í það og hitta
þar fyrir matráðskonu, en að því
loknu fara þeir til herbergja sinna
þar sem þeir dvelja þar til þeir mega
fara aftur. Þegar hins vegar um er að
ræða lögbundna frídaga sem ekki
eru á laugardögum eða sunnudögum
fara fangar beint til herbergja sinna.
Eftirlitið er ekki meira en þetta,“
segir Guðmundur og kallar eftir
breytingum.
Samkvæmt lögum getur Fangelsis-
málastofnun leyft fanga að afplána,
til að mynda á Vernd, sem er utan
fangelsis hluta refsitímans, að því
gefnu að hann stundi vinnu, nám,
starfsþjálfun eða meðferð sem stofn-
unin hefur samþykkt.
olof@frettabladid.is
Regla Verndar standi föngum
fyrir þrifum og sé gagnslaus
Afstaða vill breyta reglum um afplánun á áfangaheimilinu Vernd, sem eru liður í eftirliti með föngum. Um-
boðsmaður barna spyr hvort barnvæn sjónarmið hafi verið höfð til hliðsjónar þegar reglurnar voru settar.
Fangar hafa heimild til að afplána hluta dóms síns á áfangaheimilinu Vernd. Fréttablaðið/GVa
Okkur hefur þótt
vanta upp á að
fangelsisyfirvöld hafi í huga
að fangar eiga
líka börn.
Margrét María
Sigurðardóttir,
umboðsmaður
barna á Íslandi
1 5 . m a í 2 0 1 7 m á n U d a g U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
1
5
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:4
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
D
A
-3
4
B
4
1
C
D
A
-3
3
7
8
1
C
D
A
-3
2
3
C
1
C
D
A
-3
1
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K