Norðurslóð - 16.12.1992, Page 1

Norðurslóð - 16.12.1992, Page 1
Svarfdælsk byggð & bær 16.árgangur Miðvikudagur 16. desember 1992 * Jólablað 1992 10. tölublað _ . Laufguð stendur björkin prúða. Ljósmynd: Lene Zachariassen Vetrarkvöld Vetrardýrð á kyrru kveldi. Kristallsár umfreðna móa. Silfrindögg í vetrarveldi vöggulöndum bjartra skóga. Hélugróður. Litir Ijósir. Laufguð stendur björkin prúða. Er sem vorsins rauðu rósir rísi upp í hvítum skrúða. Vetrardýrð á kyrru kveldi. Klakavagnsins undrablóma signir himin helgum eldi, heiðum, svölum dularljóma. Skýin bjartar blœjur leysa, blikar máni, stjörnur loga. Norðurljósa gammar geysa glófextir um himinboga. Heiða, kalda, kyrra veldi. Kristallsdöggvar augum fróa. Vetrarbörn á björtu kveldi blessa þína hvítu skóga. Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum Dagbók j ólanna Messur um jól og áramót í Dal víkur prestakalli: Aðfangadagur jóla Dalvíkurkirkja: Aftansöngur kl. 18. Jóladagur Urðakirkja: Hátíðarmessa kl.13.30 Tjamarkirkja: Hátíðarmessa kl.16. 2. jóladagur Dalbær: Hátíðarmessa kl. 16. 27. desember Vallakirkja: Hátíðarmessa kl. 14. Nýársdagur Dalvíkurkirkja: Hátíðarmessa kl. 17. Frá sóknarpresti Vegna aukaþjónustu minnar í Ólafsfjarðarprestakalli verða messur í Dalvíkurkirkju færri en venjulega. Er sóknarbömum bent á messur í Svarfaðardal og á Dalbæ. Aðrar samkomur: Kvenfélagið Tilraun heldur jólatrésskemmtun fyrir böm þriðjudaginn 29. desember kl 14.00 í Þinghúsinu Grund. Um annað er ekki vitað. Verslanir á Dalvík: Verslunin Ilex hefur opið: Laugardag 19. des. kl. 10.00-18.00 Sunnudag 20. des. kl. 13.00-17.00 Miðvikudag 23. des. kl. 10.00-24.00 Fimmtudag 24. des. kl. 9.00-12.00 Fimmtudag 31.des. kl. 9.00-12.00 Verslunin Kotra hefur opið: Laugardag 19. desemberkl. 13.00-18.00 Miðvikudag 23. desember kl. 10.00-12.00 Fimmtudag 24. desember kl. 10.00-12.00 Fimmtudag 31. desember kl. 10.00-12.00 Svarfdælabúð og Byggingavörudeild hefur opið: Laugardag 19. desemberkl. 10.00-22.00 Miðvikudag 23. desember kl. 9.00-23.00 Fimmtudag 24. desember kl. 9.00-12.00 Fimmtudag 31. desember kl. 9.00-12.00 Laugardag 2. janúar 1993 kl. 10.00-14.00 Verslunin Sogn og Sportvík hafa opið á sömu tímum og Svarfdælabúð ef frá er talinn laugardagurinn 2. janúar, en þá er lokað í þessum verslunum. Axið verður einnig opið á sama tíma en auk þess: Sunnudaginn 20. desember kl. 10.00-16.00

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.