Norðurslóð - 16.12.1992, Síða 2
2 — NORÐURSLÓÐ
NORÐURSLOÐ
Útgefandi:
Rimar hf.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Jóhann Antonsson, Daivík
Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð
Framkvæmdastjóri:
Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555
Blaðamennska og tölvuumbrot:
Þröstur Haraldsson, Dalvík
Prentun: Dagsprent hf. Akureyri
Svarfaðardalur
Ljóðið hennar Filippíu frá Brautarhóli, al. Hugrúnar skáldkonu, hef-
ur fyrir löngu eignast heiðursess í hugum Svarfdæla heima og heim-
an, enda þótt nafn dalsins komi þar hvergi fyrir nema í fyrirsögninni.
Fyrir bragðið geta böm annarra dala og raunar allir íslendingar eign-
að sér hlut í þessum fallegu vísum, sem svo oft heyrast sungnar. Vel
að merkja, þrjú erindi ljóðsins, það fyrsta og tvö þau síðustu. Allt er
það hinsvegar níu crindi, öll falleg og lýsa skynjun skáldkonunnar á
náttúru æskudalsins allan ársins hring.
Norðurslóð birtir hér í annað sinn allt ljóðið og sendir höfundi
þess jólakveðjur frá sveitungunum.
Dal einn vænan eg veit,
verndar drottinn þann reit.
Allt hið besta þar blómgast hann lœtur.
Þar er loftið svo tœrt,
þar er Ijósblikið skært,
þar aflynginu er ilmurinn sætur.
Þar er elfan svo hrein
er hún stekkur um stein,
uns að snjóana leysir úr giljum.
Þd hún brýtur öll bönd
er hún beljar um strönd.
Þú er mútturinn mikill í hyljum.
Manstu sönginnfrú sjó?
Manstu suðið í mó?
Manstu sólhlýju vorlangan daginn,
Þegar blessuð var tíð,
hversu fjólan varfríð?
Manstu fífilinn sunnan við bœinn?
Manstu er sól runn í sœ?
Fannstu svalann í blœ?
Manstu fiðrildin flögra ú strúum?
Þegar blik var við brún,
þegar blóm þakti tún
þú var tign yjir tindunum húum.
Man ég húmið um haust
þegar hljóðnar hver raust
andar þögnin um vit mín og vanga.
Hrímgvast hæðir og börð,
drúpir harmþrungin jörð,
bliknuð laufin ú liminu hanga.
Man ég múnabjört kvöld,
man ég tindrandi tjöld,
man ég töfra í stjarnanna skara.
Ekkert útlistar múl
himins hragandi búl.
Eins og bylgjur um geiminn þaufara.
Manstu haglél og hríð,
þegar harnaði tíð,
Þegar veturinn guðaði ú glugga?
Þú var lognmjöllin fín
eins og lagt vœri lín.
Mérfannst skemmtileg skammdegismugga.
Þetta er dalurinn minn,
hann er dalurinn þinn.
Þar í draumunum eigum við sporin.
Þar er veröld svo góð
þar sem vagga þín stóð,
þar erfrjúlslegt og fagurt ú vorin.
Hann er töfrandi höll,
hann ú tignarleg fjöll,
þar í laufbrekkum lækirnir hjala.
Mér er kliður sú kær,
ég vil koma honum nær.
Hann er öndvegi íslenskra dala.
Brimnes í Upsasókn, en þar bjó Stefán Jónsson, glæsimenni sem lýðurinn varð að þéra, að sögn Guðmanns.
Bændavísur
Guðmanns á Tungufelli frá 1935
Priðji þáttur - Upsasókn
í síðasta tölublaði birtist þátt-
ur II af bæjarvísum Guömanns
á Tungufelli frá árinu 1935. Sá
þáttur tók til allra bænda í
Urða- og Tjarnarsóknum. Er
þá röðin komin að síðustu
sókninni, Upsasókn.
1. A Grundarsloti getur skotið
ræðu,
í hugarskoti hót ei rýr,
í Hrappsstaðakoti Mangi býr.
2. Baugahöður býr með glöðum
svanna,
í lífs kvöðum er forsjáll,
á Hrappsstöðum ræður Páll.
3. A læknisferðum lítt mun
skerðast pyngja,
ei með sverði ýfir ljón,
í Argerði Sigurjón.
4. Á Böggvisstöðum bræður tveir,
beita glöðum Húnageir,
úr lýsuhlöðum lána þeir
Loftur og Þorsteinn heita þeir.
5 Dalvíkin er do-do þorp,
dansa frítt þar sprund og halur,
þar er hvorki sor né sorp,
en sæluríkur blómadalur.
6. Stefán Brimness gætir grund,
glæsimenni sýnist vera,
hefur skýra og létta lund,
lýðurinn verður hann að þéra.
7. Upsum ræður Arónrinn,
andans skæði fullhuginn,
blóma glæðir búskapinn,
beinan þræðir dugnaðinn.
8.1 Háagerði helst ei tef,
hót ei þekki manninn,
læt ég eftir lítið stef,
Lárus yrkir ranninn.
9.1 Miðkoti er maður sá,
monsér Kristinn heitir,
sinni Önnu sefur hjá,
seggi unun veitir.
10. Efstakot er auðugt slot,
er þar bóndinn skæður,
þar skortir hvorki fisk né flot,
því flúrunni Þorsteinn ræður.
11. Bóndinn skæður bambuss
glæðir pípu,
heims á svæði hamramur,
Hóli ræður Þorleifur.
12. Þórarinn er kappi knár
Karlsáinni ræður,
Auður þar er eigi smár
þótt ýfist sálarglæður.
13. Sauðaneskot er sæmdarslot,
síst eru menn í bjargarþrot,
Þorkell rennir fleyi á flot,
firðar kenna haglaskot.
14. Á Sauðanesi situr Jón,
sitt kann búið stunda,
maðurinn lætur mastraljón
um mararbárur skunda.
15. Enda ég svo óðarhjal,
öll skal þjóðin lofa það.
En þeim, sem hnjóða í
vísnaval,
vel má bjóða hrossatað.
Hér er lokið þessum gamanmálum
Guðmanns heitins á Tungufelli,
sem hann hefur sett saman við
vinnu sína ekki löngu eftir að þau
Þóra Þorvaldsdóttir fluttu að vest-
an og tóku við föðurleifð hennar,
Tungufelli árið 1928.
Vísumar flestar bera þess
merki, að Manni hefur ekki legið
lengi yfir þeim til að snurfusa þær
og sjálfsagt hefur honnum aldrei
dottið í hug, að þær yrðu síðar
grafnar upp og þær birtar í „víð-
lesnu blaði“.
Einhverjir hafa haft orð á því,
að það sé ekki vel gert að birta
þetta sjónum manna. Rétt er það,
Manni gat ort miklu betur ef hann
vandaði sig. En samt er eitthvað
púður í nær öllum vísunum. Það er
þó alltaf heimildin um nafn bónd-
ans, það er ekki einskisvert. í flest-
um vísunum kemur fram manns-
kenning, ekki kannske alltaf lauk-
rétt smíðuð, en oftast skondin og
skringileg.
Nei það er öldungis áreiðanlegt,
að minning Manna á Tungufelli
þolir þetta ágæta vel og undirritað-
ur þakkar honum fyrir skemmtun-
ina.
HEÞ.
--------------------------------\
Til lesenda
Norðwslóð sendir vinum og
vandamönnum um land allt
bestu óskir um
gleðileg jól
og gœfuríkt komandi ár
með þakklœti jyrir samskiptin
\_________________________________________/