Norðurslóð - 16.12.1992, Page 5

Norðurslóð - 16.12.1992, Page 5
NORÐURSLÓÐ —5 Á samkomu sem Samtök Svarfdælinga héldu í veit- ingahúsinu Artúni í Reykjavík í byrjun nóvember flutti Þórarinn Eldjárn - sem margir Svaifdælingar kenna við Gullbringu - minni Svarfaðardals. Honum þótti mælast vel og var ritstjórn Norðurslóðar hvött til aðfá ávarpið til birtingar. Eftir því var leitað og viðtökurnar voru Ijúfmannlegar. Hér birtist því erindi Þórarins undirfyrir- sögn sem ritstjórn Norður- slóðar ber ein ábyrgð á. Eftir Þórarin Eldjárn Játningar einskonar Svarfdælings - Minni Svarfaðardals, flutt á vetrarfagnaði Samtaka Svarfdælinga í Artúni Það er sagt að fegurð sé afstæð, hún sé smekksatriði sem ekki verði deilt um. Álitamálin eru þess vegna endalaus þegar við stöndum frammi fyrir því að eiga að kveða upp dóma um fegurð staða. Á slík- um stundum finnum við best hvað það getur verið þægilegt og hand- hægt að hafa fengið nokkrar gmndvallarstaðreyndir í slíkum málum innprentaðar í innra minnið strax í æsku. Þannig er því nefnilega varið með mig. Eg lærði ungur að Svarf- aðardalur væri fegursti dalur landsins og síðan hef ég bara ósköp einfaldlega vitað það og um það þarf ekkert fleira að segja, allur samanburður og rökstuðning- ur er augljóslega út í hött. Og nú er ég staddur á vetrar- fagnaði í Samtökum Svarfdælinga. En eins og flestum viðstöddum mun kunnugt þá er hér um að ræða svokölluð átthagasamtök. Átt- hagasamtök em hæli og vamar- þing fólks utan af landi sem langar til þess í solli stórborgar að muna hvaðan það er og gleyma því aldrei. Eins og fram kemur í dagskrá er meiningin að ég hjálpi hér upp á sakimar. Ég á að mæla að þessu sinni fyrir minni átthaganna, dals- ins sem þessi tilteknu samtök hafa einsett sér að muna, og verður það að skoðast sem meira en lítill heið- ur að fá að koma svo nærri kjam- anum í starfi samtakanna. Það kann hinsvegar að virðast nokkuð öfugsnúið að einmitt ég af öllu því mannvali sem hér er saman komið skuli hafa valist til þessa ábyrgðar- starfs. Eg verð nefnilega áður en lengra er haldið að gera hér þá fyr- irvaralausu játningu að ég er alls ekki Svarfdælingur. Nei, ég er nú bara réttur og sléttur Reykvíkingur og ekkert annað. Mínir átthagar em ekki í Svarfaðardal, ég á mér í raun engar Rimar og engan Stól, ekkert Steindyragil og enga Nyk- urtjöm. Nei, ég er Reykvíkingur, nánar tiltekið Vesturbæingur og hef svo sem ekkert fram að færa annað en Hringbrautina, Melavöll- inn og gamla kirkjugarðinn, Simmasjoppu, Skalla, Tröð, Hótel Borg og Glaumbæ og síðast en ekki síst Sundlaug Vesturbæjar. Flestir þessara staða em reyndar ekki til lengur. Það veitti því svo sem ekkert af að mæla sérstaklega fyrir minni þeirra og geri ég það hér með. Rétt er þó að fram komi að þessi reykvíska mín er ekki djúp- stæð, þar sem báðir foreldrar mínir fæddust og ólust upp úti á lands- byggðinni. Ég er því eins og kannski flestir Reykvíkingar vel byrgur af þeirri sektarkennd sem kynslóð foreldra okkar færðu okk- ur í arf og er kannski driffjöðrin í starfi allra átthagafélaga: Sekt þeirra sem hafa yfirgefið sína heimabyggð. Og ég hef tekið eftir því að það er eins og öll slík sekt- arkennd sé bara á annan veginn: hún birtist eingöngu hjá þeim sem hafa yfirgefið dreifbýli fyrir þétt- býli. Að svíkja í hina áttina þykir ekki næstum eins hræðilegt, að minnsta kosti er mér ekki kunnugt um að mikið sé starfandi af Reyk- víkingafélögum í dreifbýlinu. Móðir mín er ísfirðingur og faðir minn var Svarfdælingur, en örlögin höguðu því þannig að föð- urættinni hefur tekist betur að þrauka á sínum stað en móður- ættinni. Öll mín skyldmenni voru horfin frá ísafirði upp úr 1960 og ég hef ekki komið þangað síðan 1958. Þar að auki er Isafjörður náttúrlega ekki alvömsveit, heldur þéttbýli út af fyrir sig. Og gmnd- vallarkennisetning íslenskrar átt- hagafræði er svona: Borg vond, sveit góð. Það mglaði mig reyndar dálítið að samt var alltaf verið að segja það Svarfaðardalnum til hróss hvað það væri þéttbýlt þar. Hér er setinn Svarfaðardalur var gjama sagt á stöðum þar sem stemmningin var eins og í sardínu- dós. Ég stóð því lengi vel í þeirri meiningu að Svarfaðardalurinn væri eiginlega borg, en bara sér- kennileg að því leyti að garðamir við húsin vom svo miklu stærri en eðlilegt þótti hér í Reykjavík. Hinu er svo aftur ekki að leyna að ef grannt er skoðað þá stendur föðurætt mín ekki djúpum rótum í Svarfaðardal. Afi minn og amma vom að vísu bæði fædd í dalnum, en foreldrar þeirra hins vegar ekki. Annars vegar er því ætt afa míns: ekkert nema prestar sem í aldanna rás slæddust öðm hverju til að fá brauð í Svarfaðardal, þar til afi minn braut hefðina og varð bóndi en ekki prestur, hins vegar ætt ömmu minnar, aðfluttur þingeysk- ur slæðingur úr Hraunkotsættinni. Þrátt fyrir allt þetta varð ég þó á endanum að einskonar Svarfdæl- ingi af því ég var sendur þangað í sveit í nokkur sumur og tel mig hafa haft nokkuð gott af því þó jafnan mætti ég þola nokkrar kár- ínur ef ekki beinar ofsóknir í hvert skipti sem ég mætti til leiks, vegna móðurmáls míns. Það byrjaði með því að ég var spurður hvemig ég hefði komist norður. Svarið var alltaf eins, ég sagðist hafa komið með nædurrúdunni og fékk eftir það yfirhalningu sem nægði til þess að varla leið síðan nema hálf- ur dagur þar til ég var orðinn harð- mæltari en Þorsteinn Svörfuður sjálfur. Gekk ég þó aldrei jafnlangt og annar ungur Reykvíkingur sem á öðmm degi sínum nyrðra heyrð- ist segja: Sikrfþur, kemmér kraut. Mörg undanfarin ár hef ég svo verið nokkuð árviss sumargestur í dalnum og nú er ég farinn að finna það alltaf betur og betur að mig langar til að muna hann. Því flyt ég hér minni Svarfaðardals í fortíð nútíð og framtíð, minni fjallanna og gróðursins, minni fólksins og búsmalans. Sérstaklega vil ég flytja minni höfundar Svarfdæla sögu, það veitir ekki af. Kemur þar hvort tveggja til að enginn man nú lengur hver hann var og eins hitt að sjálfur var hann svo minnislaus, að alltaf þegar hann byrjaði kafla í sögu sinni var hann búinn að gleyma hvert hann var kominn í kaflanum á undan. Einnig vil ég mæla fyrir minni Ráðhússins í Reykjavík, en eins og þið vitið hefur verið komið þar fyr- ir risavöxnu íslandi sem sérstak- lega er hugsað handa öllum sak- bitnu aðfluttu dreifbýlingunum í borginni. Nú geta þeir staðið þar öllum stundum og horft á átthag- ana sína. Kona sem vinnur þama við skúringar hefur sagt mér að ör- tröðin sé mest við Tröllaskagann. Þar er ævinlega hópur fólks, frem- ur lágvaxnir karlmenn, en þéttir á velli og þéttir í lund og konur með hvellari og meira klingjandi raddir en annarsstaðar heyrast. Allt mæn- ir fólk þetta með tár á hvörmum ofan í óvenjudjúpstætt yfsilon sem allt í einu verður í hásléttuna aust- anverða, eins og almættið hafi slegið þar niður heykvísl flatri. Og skyndilega hljómar svo söngur út um grísku súlnagöngin, út yfir grunlausar endumar sem svamla í brauðsúpunni: Dal einn vænan ég veit... HÆSTA VINNINGSHLUTFALLIÐ Spilar þú ekki í besta happdrœttinu? HEILDARVINNINGASKRA 1993 EINFALDUR TROMP 4 vinn. á kr. 5.000.000,- 24 vinn. á kr. 2.000.000,- 68 vinn.á kr. 1.000.000,- 208 vinn. á kr. 250.000,- 900 vinn.á kr. 75.000,- 7444 vinn. á kr. 25.000,- 42240 vinn. á kr. 14.000,- 69600 vinn. á kr. 2.400,- 192 aukavinn. á kr. 50.000,- Samtals 120680 vinn. á kr. 1.209.600.000,- 1 vinn. á kr. 25.000.000,- 6 vinn. á kr. 10.000.000,- 17 vinn. á kr. 5.000.000,- 52 vinn. á kr.1.250.000,- 225 vinn. á kr. 375.000,- 1861 vinn. á kr. 125.000,- 10560 vinn. á kr. 70.000,- 17400 vinn. á kr. 12.000,- 48 aukavinn. á kr. 250.000,- Samtals 30170 vinn. á kr. 1.512.000.000,- HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings NÍA 1 vinn. á kr.45.000.000,- 6 vinn. á kr.18.000.000,- 17 vinn. á kr. 9.000.000,- 52 vinn. á kr. 2.250.000,- 225 vinn. á kr. 675.000,- 1861 vinn. á kr. 225.000,- 10560 vinn. á kr. 126.000,- 17400 vinn. á kr.21.600,- 48 aukavinn. á kr. 450.000,- Samtals 30170 vinn. á kr, 2.721.600.000,- 0 G MESTU VINNINGSLÍKURNAR ANNAR HVER MIÐI GETUR UNNIÐ!

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.