Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1992, Qupperneq 11

Norðurslóð - 16.12.1992, Qupperneq 11
NORÐURSLÓÐ —11 ardal og kvisaðist bæ frá bæ. Var á endanum efnt til réttarhalda um haustið þar sem allt heimilisfólk á Upsum var yfirheyrt og í framhaldi af því var lík stúlkunnar grafið upp og rannsakað af þartilkvöddum mönnum eftir að hafa legið um 4 mánuði í gröf sinni. Urskurður sýslumanns var sá að séra Badvin og Stefán sonur hans, eigandi byssunnar, voru dæmdir til fésekta en drengurinn Hans sýknaður. Ekki dugði þó sýknunin til að þagga niður orðróminn og mátti Hans alla æfi liggja undir þeim dómi alþýðunnar að hafa orðið Upsa-Gunnu að bana. Af réttar- skjölum verður þó ekki annað ráð- ið en að sakleysi Hans sé án nokk- urra tvímæla. Varpaði þessi at- burður og eftirmál hans skugga á líf hans og raunar allrar fjölskyld- unnar jafnan síðan. Upsa-Gunna gekk að sjálfsögðu aftur og fylgdi svipur hennar Upsamönnum í nokkra ættliði. Draugurinn birtist mönnum víða í Svarfaðardal og var þá jafnan fyriboði þess að ein- hver Upsamanna væri skammt undan. Þorsteinn Þorsteinsson 1854-70 bjó Þorsteinn Þorsteins- son á Upsum. Hann var lærður snikkari og vann alla tíð við smíð- ar samhliða búskapnum. M.a. var hann yfirsmiður Vallakirkju sem enn stendur og er elsta bygging sveitarinnar. Einnig lagði Þor- steinn stund á fræðistörf. Einkum lagði hann sig eftir alls kyns svarf- dælskum fróðleik, safnaði þjóð- sögum og sögnum. Það safn er nú geymt á Landsbókasafninu og hafa seinni tíma skrásetjarar svarfdæl- skrar sögu gengið í þann sjóð. Einnig gerði hann skrá yfir eyði- býli og skrifaði ritgerð um ömefni í Svarfdælu. Hafa skrif hans birst víða í ýmsum þjóðfræði- og þjóð- sagnaritum. Þorsteinn fluttist á efri árum vestur um haf til Winnipeg með syni sínum Þorsteini Þ. Þor- steinssyni skáldi og rithöfundi. Upsakirkja 20. september árið 1900 er örlaga- dagur í sögu Upsastaðar. Gerði þá þvílíkt suðvestan rok að kirkjan sem var timburkirkja byggð 1853, rifnaði upp og brotnaði gersam- lega í spón. I þessu sama roki fauk einnig Urðakirkja af gmnni sínum og eyðilagðist en aðrar kirkjur sveitarinnar á Völlum og á Tjöm skemmdust mikið þó gert yrði við þær aftur. Hefur óveður þetta jafn- an síðan verið nefnt „Kirkjurokið“. Munir þeir sem í Upsakirkju vom eyðilögðust nær allir í rokinu. Þar á meðal nýleg altaristafla mál- uð af Amgrími Gíslasyni. Sú tafla hafði leyst af hólmi gamla altari- stöflu frá 1771 málaða af Hall- grími Jónssyni í Kasthvammi en sú þótti heldur gamaldags og ein- feldningsleg til að sæmandi væri að hafa hana uppi við. Hafði hún því verið tekin úr kirkjunni og sömuleiðis gamall róðurkross frá 13 öld. Þetta gamla dót var nú selt Fomgripafélaginu í Reykjavík og andvirðið sett í kirkjubyggingar- sjóð nýrrar kirkju. Ekki mun and- virði fomgripanna hafa skipt sköp- um um byggingu nýrrar kirkju en hún reis engu að síður á gmnni þeirrar gömlu og lauk smíði henn- ar 1903. Af mununum er það hins vegar að segja að þeir hanga nú uppi á Þjóðmynjasafninu og þykja þjóðargersemar, einkum krossinn sem er elsti varðveitti róðurkross úr kaþólskum sið á íslandi. En er fram liðu stundir fjölgaði Dalvíkingum, sóknarbömum í Upsasókn svo að kirkjan varð allt of lítil fyrir hinn stóra söfnuð. Var þá farið að tala um nýja kirkju- byggingu og eftir töluverða um- ræðu og kosningu um málið var á- kveðið að nýja kirkjan skyldi rísa á nýjum stað í sjálfum kaupstaðnum. Dalvíkurkirkja var vígð 1960 en gamla Upsakirkja var formlega lögð niður sex ámm áður, 1954. Nú er einungis kór kirkjunnar uppistandandi, varðveittur í sinni gömlu mynd og vonandi dettur engum í hug að hrófla við honum. Eins og sjá má á þessum sögu- brotum er saga Upsastaðar orðin löng og æði merkileg. Hvort þeirri sögu er nú lokið skal ósagt látið. Forráðamenn Dalvíkurbæjar hafa nú öll ráð staðarins í hendi sér og em vafalaust famir að hugleiða hvemig sýna megi gömlu Upsum þann sóma sem þeim ber. hjhj MER ER SPURN Hvaðan er þetta jólaljóð? Mikil reiðinnar býsn em til af jóla- lögum og stöðugt bætist í það safn. í seinni tíð hafa svokölluð jóla- popplög orðið æ fyrirferðarmeiri í síbylju útvarpsstöðvanna fyrir jól- in og „hinu hljóðræna umhverfi þjóðarinnar" eins og spekingamir segja. Það verður að segjast að af engri tónlist er jafn megn peninga- lykt og af jólapoppinu enda að öllu jöfnu gefið út í gróðaskyni frekar en af listrænni þörf. í öllu þessu tónaflóði vilja gömlu góðu jólalög- in oft gleymast og þar er ég farinn að nálgast tilefni þessarar greinar. Hér um slóðir syngja menn jólalag með þessum texta: Það er gaman þegar koma jólin þó að dyljist blessuð himinsólin. Er vetur andar úti er inni bjart og hlýtt. Og jólatréð með toppinn, það tindrar Ijósum prýtt. Oll í hring, ungar stúlkur, drengir. Mamma syng, svara œskustrengir. Svo í hring. Lagið er e.t.v. þekktara með texta sem byrjar svona: „Um alda- mótin ekki neitt ég segi... osfrv.“ Sumir vilja meina að þetta sé svarfdælskur kveðskapur og víst er að aðkomufólk kannast yfirleitt ekki við hann. Eins hef ég hvergi rekist á þetta á prenti í neinum jólasöngbókum. Því vil ég biðja þá sem eitthvað telja sig vita um kvæði þetta; hvaðan það er upp mnnið, hvort það er staðbundið við Svarfaðardal, hvort erindin em fleiri osfrv., að hafa samband við blaðið og leysa frá skjóðunni. hjhj Óskum uiðskiptavinum vorum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Landsbanki íslands Strandgötu 1, Akureyri Brekkuafgreiðsla, Kaupangi Um leið og Flugleiðir - umboðið á Dalvík - óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og gœfuríks komandi árs minnum við á hina fjölbreyttu ferðamöguleika á komandi ári. • Odýrar helgarferðir innanlands og utan. • Arshátíðarferðir fyrir starfshópa - innanlands eða utan. • Lágu sumarfargjöldin í sólina og stórborgir. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Flugleiðir umboð Dalvík Goðabraut 3 ■ Sími 61300. Frystihús KEA Dalvík sendir starfsfólki og viðskiptavinum bestu jóla- og nýárskveðjur og þakkar vel unnin störfá árinu. Gleðileg jól, farsœlt komandi ár.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.