Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1992, Qupperneq 17

Norðurslóð - 16.12.1992, Qupperneq 17
NORÐURSLÓÐ —17 Þegar ég heimsótti minn gamla vin, Sigurpál, á Dalbæ í sumar, var hann hress í máli eins og venjulega og ég komst að því að hann hafði engan veginn látið af þeim skoð- unum sínum á mönnum og mál- efnum sem okkur varð helst að ágreiningsefni á árum áður. En hann sagðist nú vera alveg hættur að binda bækur, sofa mikið, liggja fyrir og hlusta á útvarp. Hann fór varla út úr húsi enda átti hann orð- ið mjög erfitt um gang, svo bagað- ur sem hann var í fótum og mjöðmum. Þrátt fyrir þetta var létt yfir honum. Hann hafði lifað langa ævi, eignast vináttu margra sam- ferðamanna, staðið í skilum jafnt við guð og keisarann. Hann gat því horft beiskjulaust yfir farinn veg að leiðarlokum. - Nú þegar hann er allur langar mig að minnast hans í Norðurslóð, enda þótt góð grein um hann kæmi í síðasta tölublaði. Sigurpáll Hallgrímsson . var tæpra 87 ára þegar hann lést 30. október. Hann fæddist á Melum í Svarfaðardal 22. nóvember 1905, Sigurpáll í vinnuherberginu sem hann hafði á Dalbæ. Mynd: Héraðsskjalasafn Svarfdæla. stjóm Lestrarfélagsins. Eftir það var hann vakinn og sofinn yfir safninu, dyttaði að bókum þess og batt þær þegar þörf krafði. Það er ekki ofsagt að bókasafnið yrði óskabam Sigurpáls, enda sýndi hann hug sinn til þess með stór- gjöfum um það bil sem hann hætti störfum þar. Var honum að mak- leikum þakkað sérstaklega þegar bókasafnið fluttist loks í viðunandi húsnæði í kjallara ráðhússins vorið 1986. Þar var svo hengd á vegg góð teikning af Sigurpáli og fer vel á því að hann haldi þannig áfram að vaka yfir safninu. Bókasafnið varð tengiliður okk- ar Sigurpáls því bókaástina áttum við sameiginlega. Hins vegar vor- um við engan veginn sammála um bókmenntamat því að hann var mjög íhaldssamur í þeim efnum og kunni ekki að meta ýmsa höfunda sem ég hreifst af, síst þá sem vom orðaðir við kommúnisma enda hafði hann mjög illan bifur á þeirri stjómmálastefnu. Marga góða skrafstund áttum við í litla kjall- Tryggur arfleifð sinni og uppruna - Endurminningar um Sigurpál Hallgrímsson eftir Gunnar Stefánsson sonur hjónanna Hallgríms Hall- dórssonar og Soffíu Baldvinsdótt- ur sem þar bjuggu. Þau eignuðust fimm böm og var Sigurpáll næst- elstur fjögurra sona þeirra hjóna sem náðu fullorðinsaldri. - Hall- grímur á Melum var sagður góður bóndi, nam í Möðmvallaskóla sem þótti talsverð menntun á þeirri tíð og kenndi síðan bömum í Svarfað- ardal. Hann var frömuður í sinni sveit og hreppstjóri um skeið. Þá var hann tónhneigður og organisti í kirkju sinni. Tónlistarhneigð fékk Sigurpáll í arf og hafði yndi af góðri tónlist. Einnig fékkst Hall- grímur við bókband, hafði lært það af Gísla á Hofi á tveim dögum, sagði Sigurpáll mér. Þess iðn nam Sigurpáll af föður sínum. - Soffía, móðir hans, var úr hópi hinna mörgu systkina frá Böggvisstöð- um, sem mjög komu við sögu í Svarfaðardal, á Dalvík og raunar víðar, kunn að atorku og skapfestu. Ekki veit ég hvaða drauma Sig- urpáll kann að hafa átt í æsku, en svo mikið er víst að hann flentist á æskuheimili sínu og bjó þar fram yfir miðjan aldur. Elsti bróðir hans, Halldór, fór til náms í bændaskólanum á Hólum og tók við forstöðu búsins að föður þeirra látnum. Sigurpáll fór hvergi en vann búinu við hlið bróður síns, sem lengi var einhleypur. En sam- hliða bústörfunum fékkst hann við bókband. Það varð honum ekki einungis tekjulind, heldur einnig leið til samskipta við sveitunga sína og til að svala áhuga hans á bókum og ást á þeim sem fylgdi honum alla tíð. Sigurpáll virtist sérlundaður, og var sérkennilegur, enda bjó hann í þröngu umhverfi og dvaldist aldrei langdvölum utan heimasveitar, að því er ég best veit. En hann var félagslyndari en ætla mætti. Þannig urðu bækur, tónlist og kynni af sveitungum lífsfylling hans frammi í dalnum. Þegar Sigurpáll var liðlega fimmtugur, árið 1958, fluttist hann framan úr Melum og niður á Dal- vík. Þá leið hafa margir dalbúar farið. Sigurpáll gerðist leigjandi hjá frænku sinni. Aðalbjörgu Jó- hannsdóttur á Hólavegi 5. Hann vann nú enn meira við bókband en áður, batt á vetrum en var í sfld á sumrum meðan það skeið stóð. í kjallaranum á Hólavegi hafði hann vinnustofu sína og þangað litu margir inn til hans. Þegar ég man fyrst eftir Sigur- páli bjó hann enn á Melum. Þá var faðir minn stjómarformaður Lestr- arfélagsins. Sigurpáll batt fyrir safnið og gat þar að líta fjölda bóka með handbragði hans, marg- ar hárauðar á spjöld og kjöl. Þá kom að því að faðir minn fékk Sig- urpál til að binda fyrir mig átta árganga af Æskunni sem ég hafði eignast. Er mér í minni hver hátíðisdagur það var þegar ég fékk í hendur fjórar stórar bækur frá honum, fagurrauðar, með tveim árgöngum í hverri. Litlu eftir það fluttist Sigurpáll niður á Dalvík og þá kynntist ég honum fljótt. Vinnan fyrir Bókasafn Dalvíkur varð Sigurpáli til mikilla heilla. Hann fékk brennandi áhuga á mál- efnum safnsins. Brátt tók hann að sér starf við afgreiðslu á sunnu- dögum þegar opið var og af því leiddi síðan að hann var kosinn í araherberginu á Hólavegi, þar sem bókum og öðru dóti var drepið í hverja smugu, en Sigurpáll vissi þó hvar allt var. Það var margt sem hann sankaði að sér, sumt sem flestir munu telja lítils vert, eins og úrklippur úr blöðum með teikni- myndum og bröndurum. Af þessu hafði hann gaman eins og bam. f herberginu hans var alltaf lykt af lími og bókbandsefni og enn finnst mér hún loða í vitunum þegar ég skrifa þetta. Sigurpáll hafði samband við fombóksala í Reykjavík og fékk oft frá þeim fulla kassa af bókum sem hann seldi. Einnig í því kom fram bókaást hans og félagslyndi. Þá má ekki gleyma því að Sigur- páll hafði gaman af að setja saman vísur og fékkst dálítið við þá and- ans íþrótt. Stundum sendi hann mér vísur af gefnum tilefnum og hann ljóðaði á vini sína á tyllidög- um. Á Hólavegi 5 leið ævidagur Sigurpáls hægt að kveldi. En þegar Dalbær, heimili aldraðra, tók til starfa varð úr að hann flyttist þang- að, haustið 1979. Þama bjó Sigur- páll síðan til æviloka og fékk að sjálfsögðu kompu til að sinna bók- bandinu meðan orkan leyfði. Það vom auðvitað mikil viðbrigði fyrir hann að flytja inn á slíka stofnun. Ekki mun hann hafa blandað veru- lega geði við annað vistfólk og sat löngum á herbergi sínu og í vinnu- kompunni. En honum leið vel þama og átti góða og trygga elli- daga eins og hann verðskuldaði sannarlega. Nú fagnar Sigurpáll Hallgríms- son ekki lengur gömlum vini á Dalbæ. Ævi hans var ekki um- brotasöm á ytra borði og vissulega mddi hann engar nýjar brautir. Til þess var hann of fastur í sínu fari, fráhverfur breytingum og nýjum háttum. Um slíka greindarmenn hugsar maður stundum að þeir hefðu átt að hleypa heimdraganum og víkka sjóndeildarhringinn með- an þeir vom ungir. En ég veit ekki hvort það hefði breytt Sigurpáli. Kjami skapgerðar hans var fastari fyrir en svo að ytri umhverfisáhrif hefðu miklu skipt. Hann var um- fram allt tryggur arfleifð sinni og uppruna, heill maður og falslaus sem varðveitti hugarhreinleika bamsins alla tíð. Hann lifði sínu lífi og var sáttur við það eins og það varð. Og nú eiga vinir hans það eitt eftir að kveðja minnis- stæðan samferðamann með þökk fyrir samfylgdina. Gunnar Stefánsson Hreint er yfír heiðarbænum Hreint er yfir heiðarbænum, heiðríkt kvöld og stjömubjart. Yfir hæðum,lautum,lænum liggur drifhvítt vetrarskart. Fé og hestum húsin skýla, heyið grænt á jólunum. Kýmar dæsa og dreymnar hvfla, drengir skifta fötunum. Bjart og hlýtt í bænum inni, Borga eldar jólamat. Mamma greiðir Siggu sinni, saumar Stína brúðufat. Litli Mundi vaggar Viggu, Veiga Sléttar kjólinn sinn. Mamma er að segja Siggu sögu um jólaboðskapinn: Nú má enginn þrefa og þrátta, það má ekkert heyrast ljótt. Bráðum hingað húms á vængjum heilög svífur jólanótt. Jólanótt þá Jesús fæddist, jörðu birtist englafjöld. Og þeir sungu um ást og gleði, um það lesum við í kvöld. Blessuð jólin eiga allir af því góði frelsarinn sagði okkur að við mættum eiga með sér himininn. Að við mættum eiga og njóta alls sem gott og fagurt er. Hann gaf bömum blessun sína, bömin vafði hann að sér. Hann er sjálfur héma inni, hann er okkur sífellt hjá til að gleðja hjálpa og hugga hvem sem treystir kraft hans á. Og hann vill að allir sýni öðrum mönnum kærleikshót, því að einn er allra faðir, allir spretta af sömu rót. Seinna eftir söng og lestur safnast böm um leikföng sín, myndabækur, bfl og spilin, brúðurúmin hrein og fín. Kertaljós í hverju homi, helgisvipur allt um kring. Allir búnir bestu klæðum, Borga er með nýjan hring. Vigga brosir, baðar höndum, brúðan hennar segir „í“ kreisti maður hana í hendi. Hlæja bömin dátt við því. Fólkið sofnar, ljósin loga, leiftra stjömur, allt er hljótt. Yfir bæinn breiðast jólin - Blessuð heilög jólanótt. Óþekktur höfundur.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.