Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1994, Síða 10

Norðurslóð - 14.12.1994, Síða 10
10 — NORÐURSLOÐ Tryggvi Svein- björnsson fæddist 24. október 1891 að Brekku í Svarf- aðardal. Hann gekk í Gagnfræða- skólann á Akureyri og síðau Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprón 1914. Pað sama ár innritaðist hann í Hafnarháskóla og naut garð- styrks til að nema fagurfræði og samanburðarbókmenntir. Vegna mikils áhuga á tónlist og leiklist stundaði hann námið lítið og lauk aðeins prófi í forspjalls- vísindum. Arið 1919 varð Tryggvi ritari í skrifstofu stjórn- arráðs íslands í Kaupmanna- höfn og sendiráðsritari þegar skrifstofunni var breytt í sendi- ráð 1945. Sendiráðunautur varð hann 1954 í sendiherratíð Sig- urðar Nordal. Tryggvi var giftur danskri konu, Bodil (f. Jensen) og eignuðust þau tyo syni, Sig- urð og Þorstein. I viðtali við sænskt blað segist Tryggvi með réttu geta kallað sig son miðnæt- ursólarinnar, enda vera fæddur norður undir heimskautsbaug. Fyrstu kynni af leiklist Tryggvi hneigðist ungur til skáld- skapar, einkum leikritagerðar. Elsta varðveitta leikrit hans er líklega / MörkelMyrkur. Það var gefið út á prenti af Þorsteini Gísla- syni árið 1920. í viðtali í Samtíð- inni segir Tryggvi meðal annars aðspurður um hvort leikritsformið hafi ekki freistað hans snemma. „Ekki get ég nú neitað því. Eg man, að í bernsku sá ég viðvaninga leika skopleik í samkomuhúsinu á Dalvík, og sá viðburður festist svo í huga mér, að hann hefur orðið mér með öllu ógleymanlegur. Eg skal ekki neita því, að seinna hef ég horft á margar stórum nterki- legri leiksýningar en þessa, en engin þeirra hefur orkað neitt svip- að á ntig og hún. Eg man t.d. enn glöggt, að einn leikendanna, Þór- arinn Eldjárn, síðar bóndi og hreppstjóri á Tjörn, lór með langt mál á dönsku, og fannst mér þá feikilega mikið til um slíka frammistöðu.“ Caprí sveinn á Ítalíu Arið 1921 fóru þeir Tryggvi og Valdimar Halldórsson frá Kálfa- strönd við Mývatn í ferðalag til Italíu. Kostnaðinn greiddi Valdi- mar. Þegar til Italíu kemur hitta þeir Ríkarð Jónsson myndhöggv- ara og Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi, sem þar höfðu dvalið nokkra hríð ásamt Ingólfi Gísla- syni lækni frá Vopnafirði. Fjór- menningarnir lifðu í miklum lysti- semdum nær hálfan ntánuð og hef- ur Ríkarður lýst þeim að nokkru leyti í minningum sínum frá Italíu. Hann leggur þar ríka áherslu á þátt Tryggva og forystu hans í ýmsum uppátækjum félaganna, daðri og drykkjuskap. Tryggvi beitti mælsku sinni og orðavali, suntu óprenthæfu. óspart á vini sína auk gamanseminnar sem hann réð ríkulega yfir. Ríkarður segir Tryggva ein- hvern hraðskældnasta mann sem hann hafi fyrir hitt. Aðeins einnar vísu hans er þó getið. Tryggvi hafði með snarræði bjargað mynd- höggvaranum frá því að kastast fram af hengiflugi miklu. Unt leið og Tryggvi nær í Ríkharð þrumar hann: Hér um bil var hrapaður af hém bergi niður, skemmtimaður skapaður, skálcl og myndasmiður. Þessi Italíuför varð Davíð Stef- ánssyni talsverð uppspretta skáld- skapar. Eilt af þekktum ljóðum hans úr ferðinni er Komið allir Tryggvi Sveinbjörnsson Svörfuður. Caprísveinar. Það orti hann síð- asta daginn sem þessi fjórir voru santan, andans mennirnir þrír og bóndinn. Tryggvií Islenskum aðli Þórbergs Þórbergur Þórðarson ver einum kalla í bók sinni Islenskum aðli í að fjalla um Tryggva Sveinbjörns- son og sá kafli ber nafnið Tryggvi Svöifuður. Þeir unnu um skeið saman á Tuliniusarbryggju á Ak- ureyri. Þórbergur lýsir Tryggva ná- kvæmlega og beitir til þess stíl Is- lendingasagna. „Tryggvi Svörfuður var tæp- lega meðalmaður á hæð, þrekinn á velli og vel limaður, beinvaxinn og karlmannlegur. Hann var ljós- hærður og gráeygur og fremur fríður sýnum. Það sem einkenndi ytra far hans sérstaklega frá útliti flestra annarra manna, var áber- andi nærsýni. Þetta gæddi fram- komu hans vissum yndisþokka, sem heilskyggt fólk hafði farið varhluta af. Það var eins og hann hefði alveg óvenjulegan áhuga á öllu, sent hann horfði á.“ Og Þórbergur leitar að hinum innramanni íTryggva. „Tryggvi var óvenjulega góð- lyndur maður, oftast glaður f skapi, þægilegur í umgengni, vel- viljaður og hjálpsamur. Hugur hans dróst allur að skáldskap og músík og leyndardómum fagurra kvenna. Hann synti gegnunt lífið í dramatiskum draumaheimi, uppi á skrautlegum leiksviðum, meðal glitrandi viðburða, þar sem leik- tjöldin lyftust og féllu í takt við rómantískar hræringar hinna reynslulausu æskuásta. Hann hafði mjög litla rækt til hagnýtra viðfangsefna. Vísindi, pólitík og heimspekileg heilabrot voru hon- um óskiljanlegt tungumál." Eins og á þessari tilvitnun sést stefndi hugur Tryggva á þessum árum að lcikhúsinu, einkum leik- ritun, eins og Þórbergur gerir enn frekar grein fyrir: „Það var dýrlegasti draumur Tryggva á þessunt árurn að verða heimsfrægt leikritaskáld. Og hann hafði þó töluverða ástæðu til að mega vænta nokkurs af sjálfum sér í þeint efnum. Hann var gæddur ótvíræðri skáldgáfu. Sumarið 1912 hafði hann í smíðum leikrit, sem hann trúði okkur fyrir, að leikfélag- ið í Reykjavík léki næsta vetur.“ Þórbergur nefnir líka að Tryggvi Itafi í smíðum skáldsögu Davíð Stefánsson skáld Eftir Jón Baldvin Halldórsson um fátæka ekkju og þykir honum mikið koma til lýsinga á takmarka- lausri ást söguhetjunnar. En þótt Tryggva sé lýst í Is- lenskum aðli sem rólyndismanni er þar sýnd önnur hlið á honum. Þór- bergur segir að hann hafi átt vanda til að fá annað veifið eins konar ofurmennisköst og þá hafi allt hið venjulega í fari hans, bæði til lík- ama og sálar, virst þumkast burt í einu andartaki. Félögum hans á Tuliniusarbryggju hafi þótt einsýnt að maður sem slíku væri haldinn, hlyti að vera skáld og það eigi lítið. Eins og áður var nefnt sýndi Tryggvi Svörfuður áhuga á leynd- ardómum kvenna og Þórbergur segir um það dæmisögu. Tryggvi hafi sýnt áhuga ungri stúlku í Gagnfræðaskólanum en lítið orðið ágengt, þótt bæði byggju í sama húsi. Stúlka þessi var Hulda Stef- ánsdóttir. Þórbergur lýsir því hvernig andinn hafi allt í einu komið yfir Tryggva á Tuliniusar- bryggju. Hann hafi lagt niður vinnu og mænt upp að Gagn- fræðaskóla... „Því næst er eins og fari unt hann krampakenndir kippir. Hann þrífur tunnubotn, sent liggur þar ofan á opinni tunnu, dregur blýant upp úr vestisvasa sínum og tekur að krota eitthvað á botninn." Ljóðið sem hann krotaði á tunnubotninn og hengdi á þilið fyrir ofan höfðalag sitt um kvöldið var svona: Ríkarður Jönsson myndhöggvari Hjartkœrust Hulda! Helgust rósa minna rós! Draumaflið dulda! Dýrast Ijósaljós! Þig ég man, ó meyja, meðan sœrinn gyllir lönd, meðan hrannir heyja hildarleik við strönd. Hulda, Ijúfa Hulda! Hjartans sláttur lýtur þér. Hulda. Ijijfa Hulda! Hníg að brjósti mér! En þótt litið hafi verið upp til Tryggva á Tuliniusarbryggju á Akureyri unt 1920 segir Þórbergur frá konu einni sem það gerði ekki. Hún hét Dísa rauða. Dísa efaðist um suma hæfileika Tryggva, ekki þó skáldgáfu hans. „En hún dró ekki aðeins í efa, heldur sór hún og sárt við lagði, að hann væri svo sparlega vaxinn nið- ur, að hann yrði alla ævi gersam- lega óhæfur til að veita konum þann sálarunað, sem þær þráðu á einverustundum lífsins. Og þessa líffærafræði endurtók hún hvað eftir annað hástöfum í allra eyru á bryggjunni. Tryggvi meykti að vísu einhverntíma á hana því stór- hrikalega svari, að henni myndi að minnsta kosti verða nóg boðið, ef hann kenndi hennar í sjógalla, með roðhatt og í klofháum vaðstígvél- um.“ Tryggvi Svörfuður og Kristján Eldjárn þekktust vel í Kaupmanna- höfn. Samskipti þeirra þar og vin- skapur leiddi síðar til náinna tengsla þeirra í milli, eftir að Kristján var orðinn þjóðntinja- vörður. Tryggvi stóð í miklu stappi að tryggja leikritum sínum fram- gang hér á landi. I þeirri baráttu var Kristján stoð og stytta og tilbú- inn að verja Tryggva ljóst og leynt. Arum saman skrifuðust þeir á, Tryggvi og Kristján. Það verður ekki séð að Tryggvi hafi Dan- merkurárin sín öll verið öðrum ntönnum tengdari hér á landi en Kristjáni. Tryggvi lést 29. maí 1964 og Kristján skrifar minning- argrein í Morgunblaðið um hann 3. júlí. Hann segir meðal annars urn þau hjónin Tryggva og Bódil: „Tryggvi var manna glaðastur og skemmtnastur í góðum hópi, þótt rangt væri að segja, að hinn viðkvæmi maður hafi yfirleitt ver- ið gleðinnar bam. Danskt og ís- lenzkt hélzt fagurlega í hendur í lífi þeirra hjóna, þau unnust hug- ástum og elskuðu bæði fegurð, glaðværð og góðvild í hverri mynd sem birtist. En þau voru bæði til- finninganæmar ntanneskjur, og tóku nærri sér, þegar á móti blés. Tryggvi átti það til að vera vand- Valdimar Halldörsson bóndi nteðfarinn, eins og menn með listamannslund eru oft, en ég hygg að ekki sé ofsögum sagt, að kona hans hafi skilið hann vel og jafnan reynzt honum bezt og traustust, þegar hann var mest þurfi.“ Ljóðagerð Ekki verður séð að Tryggvi yrki Ijóð svo heitið geti á leikritunar- ferli sínum. Hann segir líka í bréfi til vinar síns, leikarans Thorkild Roose, að hann hafi ekki ort Ijóð síðan á yngri árum. Engu að síður birtist minningarljóð eftir Tryggva í Berlingske Tidende árið 1928. Tilefni er afhjúpun minnismerkis unt þjóðskáldið Jónas Hallgríms- son í Sct. Pederstræde 22 en þar lést Jónas 1845. Ljóðið er sex er- indi, eitt þeirra er svona: Som Elv undir Is sov Folkets Sjœl. Din Sang laante Kraft afSolens Vœlde, vœkkede Haab af hundredaars Dvale,- Vaardigter Islands - Dagen gryed. Leikritun Tryggva Tryggvi Sveinbjörnsson skrifaði fjölda leikrita, titlar sent varðveist hafa eru 24, einþáttungar og lengri verk. Fæst þessara leikrita voru nokkurn tíma sviðsett. Til dæmis leikritið Myrkurll mörke sem fjall- ar um sjónblindu, sem hefur án efa verið höfundinum hugleikið efni vegna eigin sjóndepru. Leikritið var birt í Reykjavík 1920, bæði í tjmaritinu Oðni og í sérprenti. I Oðni kemur fram að átt hafi að sýna leikritið í Reykjavík það ár en farist fyrir. Tryggvi skrifar jafnvel óperutexta á dönsku og beitir fyrir sig ljóðforminu þar. Stundum sækir Tryggvi efniviðinn í Islend- ingasögurnar, svo sem í leikritum sínum um Guðrúnu Ósvífursdótt- ur, Gretti Asmundarson og Þorgeir Ljósvetningagoða. Eitt helsta leik- verk Tryggva fjallar líka um Jón Arason biskup. Fjögur af leikritum Tryggva hafa verið sviðsett. I Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn: Regnen 1926, Den lille Verden 1938 og Jón Arason 1949. Hið síð- asttalda var síðan fært upp í Þjóð- leikhúsinu 1950. Spádómurinn var líka sýndur í Þjóðleikhúsinu árið 1956. Tvö af leikritum Tryggva voru leikin í útvarpi, Jón Arason 1946 í sænska útvarpinu og í Rík- isútvarpinu 1951. Regnen var Ieik- ið í Ríkisútvarpinu 1944, í ís- lcnskri þýðingu Ragnar Jóhannes- sonar. Leikritun Tryggva Svein- björnssonar Svörfuðar - Jeg er Islænder, födt saa langt mod Nord, at der kun var en Sviptur til den nordlige Polarkreds. Saaledes er jeg Midnatssolens Sön

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.