Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1994, Blaðsíða 14

Norðurslóð - 14.12.1994, Blaðsíða 14
14 — NORÐURSLOÐ Friðrik VIII slífjur á land við Torfunefsbryggju 13. ágúst 1907. Við hliö hans gengur (iuðlaugur Guðmundsson syslumaður Eyfirðinga. Kvikmynd var tekin af konungskomunni og er þessi mynd fengin úr henni (sem útskýrir gæðin). A myndinni er konungur og fylgdarlið að leggja upp í ferð fram í Hrafnagil, allir á hvítum hestum.. Þegar kóngurinn sótti Eyfírðinga heim - Kafli úr Sögu sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu 1874- 1989 eftir Hjört E. Þórarinsson Á sýslufundi, sem hófst 2. mars 1907 las oddviti bréf „Heimboðs- nefndar Alþingis” frá 7. maí fyrra árs þar sem spurst er fyrir um hug Eyfirðinga til þátttöku í konungs- móttöku. Hafði hann tekið sér það bessalcyfi að tilkynna nefndinni, að „Eyjafjarðarsýsla muni taka þátt í að fagna konungi á þann hátl er nefndin hefur fyrirhugað”. Með- al þess, sem farið var fram á í bréfi móttökunefndarinnar var, að Eyf- irðingar sendu a.m.k. 18 góða reið- hesta suður til Reykjavíkur til nota í hópferðinni miklu, „austur fyrir fjall”, sem fyrirhuguð var. Skyldi fararstjóri vera „myndarbóndi” eins og það var orðað í bréfinu, fylgja hestunum suður ásamt tveimur til þrentur „hestasvein- um”. Jafnframt var Eyfirðingum í sýslu og bæ boðið upp á að liafa konung og fylgdarlið sem gesti sína einn dag, 13. ágúst, og skipul- eggja móttökur eins og þeim sýnd- ist við hæfi. Þetta voru stórtíðindi. Aldrei í sögunni hafði krýndur konungur komið til Norðurlands (með allri virðingu fyrir Heiðreki konungi af Heiðmörk, sem heygður var í Kálfskinni, og Jörundi hundadaga- konungi, sem brá sér hingað norð- ur ríðandi snögga ferð 1809, nærri 100 árum fyrr). Sýslunel'nd tók boðskapnum fagnandi og kaus nefnd til að gera nánari tillögur um móttökur. Nefndina skipuðu Stefán Stefáns- son alþingismaður í Fagraskógi, Gísli Jónsson á Hofi Svarfaðardal og Kristján H. Benjamínsson á Ytri-Tjömum Staðarbyggð. Síðar á fundinum lagði nefndin frant svohljóðandi álit, sem var sam- þykkt: 1. Sýslunefndin felur fararstjóran- unt, með ráði oddvita, að ráða hestasveina og láta þá útvega hesta í héraðinu, samkvæmt þeim upplýsingum er fyrir liggja og gjörir sýslunefndin ráð fyrir, að sýslunefndarmennimir, hver í sín- um hreppi, styðji fararstjórann í þessum framkvæmdum. 2. Til kostnaðar þess, er fyrir héraðið kann að leiða af konungs- förinni, verði veitt nokkur upp- hæð í óvissum gjöldum 1907. 3. Kristján bóndi Jónsson í Glæsibæ er ráðinn fararstjóri fyrir flokk þann, er Eyjafjarðarsýsla sendir. Það sýnirglöggt, hve mikið fyr- irtæki þessi konungsmóttaka var, að það skyldi þurfa að panta hesta allt norðan úrEyjafirði til að flytja mannskapinn austur fyrir fjall. En sýslunefnd Eyjafjarðar stóð við sitt og vel það og segir í Norðra á Ak- ureyri 27. júlí, að Kristján bóndi í um riðið áleiðis suður með meira en 30 valda hesta. Ennfremur fór suður Guðmundur á Þúfnavöllum, gamalreyndur og mikilsvirtur sýslunefndarmaður og fleiri. En snúum okkur að norðlensku heimsókninni. Bæjarstjórn Akur- eyrar átti auðvitað að sínu leyti að- ild að móttökunni hér og lagði til fulltrúa sína í móttökunefndina en hana skipuðu auk sýslumannsins Ottó Tuliníus kaupmaður og kons- úll, Friðrik Kristjánsson banka- stjóri og Sigurður Hjörleifsson læknir og ritstjóri. I Akureyrarblöðum og í ferða- bók Dananna má lesa frásögn af herlegheitunum. Hér skulu birtar glefsur úr ferðabókinni, þar sem höfundar lýsa heimsókninni til Akureyrar og Eyjafjarðar og verð- ur einkum valinn úr sá þátturinn, þar sem sýslunefndin keinur meira við sögu. Móttökuhátíðin á Akureyri heppnaðist ágæta vel og var sennilega sú allra skemtilegasta á Islandsferðinni.- I Góðtemplarahúsinu voru hinum tigna gesti búin vegleg veizluhöld með ræðuin og söng. Guðlaugur Guðmundsson bæjar- fógeti hélt aðalræðuna konungi til fagnaðar. - Það þótti sjálfsagt mál hestanna þegar komið var til Ak- ureyrar. Afsagði enginn maður, hvorki úr hópi ríkisþingmanna né förunauta konungs, að fara á bak í Eyjafirði. - Nokkru innar riðum við fram á hóp bænda, er sneru að veginum hundrað saman, allir á hvítum hestum. Var það mesta myndarfólk, þessir Eyfirðingar, sem þama riðu, ungir menn og miðaldra, stórir, sterkir og hressi- legir. - Seint munum vér gleyma bændunum úr firðinum, sem hrópuðu húrra fyrir konungi og báðu sfðan um leyfi til að gegna lífvarðarþjónustu hjá hans hátign þennan eina dag. Að fengnu leyfi hleyptu þeir upp á veginn og riðu á undan alla leið (í Hrafnagil) með bláan fálkafána fyrir sér. (Þess skal getið, að Akureyrar- blöðin. Norðri og Norðurland, greina frá þessum atburðum í næstu blöðum eftir konungskom- una og nefna bæði lægri tölu í bændasveitinni, 30 og 50 manns, en allir eru sammála um ljósu hestana. - HEÞ) - Á grænum völlum við Hrafnagil risu mörg tjöld stór og smá, og ræðustóll, sem kom sér vel er ræður hófust. Voru þarna saman komnir rúm- lega þúsund manns með hesta sína. Þótti tilkomumikið að horfa á hópinn í hátíðaskapi og gaman hefði verið að geyma hann á góðu málverki. Minntust þá margir dönsku gestanna reiðtúr- anna dásamlegu sunnanlands, en engu að síður fór nú svo, að há- tíðahöldin á Akureyri og í grennd þennan eina dag risu án efa einna hæst í minningunni, þegar heim kom. I stóru tjaldi beið dögurður (svo) gestanna og voru fram- reiddir af fádæma rausnarskap ljúffengir réttir í mikilli tjöl- breytni. - Klukkan fjögur var haldið frá Hrafnagili og af svo miklu fjöri, að nokkrir úr hópi dönsku gestanna brugðu sér ásamt öðrum í veðreiðakeppni á völlunum þarna fram frá. Við gleði og gamanyrði riðu menn út eftir með fram ánni um fagurt hér- að til Akureyrar. - Bændurnir hundrað kvöddu konung á sama stað og þeir höfðu fagnað honum Það gerðust ýmsir merkilegir og eftinninnilegir hlutir hér á Voru landi íslandi í byrjun 20. aldar. Þá fékk þjóðin heimastjóm, þá fengum við langþráð fjarskipta- santband við útlönd. Það þriðja, sem nefna skal, er heimsókn Friðriks VIII konungs hingað og sigling hans kringum landið í ágúst 1907. Um þennan atburð íjallar all- löng grein í Sögu Sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu 1874-1989 eftir Hjört E. Þórarinsson. en ritverkið, tvær bækur, kom á markaðinn nú fyrir skemmstu. Hér er bin glefsa úr þessuin kafla, þó lítilsháttar stytt. innan við bæinn, með kröftugu húrrahrópi og einarðri árnaðar- ósk. Festi konungur heiðursteikn dannebrogsmanna á brjóst fyrir- liðans í hópnum í kveðju- og þakklætisskyni fyrir sér sýndan sóma og innileik. Fyrirliðinn mun hafa verið Hallgrímur Hallgrímsson hrepp- stjóri á Rifkelsstöðum en Kristján í Glæsibæ, sem suður fór, hefur varla verið kominn til baka og því fjarri góðu gamni. Að lokinni þessari stórfenglegu reið héldu Danir til skipa sinna og slógu þar upp miklu veisluboði fyrir inn- lenda úr bæ og byggð auk þess sem líka var haldið rungandi ball í Góðtemplarahúsinu. Og með orð- um söguritaranna: „Lauk konungsheimsókn í hinum fagra og alorkusama höf- uðstað Norðurlands á þann eina hátt, sem við átti, með gleðskap öllum til handa”. Ekki verður annað sagt en að Eyfirðingar og aðrir, sem þama áttu hlut að máli, megi vel una sín- urn hlut í þessari frásögn hinna hlutlausu Dana. Hvað sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu varðar, þá verður að telja víst, að flestir nteðlimir hennar hafi verið með í „lífvarðar- sveitinni” og að þelta hafi einmitt verið meginframlag sýslunefndar- innar sem slíkrar til móttöku hans hátignar. Glæsibæ hafi ásamt fylgdarmönn- að reyna víðfrægt ágæti eyfirzku U ÞARFT EKKIAÐ VERA RÍKUR TIF AÐ SPIFA í HHÍ95 EN ÞÚ GÆTIR ORÐIÐ ÞAÐ - MJÖG RÍKUR! Það er RÍK ástæða til að vera með því HHÍ greiðir meira* út til vinningshafa en nokkurt annað happdrætti hér á landi. 'Hundruðir milljóna króna skilja að 1. og 2. sætiö! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.