Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1995, Qupperneq 3

Norðurslóð - 13.12.1995, Qupperneq 3
NORÐURSLOÐ —3 Þorsteinn Skaftason: Landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt Örnefni í Bæjarfjalli og á Upsadal Amyndina sem birt er í full- um litum á baksíðu og í smærri útgáfu hér við hlið- ina vantar mörg ömefni og má þar meðal annars nefna Mjóalæk og Dýjalæk sem renna úr samnefnd- um dölum. Stórhól niður undan Stórhólshlíð. Djúpalæk framan við Beitarhúshóla. Brunnklukku- tjörn neðst í Beitarhúshólum, Sel- hvamma niðri við Brimnesá fram- an við Selhól. Háholt norðan Stekkjarlautar og Kirkjuna, stór- an stein í miðjum Melrakkadal. Þá má einnig nefna Hornhúsmel þar sem vatnstankar Dalvíkurbæjar standa. Upsafjall, slægjulandið neðan við Dýhall, Illviðrisblett þar norðan við en sunnan Merkja- lækjar (landamerkin milli Upsa og Hóls), Brimnesblett norðan við Merkjalæk, þar fyrir norðan Mar- grétarklauf og Grettislág. Fjallstoppurinn sem hæstur er vestan Bjarkarkollu hefur að því er virðist ekki haft neitt nafii þar til Jónas Hallgrímsson frá Melum skírði hann Halldór af sérstöku til- efni. Kannski væri réttast að það nafn festist í sessi. Bæjarfjall hefur á seinustu ára- tugum verið af mörgum nefnt Upsafjall. Það nafn er þó ekki að finna í ömefnaskrám Örnefna- stofnunar né á landabréfum Land- mælinga. heldur er þama kannski ruglingur við nafn framhlaupsins úr fjallinu sem heitir Upsi, eða nafn kirkjustaðarins Upsa. Þeir sem búið hafa næst fjallinu og alist þar upp hafa aldrei verið í vafa um hvert væri hið rétta nafn þess. Þjóðsagnaritarinn Þorsteinn Þor- steinsson smiður og bóndi á Ups- um (fæddur 1825, dáinn 1912) skrifar um 1865 Skýringar við ör- nefni sem einkum tengjast Svarf- aðardal. Þar segir hann eftirfarandi um Upsir: Upsir á Upsaströnd: Hefur verið prestssetur til skamms tíma og er þar kirkja og þjónar henni Tjarnar- prestur. Þessi jörð var bústaður Karls rauða og líklega byggð af honum í fyrstu (svo segir í Land- námu, 3. parti, 13. kapítula: „Karl hét maður er nam Strönd alla upp til Míganda (á að vera út til Míg- anda)“. Er svo að sjá að höfundur Landnámu hafi ekki verið viss í, hvört það hafi verið Karl rauði, sem nam Upsaströnd, en Upsa- strönd er í landnámi Þorsteins svörfuðs. Er það fyllilega greint í Svarfdælu og mörg atvik í þeirri sögu lúta að því, að Karl rauði hafi haft umráð á Upsaströnd og búið á Upsum, og er það eitt með öðm sem stendur í sögunni: „Karl kvaðst verða að fara til rétta út á (Upsa)strönd“. Tvímæli leika á því hvört bær- inn Upsir standi nú þar sem hann stóð í landnámstíð, því það hafa gamlir menn mér sagt, að þeir hafi heyrt af öðrum, þá gömlum mönn- um, að bærinn hafi staðið til foma upp í mynninu á Upsadal, sem er stuttur spölur upp frá bænum Ups- um, á svokölluðum Selhól. Þar eru margar tóftarústir og girðingar. Þar liggur djúpur gröftur eður vatns- stokkur vestan í hæð heim undir tóftirnar, langa leið framan úr læk, sem runnið hefur í ána, og er auðséð að þessi vatnsstokkur hefur verið grafinn til að koma vatni heim undir tóftimar. Þessi farveg- ur er nú þurr og grasgróinn. Suður undan tóftunum í árgilinu í djúpum hvammi í brattri brekku móti suðri er girðing í ferhyming hér um 15 faðmar á hvörn veg, eður lítið mjórri út og suður, og er því líkust að það hafi verið kornakur til foma. Þessar tóftir eru nú kallaðar Seltóftir, mýramar þar fyrir framan Selmýrar og hlíðin eður fjallið upp undan Selhlíð. Er af þessum nöfn- um auðséð að sel hefur verið þar einhvörn tíma, og má vel vera að það hafi verið þar eftir að bærinn var færður ofan fyrir dalinn, því aðrar seltóftir eru framar á dalnum, og er það mikið líklegra, að þar hafi verið haft í seli, og hefur verið mikið hæfilegra en það sem áður er nefnt, því það hefur vart verið ómaksins vert svo skammt frá bæ. En hafi bærinn nokkurn tíma stað- ið upp í dalnum, hefur hann mjög snemma verið fluttur ofan, því bæði sýnir það túngarðurinn, sem sést að er mikið forn og líka þeir stóru öskuhaugar sent eru hér, og hefur mönnum þótt mikið hægra til sjóar, því það er töluvert bratt upp í dalinn frá bænum sem nú er. En að öðru leyti hefur það verið betra, að hann hafi staðið upp í dalnum, því þar er mesta og besta landið og meiri hluti af engi. Bærinn Upsir hefur dregið nafn af hraunhæð mikilli, sem sprungið hefur fram úr fjallinu utan til við dalinn í fom- öld og sest að nokkuð fyrir ofan bæinn og er sú hæð kölluð Upsi, og gat bærinn fengið það nafn eins þó að hann hafi verið byggður í fyrstu upp í dalnum, því þar hefur hann þá staðið rétt sunnan undir Upsahorninu. Fjallið, sem Upsinn hefur sprungið úr, heitir Bœjar- fjall. Leiðrétting I grein Þorsteins Skaftasonar sem birtist í nóvemberblaði Norður- slóðar var rangt farið með nafn á gili sem sagt var heita Austurgil en heitir að réttu Ausugil. Eru Þor- steinn og lesendur beðnir velvirð- ingar á þessu. Ritstj. Blómleg útgáfustarfsemi Grýtt var gönguleiðin - Bók með epískum Ijóðum eftir Birnu Friðriksdóttur komin út - Ljóðabók frá Sigfúsi og jóladiskur Tjarnarkvartettsins Fyrir skömmu kom út bók sem mörgum Svarfdælingum og fleir- um mun eflaust þykja býsna áhugaverð. Bókin nefnist Grýtt var gönguleiðiii og er höfundur hennar Birna Friðriksdóttir fyrr- um húsfreyja á Melum sem búið hefur á Akureyri hin síðari ár. Bókin er öll {bundnu máli en þó er hér ekki um venjulega ljóðabók að ræða. Hún er 160 blaðsíður að lengd og eru í henni rúmlega eitt- þúsund ferhendur sem mynda sam- fellda frásögn. Það kallast víst ep- ísk frásögn á máli bókmenntafræð- innar. A bókarkápu segir að bálk- urinn sé skáldverk, reynslusaga al- þýðukonu sem fædd er á síðari hluta 19. aldar og lauk lífsstarfi sínu „á sauðskinnsskóm með sigg í lófum“. Bókin er gefin út á reikning höf- undar og í takmörkuðu upplagi. Verður hún væntanlega til sölu í versluninni Sogni á Dalvík en einnig er hægt að nálgast hana hjá höfundi sjálfum og dætrum henn- ar. Sími Svönu á Melum er 466- 1524 og sími Soffíu í Reykjavík er 567-5976 fyrir þá sem áhuga hafa. Bima hefur að sögn kunnugra haft þennan kvæðabálk í smíðum um nokkum tíma og er eins víst að hún lumi á fleira efni sem bíður birt- ingar. Fleiri útgáfufréttir Það standa fleiri í bókaútgáfu hér um slóðir. Sigfús Þorsteinsson á Séra Jón Helgi verður um kyrrt Hauganesi sendi frá sér ljóðabók nú í lok nóvember. Nefnist hún / alvöru og án og hefur að geyma á annað hundrað ljóða og lausavísna á um 100 blaðsíðum. Eins og nafn- ið bendir til skiptast Ijóðin í tvo flokka en að sögn höfundar eru þau flest frá síðustu 4-5 árum. Höfund- ur gefur sjálfur út bókina í tak- mörkuðu upplagi. Hún er til sölu í bókaversluninni Sogni en einnig er hægt að nálgast hana hjá höfundi. Þá er komin út hjá bókaútgáf- unni Vöku-Helgafelli bókin Hin hljóðu tár, sem er ævisaga Ást Sig- urbrandsdóttur skráð af Sigur- björgu Árnadóttur frá Hærings- stöðum. Sigurbjörg er sem kunn- ugt er búsett í Finnlandi og á síð- asta ári tók hún sér frí frá fréttarit- arastörfum fyrir útvarpið til að skrá sögu Ástu sem hefur búið þar frá því eftir stríð. Og enn ein útgáfufrétt: Tjarn- arkvartettinn hefur sent frá sér nýjan geisladisk með jólalögum og er hann að koma í búðir þessa dag- ana. Diskurinn nefnist A jólanótt og hefur að geyma 18 jólalög, bæði íslensk og erlend, sungin án undirleiks. Utgefandi er Japis. Kvartettinn mun halda jólatónleika í Deiglunni á Akureyri 14. desem- ber nk. og í Dalvíkurkirkju laugar- dagskvöldið 17. desember kl. 22. Fyrirtæki á faraldsfæti Ymsar breytingar hafa átt sér stað í húsnæðismálum fyrirtækja á Dalvík að und- anförnu. Við það að verslan- irnar Kotra og Ilex fluttu yfir í Klemmuna losnaði húsnæð- ið við Skíðabraut 3, gamla Týról, sem Hallgrímur Ant- onsson á og leigir út. Hallgrímur hefur sótt urn til bæjarstjómar að þar verði rek- inn veitinga- og billjarðstofa ásamt verslun og hefur bæjar- stjóm fyrir sitt leyli samþykkt erindið að uppfylltum skilyrð- um heilbrigðis- og brunavama- reglugerða. I síðasta mánuði urðu maka- skipti á eignum bæjarins og björgunarsveitanna. Björgun- arsveitin hefur fengið inni í áhaldahúsi bæjarins og hefur nú eignast þá aðstöðu í skiptum fyrir Jónínubúð. Nú hefur Pizza 67 sótt unt leyfi til veitingarekstrar í Jón- ínubúð eftir að Árni Júlíusson festi kaup á Skíðabraut 4 sem hýst hefur Pizza 67 um skeið. Jón Helgi Þórarinsson sóknar- prestur á Dalvík sótti á dögun- um um prestsembætti á Akur- eyri. Einnig sótti Svavar A. Jóns- son um embættið en hann var sem kunnugt er prestur á Ólafs- flrði þar til nú í vor. Sóknamefndum var sýnilega mikill vandi á höndum að velja á milli svo ágætra manna sem báðir hafa verið afar vinsælir í starfi og aflað sér báðir framhaldsmenntun- ar. Fór svo að lokum að Svavar fékk starfið og er ekki nokkur vafi á því að sóknarböm Jóns hér um slóðir hafa andað léttar yfir því. I samtali við Norðurslóð sagðist Jón alls ekki dapur þótt hann fengi ekki embættið, fjölskyldunni liði afskaplega vel á Dalvík og fólk hér hefði reynst þeim frábærlega vel gegnum tíðina. Ástæðuna fyrir því að hann sækti burt sagði hann þá helsta að hann teldi eðlilegt að prestar með meiri starfsreynslu gæfu kost á sér í hin stærri presta- köll. Á Akureyri væru mörg spennandi verkefni að fást við sem vissulega freistuðu hans. Það var hins vegar erfið ákvörðun að sækja um starfið, þetta bar allt mjög brátt að og hjá fjölskyldunni voru engar slíkar breytingar á stefnuskránni. Þetta kostaði því allmiklar vanga- veltur. Fjölskyldan er nýflutt í nýj- an prestbústað og á umsóknartím- anum fæddist þeim hjónum þriðji drengurinn. Þar að auki er Margrét prestsfrú komin í nýtt og spenn- andi starf svo þetta hefur alls ekki verið viðburðalaust ár hjá þeim hjónum. „Okkur líður mjög vel yfir því að fá að búa hér áfram við þessar góðu aðstæður meðal vina okkar eins og verið hefur,“ sagði séra Jón Helgi að lokum. hjhj N ý 11 áskriftarár e r h afi ð Lffið á erindi við big vofaldur hæsti vinmngur Ymilljonir óskiptar 7 á einn miða 12. janúar allir tniðar vinna Einstakir aukavinningar: Handritamöppur íslenskra rithöfunda Hæstu vinningarnir ganga örttgglega út - oft tippliœkkaðir Hvammstangi: Róberta Gunnþórsdóttir, Lækjargötu 6, sími 451-2468 Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga, sími 452-4200 Skagaströnd: Guðrún Pálsdóttir, Bogabraut 27, sími 452-2772 Sauðárkrókur: Friðrik A. Jónsson, Háuhlíð 14, sími 453-5115 Hofsós: Ásdís Garðarsdóttir, Kirkjugötu 19, sími 453-7305 Siglufjörður: Birgir Steindórsson, Aðalgötu 26, sími 467-1301 Grímsey: Kristjana Bjarnadóttir, Sæborg, sími 467-3111 Ólafsfjörður: Valberg hf„ sími 466-2208 Hrísey: Erla Sigurðardóttir, sími 466-1733 Dalvík: Sólveig Antonsdóttir, Verslunin Sogn. sími 466-1300 Akureyri: Björg Kristjánsdóttir, Strandgötu 17, sími 462-3265 Svalbarðsströnd: Sigríður Guðmundsdóttir, Svalbarði, sími 462-3964 Grenivík: Brynhildur Friðbjömsdóttir Túngötu 13B, sími 463-3227 E "vtsÁ HAPPDRÆTTI^Í óbreytt miöaverð: 600 kr. Mestu vinningslíkur í íslensku stórhappdrœtti ... fyrir lífið sjálft 1

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.