Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1995, Side 4

Norðurslóð - 13.12.1995, Side 4
4 — NORÐURSLÓÐ Sveitapiltur haslar sér völl Um minningar Valdimars Jóhannssonar I Ein af ævisögum haustsins var bókin Eg skrifaði mig í tugthús- ið, minningar Valdimars Jóhanns- sonar hókaútgefanda, sem Gylfi Gröndal skráði. Valdimar er einn af merkustu öldungum í hópi Svarfdælinga, stendur nú á átt- ræðu, og kann frá ýmsu að segja af löngum ferli. Var því vel til fundið að láta skrá minningar hans. Það er líka sannast mála að öllum sem kynnst hafa Valdimar og heyrt hann segja frá eftirminnilegum at- vikum í lífi sínu mun þykja hann hér lifandi kominn. Þetta er því vel heppnuð og skemmtileg minninga- bók, enda fer saman að sögumaður er skýr í máli og frásögn og skrá- setjarinn kann prýðilega til sinna verka. Gylfi Gröndal hefur skráð margar viðtalsbækur og ævisögur. Hann hefur reyndar komið við sögur Svarfdælinga fyrr, því hann skráði ævisögu Kristjáns Eldjárns. Nýtur hann vafalaust þess kunn- ugleika á Svarfdælingum sem hann þá öðlaðist, við skráningu á minningum Valdimars. Hér er líka um samtíðarmenn að ræða og jafnaldra. I Norðurslóð er eðlilegast að dvelja við minningamar úr Svarf- aðardal, enda eru þær líka drjúgur hluti bókarinnar. Samt er rétt að gefa yfirlit um ævi- og starfsferil sögumannsins sem hér er rakinn. II Valdimar Jóhannsson var ungur piltur í Hreiðarsstaðakoti og þráði að komast í menntaskóla, enda hið besta til náms fallinn. Hann áform- aði að taka inntökupróf í Akureyr- arskóla þegar örlögin gripu í taum- ana, hann veiktist af berklum, - úr þeim sjúkdómi lést systir hans ung -, og varð að fara á Kristneshæli. Þótt hann næði fullum bata, varð þetta áfall til þess að langskólanám var úr sögunni. En Valdimar komst þó til mennta, fór í Kenn- araskólann í Reykjavík og lauk prófi þaðan. Síðan fékkst hann við blaða- mennsku og kennslu í Reykjavík, var meðal annars blaðamaður við Nýja dagblaðið. Þá lenti hann um skeið í ungliðasveit Jónasar frá Hriflu, var ritstjóri tímaritsins Vöku og kenndi við Samvinnu- skólann. Segir nokkuð ítarlega frá því í bókinni. En Valdimar fjar- lægðist Jónas og gekk úr Fram- sóknarflokknum. Síðan varð hann ritstjóri Þjóðólfs á hemámsárun- um. Þá skrifaði hann hvassa grein um fisksölusamning íslenskra stjómvalda við breskan útgerðar- mann og stjórnarerindreka. Valdi- mar var dæmdur sekur um landráð, hvorki meira né minna, hversu undarlegt sem okkur kann að þykja það nú. En þetta var talið „móðgun við erlenda þjóð,„ sem flokkaðist undir landráðaskrif og mátti Valdi- mar dúsa í tugthúsinu þrjátíu daga; seinna upplýstist að það væri reyndar gert samkvæmt kröfu breska hernámsliðsins, því ekki munu íslensk stjómvöld hafa ætl- að að fullnægja fangelsisdómnum. Af þessari sérstæðu lífsreynslu hans dregur bókin nafn sitt. Valdimar seldi Þjóðólf og varð blaðamaður á Alþýðublaðinu. Þaðan fór hann svo til að hefja eig- in bókaútgáfu, enda var hann frá bamæsku mikill bókamaður. For- lag sitt, Iðunni, stofnaði Valdimar Gunnar Stefánsson skrifar fyrir réttum fimmtfu árum, 1945, og rak það síðan um áratugi. - Ekki var hann þó hættur afskiptum af stjóm'málum, því hann var einn stofnenda Þjóðvamarflokks ís- lands 1953 og fyrsti formaður hans. Segir skemmtilega frá ýmsu í sambandi við það í bókinni, eins og kosningaleiðangri um Eyja- fjarðarsýslu það ár. Þjóðvamar- flokkurinn fékk tvo menn kjöma á þing og hafði töluverð áhrif á tímabili þótt ekki yrði hann lang- lífur. - En bókaútgáfan varð aðal- starf Valdimars. Hann byggði for- lag sitt upp af útsjónarsemi og miklum dugnaði svo að það varð eitt stærstu og öflugustu forlaga landsins. Fyrir sjö árum varð Valdimar fyrir heilsufarsáfalli og dró sig þá í hlé frá útgáfunni. En nú hefur hann sem sagt rakið þætti úr ævi sinni í bók sem Forlagið gefur út, en það rekur sonur hans, Jóhann Páll. Bókin er vel og myndarlega út gef- in, prýdd allmörgum myndum. III En það voru minningar Valdimars Jóhannssonar úr Svarfaðardal sem hér var einkum ætlunin að dvelja við. Hann fæddist reyndar á Skriðulandi í Arnameshreppi en ólst að mestu upp í Svarfaðardal, fyrst á Hamri en síðar í Hreiðars- staðakoti hjá foreldrum sínum, Jó- hanni Páli Jónssyni og Önnu Jó- hannesdóttur. I bókinni er ýmiss konar pers- ónufróðleikur um Svarfdælinga fyrri tíðar, og er auðsætt hve rit Stefáns Aðalsteinssonar, Svarf- dælingar, hefur komið að góðurn notum til stuðnings og uppfylling- ar. Raunar má segja að vel hafi verið til skila haldið á prenti fróð- leik um sögu byggðarlagsins, þar sem bæði er þetta ágæta rit - sem Valdimar gaf reyndar út, en Kristj- án Eldjám bjó til prentunar - og svo Saga Dalvrkur eftir Kristmund Bjamason. Enn eitt rit má nefna sem geymir fróðleik um sögu Svarfdæla, en það eru minningar Snorra Sigfússonar í þremur bind- um og gaf Valdimar þær út. Valdimar segir ýmsar smellnar sögur af mönnum sem hann kynnt- ist í æsku. í fyrsta kafla er lýst því einlita framsóknarumhverfi sem í sveitinni var. Eitt sinn sem oftar kom Armann á Urðum í Hreiðars- staðakot. Hann sér Isafold liggja þar frammi og spyr Jóhann Pál höstuglega hvers vegna hann hafi slíkt lesmál undir höndum. „Ja, ég vil nú líka sjá hvað hinir segja,“ svarar Jóhann. „Það get ég svo sem vel skilið," segir Armann. „En þú verður að gá að því að krakkar geta hæglega komist í þetta, og það er stórhættu- legt!“ Auðvitað komst Valdimar í öll blöð og las þar allt, án þess að bila í framsóknartrúnni. Það gerðist ekki fyrr en síðar. Hér er líka skemmtileg saga af því hvernig Jóhann Páll fékk Rögnvald í Dæli með brögðum til að borga réttargjald sem hann hafði þrjóskast við. Fleiri nafn- kunnir Svarfdælingar koma hér við sögu, eins og Vilhjálmur á Bakka. Þegar víkur niður á Dalvík taka við sögur af Sigga Jóns, Sig- urði P. Jónssyni kaupmanni, sem allir miðaldra og eldri Svarfdæl- ingar muna vel og setti mikinn svip á umhverfi sitt. Annars segir Valdimar auðvitað mest af sjálfum sér og sinni fjöl- skyldu, við fáum Ijósa mynd af fá- tækt og harðri lífsbaráttu til sveita á erfiðum tímum. En fólkið lifði sínu menningarlífi engu að síður. Sögumaður er unglingur sem sí- fellt hungraði í lesmál, og ná- grannamir lánuðu bækur af mikilli greiðasemi. Valdimar lýsir bóka- fíkn sinni vel og líka því að í þá daga voru bækur álitnar gersemar og farið með þær samkvæmt því. Ein eftirminnilegasta svipmynd bókarinnar er frásögnin af kaupfé- lagsskuld Jóhanns Páls, föður Valdimars, árið 1931. Við uppgjör í ársbyrjun kom í ljós að afurðir búsins höfðu hrapað svo mjög í verði, að Jóhann Páll átti ekki lengur ofurlítið inni, heldur skuld- aði þrjú hundruð krónur. Og ekki var hægt að opna nýjan reikning fyrr en skuldin var greidd. „Þetta hvíldi eins og farg á föð- ur mínum,“ segir Valdimar, „enda mátti sín ekki mikils einn kotbóndi Gamli bærinn í Hreiðarsstaðakoti. Valdimar Jóhannsson ásamt konu sinni, Ingunni Ásgeirsdóttur, úti í guðs grænni náttúrunni. norður í landi andspænis krepp- unni og áföllum hennar. Ferðin aftur heim af fundi úti- bússtjórans á hvítum og köldum vetrardegi hefur áreiðanlega verið þungbær og dapurleg. Eg hef oft sagt að þessi þrjú hundmð króna skuld sé stærsta og uggvænlegasta peningaupphæð sem ég hef kynnst. Síðar átti ég eftir að glíma við margfalt stærri upphæðir, þegar ég fór að fást við bókaútgáfu, en þær komust ekki í hálfkvisti við kreppuskuld föður míns.“ Nágrannar hlupu undir bagga og lánuðu þrjú hundruð krónur til þriggja ára, „en þetta áfall átti drýgstan þátt í því að faðir minn ákvað að bregða búi strax um vor- ið,“ segir Valdimar. - Hér gefur hann okkur innsýn í veruleika kreppuáranna í íslenskri sveit, sem Indriði G. Þorsteinsson átti eftir að lýsa minnilega í sinni ágætu skáld- sögu, Landi og sonum, en hana gaf Valdimar reyndar út á sínum tíma, þótt ekki sé þess getið í bókinni. Foreldrar Valdimars fluttust til Dalvíkur. Ekki undi Valdimar sér vel þar; hann var sveitapiltur og þorpslífið honum andstætt, enda kveðst hann hafa haft óbeit á sjó- mennsku og fiskvinnslu. Hann segir líka að þorpsbúar hafi eink- um virst skemmta sér við að skattyrðast og munnhöggvast. Reyndar gat Valdimar vel svarað fyrir sig. Nokkrum árum síðar, eftir að hann hafði búið um skeið í Reykjavík, vann hann skrifstofu- störf á Dalvík vetrartíma. Honum leiddist og fer hörðum orðum um fólkið í bréfum til unnustunnar sem birtar eru glefsur úr. Smábæj- arbragurinn með sífelldu slúðri um hagi náungans var honum ógeðfelldur. Og ekki þótti honum skrifstofustörfin merkileg iðja. I þeim er manneskjan eins og tann- hjól í vél. „Þetta eru störf sem ekki eru frjálsbomum mönnum sæm- andi,“ segir hann, og fleira í þeim dúr. Þarna eru auðvitað á ferð ungs manns öfgar, blandnar nokkru stórlæti þess sem telur sig hafa meiri andlega burði en allur fjöldinn í kringunt hann. Kafla um Dalvíkurdvöl Valdi- mars 1941 lýkur á frásögn af því að hann finnur hjá sér æ sterkari hvöt til að láta að sér kveða á vett- vangi blaðamennsku og þjóðmála. „Eg vildi stofna blað og hasla mér völl í höfuðborginni upp á eigin spýtur," segir hann. Og það gerði Valdimar mynd- arlega. Annað mál er hvort hann hefur losnað við smábæjarandann. Sannast að segja finnst dreifbýlis- manni sem sest að í Reykjavík enginn skortur á slíkum anda þar, - enda er Reykjavík á vissan hátt eins og ofvaxið þorp! IV Saga Valdimars Jóhannssonar er í rauninni mjög dæmigerð fyrir marga af hans kynslóð. Hann elst upp í fátæku sveitasamfélagi, sem í okkar augum er miklu líkara mið- öldum en nútíma. Það eru til dæm- is minnilegar svipmyndimar af því þegar þessi sveitaunglingur sér í fyrsta sinni vatnssalemi og er boð- in appelsína á Kristneshæli 1931. Svo skammt er síðan nútímalífs- hættir voru teknir upp á Islandi. Ferðalög milli landshluta voru meiri háttar fyrirtæki í hálfvega- lausu landi og er brugðið upp skýr- um myndum af því í bókinni. En um það bil sem Valdimar og jafn- aldrar hans eru að hefja lífsstarfið gjörbreytist þjóðlífið og allt í einu opnast möguleikar til að bæta hag sinn, víkka sjóndeildarhringinn og veita sér eitthvað af lífsgæðum. Áhugi Valdimars á félagsmál- um beinir honum inn á braut stjómmálaafskipta um sinn; hann kemur þar við sögu mestu örlaga- mála þjóðarinnar. Jafnframt þessu grípur hann tækifærið til að þjóna í senn áhuga sínum á bókum og sjá sér farborða ef vel tækist til. Bóka- útgáfa tók fjörkipp á Islandi á stríðsárunum, eins og ýmis önnur starfsemi, og það varð hlutskipti Valdimars að leggja þar fram merkilegan skerf. Ekki síst lagði hann rækt við þjóðleg fræði. Út- gáfubækur hans voru vandaðar að frágangi og þjónuðu vel bæði fróðleiksfýsn lesenda og þörf þeirra fyrir afþreyingu. Hver kann- ast ekki við Aldimar, sagnaþætti Jóns Helgasonar, sögur Guðrúnar Helgadóttur, Enid Blyton og Alis- tair McLean, svo aðeins séu nefnd- ar þær útgáfubækur Valdimars sem víðast hafa farið? Það er forvitnilegt að lesa vand- aða bók um lífshlaup Valdimars Jóhannssonar. Hún sýnir að þessi svarfdælski piltur ávaxtaði vel sitt pund. Hér er kominn enn einn vitnisburður um þau tímahvörf þegar landsmönnum var greiddur vegur úr torfbæjunum til betri húsakynna, úr kreppu og skorti til gnægta og fjölbreytts menningar- lífs.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.