Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1995, Qupperneq 24

Norðurslóð - 13.12.1995, Qupperneq 24
Bæjarfjall Landslag yrði lítils virði efþað héti ekki neitt Ornefni í náttúrunni umhverfis okkur eru óteljandi. Vart finnst sá hóll eða lækur, sú laut eða brekka, það gil eða leiti sem ekki á sér nafn. Þeim fer hins vegar fækkandi sem þckkja þessi örnefni. Öld fram af öld lærðist börnum að þekkja örnefnin í umhverfi sínu nán- ast jafnskjótt og þau lærðu tungumálið. Nú er hins vegar öldin önnur. Náttúran umhverfis okkur hcfur ekki sama vægi í lífi fólks eins og undangenginna kyn- slóða. Það er ekki lengur daglegt brauð manna að huga að fé upp á Hrygg eða að mannaferðum ofn Mýrar og smám saman hverfa þeir af sjónarsviðinu sem þekkja þessi nöfn og þau glcymast um aldir alda. Þorsteinn Skaftason á Dalvík hefur lánað Norðurslóð þessa mynd til birtingar þar sem hann hefur merkt inn örnefni í Bæjarfjalli og á Upsadal. Vonandi verður hún heimamönnum til hvatningar að læra þessi gömlu nöfn og þá ekki síður hvatning þeim sem búa yfír þekkingu á örnefnum að hefja skráningu á þeim, t.d. með þessum hætti. - Sjá nánar á bls 3. Hólshyrna Merkjatunga Bjarkarkolla Dýjahnjúkur Lágafjall Mjóihnjúkur Selhnjúkur Grímudalur Fiáandar Bæjarfij Selhjúksvangi Breiðató "'fe Selstallur Skógarbrekkur Neðsta- 6 skál Kambur Stórhólshlið Reitur A Hryggur Krókhóll Hjallar Dýhall Selhlíð Melrakkadalur Beitarhúsahólar Þórðar enni jÍS**' Selmýrar Selhóll \ TímamóT Andlát Þann 22. nóvember andaðist á Borgarspítalan- um í Reykjavrk Danícl Ágúst Daníclsson fyrrverandi héraðslæknir í Árgerði á Dalvík. Daníel fæddist að Hóli í Onundarfirði 21. mar 1902. Foreldrar hans voru Daníel Bjama- son smiður og útvegsbóndi og kona hans, Guð- ný Kristín Finnbogadóttir. Þau bjuggu lengst á Suðureyri við Súgandafjörð en fluttust til Reykjavíkur 1930. Daníel var næstyngstur sex systkina en af þeim lifir nú aðeins yngsti bróðirinn Finnur sem var skipstjóri og býr nú á Akureyri. Hin voru: Guðrún, ljósmóðir, Guðmundur Jón, vélstjóri, Berta, húsfreyja, og Bjami, vélstjóri. Daníel hóf læknisnám í Bandaríkjunum en lauk kandidatsprófi frá Háskóla Islands 1935. Næstu árin var hann héraðslæknir á ýmsum stöðum, svo sem Hesteyri og Siglufirði, en árið 1944 fékk hann veitingu fyrir Svarfdælalæknishéraði með aðsetri á Dalvrk og gegndi því embætti til 1972 þegar hann lét af embættisstörfum fyrir aldurs sakir. 10. júní 1938 gekk Daníel að eiga Dýrleifu Friðriksdóttur ljós- móður frá Efri-Hólum í Norður-Þingeyjarsýslu. Böm þeirra eru Guðný, læknir, Friðrik, efnaverkfræðingur, og Bjarni, fram- kvæmdastjóri Norræna menningarsjóðsins. Áður hafði Daníel eign- ast Hörð Rafn, framkvæmdastjóra. Þau Dýrleif byggðu sér hús í Árgerði og bjuggu þar upp frá því. Dýrleif lést í júní í fyrra en eftir það bjó Daníel einn í húsinu. Daníel var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 1. desem- ber. Hans er minnst á bls. 2 hér í blaðinu. sem/rr oáuwt, oy oasw/a/nö/wum um /anda//t /estut ós/ur umnjt/eot/equó/ oyu/a/u/'//t /ioma/ic/i ár Skírnir 18. nóvember var Kolbeinn Höður skírður á heimili sínu, Brim- nesbraut 21 á Dalvík. Hann fæddist 9. júlí 1995. Foreldrar hans eru Yrsa Hörn Helgadóttir (Þorsteinssonar) og Olafur Ragnarsson. 25. nóvember var Anna Rósa skrrð í Dalvíkurkirkju. Hún fæddist 4. nóvember 1995. Foreldrar hennar eru Ragnheiður Valdimars- dóttir (Bragasonar) og Amar Már Amþórsson (Angantýssonar), Dalbraut 6 á Dalvík. XT * - , •„ Norðursloð arnar heilla. Svarfaðardalur-Akureyri: Barn fæddist í sjúkrabíl Ferðafélag Svarfdæla Fjölskyldan á Steindyrum: Hjálmar, Gunnhildur og strákarnir þrír, Her- bert, Jön Bjarki og litli bróðir. Að sögn Ásu sýndu foreldramir aðdáunarverða stillingu enda Gunnhildur sjálf útlærð björgunar- sveitarkona og búin að halda nám- skeið fyrir björgunarsveitarmenn á Dalvík í fæðingarhjálp. „Við áttum hreint yndislega stund saman þarna í bílnum,“ sagði móðirin í samtalið við blaðið. „Bæði Ása og Leifur eru góðir vinir okkar og ég vissi að ég var í öruggum höndum. Bíllinn er lrka mjög vel tækjum bú- inn svo það var engin ástæða fyrir mig að óttast." KaRLAKÓR DaLVÍKUR Þann 1. desember hélt Karlakórinn tónleika í Dalvíkurkirkju. Á efnisskrá voru ýmis sönglög, langflest íslensk og sum útsett sérstaklega fyrir kórinn. Húsfyllir var í kirkjunni og gerðu áheyrendur mjög svo góðan róm að söng kórsins. Einnig söng Már Magnússon nokkur lög á tónleikunum. Undirleikari var Helga Bryndís Magnúsdóttir en stjórnandi kórsins er Jóhann Ólafsson á Ytra-Hvarfi. Aðfaranótt 23. október sl. fædd- ist hjónunum á Steindyrum, Gunnhildi Gylfadóttur og Hjálmari Herbertssyni, 15 marka sonur við óvenjulegar aðstæður í sjúkrabíl á leið til Ak- ureyrar. Atburðarásin var í stuttu máli með þeim hætti að kl. hálffjögur um nóttina vaknaði Gunnhildur upp með fæðingarhríðir, vakti bónda sinn og sagði honum hvers kyns væri. Eldri drengimir tveir voru fljótir í heiminn á sínum tíma og því beið Hjálmar ekki boðanna og hringdi hið snarasta í sjúkrabíl. Leifur Harðarson sjúkrabílstjóri var rétt kominn frá því að keyra aðra konu á fæðingardeildina og mæltist þeim svo til að þau hjónin legðu af stað frá Steindyrum en Leifur kæmi á móti þeim. Hafði hann svo samband við Ásu Mari- nósdóttur heilsugæsluljósmóður í Kálfsskinni og beið hún inni á Strönd eftir sjúkrabflnum. Veður var hið versta, hvass skafrenningur og hálka á vegum. Á Holtsmóunum mættust bílamir og þau hjónin skiptu urn bfl. Sjúkra- bflnum var snúið við en vegna slæmra akstursskilyrða var ekki ekið greitt. Á Ströndinni var veðrið sérstaklega slæmt en þar beið Ása og slóst í förina. Ása sér fljótt að ekki muni bfll- inn ná til Akureyrar svo hún biður Leif að leggja bílnum og koma til að aðstoða við fæðinguna. Leifur leggur bílnum við afleggjarann að Fagraskógi og að nokkrum mínút- um liðnum er bamið fætt, sprækur og fallegur drengur, en útifyrir ólmaðist stormurinn. Þá vantaði klukkuna fimm mínútur í fimm og hálfur annar tími tæpur frá því hríðimar hófust. Vetrardagskráin ákveðin Ferðafélag Svarfdæla hélt aðal- fund sinn þann 23. nóvember sl. Þar var lögð fram vetraráætlun félagsins sem hljóðar á þessa leið: Mánudagur 1. janúar kl. 13.00 Gönguferð fram í Stekkjar- hús. Sunnudagur 4. febrúar Skíðagönguferð um Frið- land Svarfdæla með áningu í Hánefsstaðareit. Laugardagur 2. mars Skíðaferð niður Skíðadal frá Hnjúki eftir fjallshlíð niður í Hofsá. Laugardagur 6. apríl Skíðaferð kringum Skjöld- inn, frá Atlastöðum fram Skallárdal í gegnum Hvarf- dalsskarð og Sandskarð niður Sandárdal. Sunnudagur 5. maí Skíðaferð frá Ólafsfirði til Siglufjarðar úr Skeggja- brekkudal. Eins og áður er fyrsta helgi hvers mánaðar ferðahelgi hjá fé- laginu en ef veður eða annað haml- ar er stefnt á næstu helgi á eftir. Sem fyrr reynir félagið að bjóða upp á ferðir við hæfi sem flestra, bama og fullorðinna. Sú hefð hefur skapast að hefja árið með ferð í Stekkjarhús og er að jafnaði mjög góð mæting í þær ferðir enda má líta á þær sem nokkurs konar hreinsun andans og fagurt fyrirheit fyrir komandi ár. Boðið verður upp á kaffi í Stekkjarhúsum. Upplýs- ingar um ferðir má fá hjá formanni í síma 466-1554. SÓLIN ER FARIN í FRÍIÐ SITT Myndin er tekin af síðustu sölargeislum ársins í miðsveitinni 29. nóvember kl. 13.35.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.