Norðurslóð - 15.12.1999, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ —5
Júlíus
Kristjáns-
son
skrifar
Jón Stefánsson.
Rósa Þorsteinsdóttir.
Kristján E. Jónsson.
Þórey Friðbjörnsdóttir.
Aldarafmæli Nýjabæjar
(Jónshúss)
Fyrsta íbúðarhúsið
á Dalvík sem byggt var
úr öðru en torfí og grjóti
að mun hafa verið um áramótin
1898-99 sem Jón Stefánsson í
Nýjabæ á Böggvisstaðasandi hóf
undirbúning að byggingu að nýju
íbúðarhúsi úr timbri fyrir sig og
konu sína, Rósu Þorsteinsdóttur, ásamt
börnum þeirra hjóna. Nýja húsinu var valinn
staður aðeins ofar, eða fjær Sandgerðistjörn-
inni en gamli torfbærinn Nýibær stóð.
Kirkjusmiður
Jón Stefánsson var ekki nýgræðingur í smíði
timburhúsa, því árið 1892 byggði hann
Tjarnarkirkju í Svarfaðardal, ásamt öðrum
lagtækum mönnum. I afmælisriti sem gefið
var út í tilefni 100 ára afmælis kirkjunnar ár-
ið 1992 segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt
um sérkenni hennar:
“Tjamarkirkja ber svarfdælsk einkenni.
Timburklæðning veggjanna setur mjög
ákveðinn svip á kirkjuna. Lóðréttu böndin,
sem klæðningin er felld í, skiptir veggjunum
í reiti og lóðréttu homaböndin mynda eins-
konar flatsúlu. Ekkert annað hús hér á landi
ber samskonar klæðningu. Ekki er auðvelt
að geta sér til um ástæðu þess að Tjarnar-
kirkja hefur fengið öðruvísi klæðningu en
öll önnur hús. Ef til vill hefur kirkjusmiður-
inn hreinlega ætlað sér að móta útlit kirkj-
unnar á sérstakan hátt, og ef svo er, þá hefur
honum vissulega tekist vel til.”
Ennfremur getur Hjörleifur þess að mis-
tök hafi orðið í efnisútvegun, þ.e. að borð-
viður hafi orðið of stuttur:
Þá hefur smiðurinn þurft að finna snjall-
ræði til þess að nýta efnið án þess að útkom-
an yrði klaufaleg. Ef þetta hefur verið raunin
þá hefur honum líka tekist vel upp.
Já, Hjörleifur arkitekt telur að mistökin
hafi legið í því, að borðviður hafi orðið of
stuttur. A þessum tíma gátu smiðir ekki
hringt eða hlaupið í næstu timbursölu eftir
réttum Iengdum af trjáviði. Heimildir hef ég
fyrir því að heima á Tjöm stóðu menn við
veturinn áður en kirkjusmíðin hófst og flettu
rekaviði í frosti og kulda. Hvaðan sem sá
viður hefur komið er hæpið að réttum lengd-
um hafi skolað á fjömr safnaðarnefndar
Tjarnarsóknar og því hafi smiðirnir orðið að
láta sér nægja það er til féll. En þeir er þar
söguðu eða flettu vom auk Jóns Stefánsson-
ar, Gísli Jónsson á Hofi og Jón Þórðarson frá
Hnjúki.
Bygging Tjamarkirkju vitnar um hagleik
Jóns Stefánssonar við húsasmíðar.
Bygging Nýjabæjar
Árið 1899 reis hið nýja hús af grunni og
hlaut það nafnið Nýibær eins og það gamla.
Jón var yfirsmiður verksins en Þorsteinn
sonur hans smíðaði þó alla gluggana og voru
þeir smíðaðir úr svokölluðum rauðviði.
Nýibær eða „Jónshúsið" eins og það var
ætíð nefnt, stundum aðeins „Húsið“, var tví-
lyft, portbyggt með háu risi á hlöðnum
grunni. Það var strax jámvarið. Flatarmál
þess er 9 xl2 álnir eða 5,7 x 7,6 metrar.
Vegna þess að lítið rými reyndist í kjallara
tók Jón það til bragðs, nokkrum árum síðar,
að lyfta húsinu af grunni og steypa rúmgóð-
an kjallara undir það. Anton Antonsson, frá
Hamri, sem viðstaddur var og sá til Jóns við
framkvæmdina, sagði undirrituðum, að
snilldarlegt hefði verið að sjá hversu verk-
lega smiðurinn hefði lyft húsinu við þær
fmmstæðu aðstæður sem þá voru fyrir
hendi. Þar kom aðferðin með vogstöngina
að góðum notum. Notuð voru rekatré og
nægjanlegur mannskapur.
Við þessar breytingar varð til stór
geymsla sem síðar var breytt í eldhús og búr
inn af því. Þá kom rúmgott smíðaverkstæði
og eldiviðargeymsla undir stiga sem lá upp á
miðhæð. Á miðhæðinni var fyrsta pósthúsið
á Dalvík starfrækt. Jón Stefánsson var póst-
hirðingarmaður frá lokum nítjándu aldar allt
til áramóta 1932-33 og þá að sjálfsögðu með
póstþjónustuna í sínum húsum. Herbergja-
skipan er enn um margt óbreytt í húsinu í
dag, þó er kominn nýr og rúmbetri uppgang-
ur á rishæð og steyptur stigi niður í kjallara.
Þá er eldhús þar sem áður var póstafgreiðsla.
Að ytra útliti er allt eins og í upphafi nema
nú eru útitröppur steyptar þar sem áður voru
trétröppur upp á miðhæðina.
Laust fyrir 1930 voru settar fyrstu vatns-
miðstöðvamar í tvö hús hér á Dalvík og var
Nýibær annað þeirra en hitt var Árgerði,
íbúðarhús Sigurjóns Jónssonar læknis. í
Nýjabæ var mjög stór kolakynt eldavél af
gerðinni „Mörse", en síðar var sett olíu-
kynding í vélina og pottofnar í hvert her-
bergi og eru þeir enn í notkun. I september
1969 var Nýibær tengdur Hitaveitu Dalvíkur
og var þá sama miðstöðvarkerfið notað
áfram. Gluggar eru þeir sömu og frá upphafi
en á árinu 1992 var sett í þá svokallað verk-
smiðjugler, eða tvöfalt einangrunargler og
við þær breytingar var hvergi hægt að finna
fúa í gluggum.
Kirkjurokið
í sögu Dalvíkur segir Kristmundur Bjarna-
son eftirfarandi:
Að morgni 20. september árið 1900 var
vestanstormur með tveggja stiga hita. Þegar
fullbjart var orðið herti storminn og fór hann
vaxandi til nóns og gerði fárviðri hið mesta
sem elstu menn mundu til. Reif þá víðast af
heyjum og húsum. Kirkjurnar á Urðum og
Upsum fuku báðar og brotnuðu í spón.
Vallakirkja skekktist á grunni og gekk suð-
urhlið hennar frá en Tjarnarkirkja laskaðist
lítið. Einn fiskibátur fauk. Timburhús á
Rauðuvík fauk á sjó út og létust tvö börn.
Kári frá Siglufirði fórst í Vesturál og tólf
hákarla og fiskiskip á Akureyri rak út Odd-
eyrarbót innanverða og sködduðust meira og
minna. Mætti svo lengi telja. Jónshúsið var
raunar ekki fullfrágengið, óvíst um styrk-
leika þess í slrku fárviðri. Hjónin (Jón og
Rósa) brutust með börnin út í Sandgerði (þá
torfbær), því að hætta þótti á að húsið kynni
að lyftast af grunni þá og þegar, þótt dyggi-
lega væri fest niður á hornunum sem sneru
til suðvesturs en það var hættulegasta vind-
áttin. En húsið stóðst þessa þolraun.
Sögur segja að höfuðsmiðurinn sjálfur
hafi, eftir að þau hjón höfðu komið börnun-
um fyrir í Sandgerði, farið suður í Nýjabæ
og dvalið þar meðan hið illræmda „kirkju-
rok“ stóð yfir, mest til að sýna fram á þá trú
sem hann hafði á eigin smíði. Einnig er talið
að Jón Stefánsson hafi viljað sýna fram á að
hægt væri að búa í öðrum híbýlum en lág-
reistum torfbæjum.
Athvarf í blíðu og stríðu
íbúðarhúsið Nýibær á sér þannig marg-
slungna og á stundum viðburðarrfka sögu.
Þar hefur margur maðurinn átt heimilisfesti
um lengri eða skemmri tíma og mörg nýgift
hjónin hafið sína fyrstu sambúð. Þar má til
dæmis nefna Jónínu og Júlíus Björnsson í
Sunnuhvoli og þar fæddist Egill, fyrsta barn
þeirra, Ráðhildi og Pál Friðfinnsson á
Hrafnsstöðum, Guðrúnu og Snorra Sigfús-
son fyrrverandi námsstjóra, Eyvöru og Stef-
án Jónsson á Brimnesi og þar fæddist Sverrir
sonur þeirra og foreldra mína, þau Þóreyju
Friðbjömsdóttur og Kristján Jónsson. Þess
eru dæmi að í Nýjabæ, sem að flatarmáli er
aðeins 43 fermetrar að grunnfleti, hafi búið
allt að fjórar fjölskyldur samtímis eða um
tuttugu manns.
Árið 1908 gekk hér á Dalvík taugaveiki-
faraldur. íbúar Nýjabæjar fóru ekki varhluta
af þeirri illvígu veiki. Húsið var sett í sóttkví
frá aprílmánuði til september og var þá eins-
konar stofufangelsi 13-14 manna. Það má
því segja að Nýibær hafi gegnum öldina
fóstrað margt manna og verið athvarf fólks í
blíðu og stríðu.
Á smíðaverkstæðinu í kjallara hússins
stundaði Jón margskonar smíðavinnu enda
maðurinn þekktur hagleiksmaður við slík
störf. M.a. smíðaði Jón líkkistur um látna
samborgara sína. Gamansaga er til af því
þegar Jón var við kistusmíði í kjallara sínum
og brá sér í mat að góðvin hans og sam-
ferðamann Anton Árnason frá Hamri, bar
að. Anton vék sér beint í kjallarann og sá
hvar nær fullbúin kista stóð opin á kjallara-
gólfinu. I stráksskap sínum lagðist hann flat-
ur í kistuna og beið smiðsins. Er Jón kom að
vinnu varð honum hverft við er Anton reis
upp úr kistunni og sagði: „Nonni minn, þú
hefur hana aðeins rýmri fyrir mig“.
Árið 1934 eignaðist Kristján Eldjárn,
sonur Jóns og Rósu, Nýjabæ og var það í
eigu þeirra hjóna, Kristjáns og Þóreyjar, þar
til þau létust árið 1976 og 77. Frá þeim tíma
hefur húsið verið í eigu þriggja bama þeirra,
Jónu, Júlíusar og Friðbjöms.
Nú hefur Nýibær fengið miklar og góðar
endurbætur á aldar afmæli sínu. Á síðast-
liðnu sumri var skipt um alla járnklæðningu,
bæði á þaki og veggjum. Einangrun var end-
urnýjuð og sömuleiðis umgjarðir um glugga,
dyr og vindskeiðar á stöfnum og kvistum. Þá
var skipt um glugga í kjallara.
Lokaorð
Söfnun hvers konar menningarverðmæta
hefur skipað mikilvægan sess í menningar-
lífi Dalvíkurbyggðar á síðari árum. Um það
vitnar ágætt byggðasafn að Hvoli ásamt
gögnum Héraðsskjalasafns Svarfdælinga.
Varðveisla gamalla húsa hefur hins vegar
ekki staðið ofarlega í forgangsröð bæjaryfir-
valda þrátt fyrir að enn séu uppi hús hér á
Dalvík sem risu af grunni í upphafi aldarinn-
ar. Mörg hafa orðið fyrir barðinu á eyðingar-
öflunum og skammt er síðan Dalvfkingar
máttu sjá á eftir einu af elsta húsi byggðar-
lagsins burtu af staðnum án þess að nokkuð
væri gert til að finna því nýjan stað eða hlut-
verk í bænum. Þá er ömurlegt að horfa upp á
stór og myndarleg hús á þeirra tíðar mæli-
kvarða bíða þess eins að verða eyðingaröfl-
unum að bráð og engar tilraunir gerðar til að
spyrna við fótum.
En þess ber einnig að geta sem vel er gert.
Fyrir fáum árum síðan höfðu Kiwanismenn
á Dalvík frumkvæði að því að láta skera út í
tré nöfn þeirra gömlu húsa sem enn standa
og festa utan á þau í stað götunúmera. Sýndu
þeir þannig þessum gömlu húsum og mann-
lífi fym tíðar virðingarvott sinn. Þetta var
vel til fundið og minna nöfnin á þá daga er
Dalvík var aðeins lítið sveitaþorp sem ekki
hafði formlegt gatnakerfi né götuheiti. En
betur má ef duga skal. Islensk húsagerðarlist
og byggingarsaga er hluti menningarsögu
þjóðarinnar. Hverjum núlifandi íslendingi er
hollt að fræðast um þessa sögu, um kjör
fólks fyrr á tíð og þær breytingar sem orðið
hafa í aðbúnaði og lífsháttum. Það væri dýr-
mætt fyrir byggðarlagið Dalvík, ef tök væru
á, að varðveita gömlu húsin komandi kyn-
slóðum til íhugunar um óðal feðra sinna og
ekki siður uppruna.
Júlíus Krist jánsson