Norðurslóð - 15.12.1999, Síða 7
N ORÐURSLÓÐ — 7
;fj i
■
1
I
Lauga í baðstofunni á Uppsölum.
Baðstofulíf í lok 20. aldar.
- Skammdegisheimsókn til Laugu á Uppsölum
Það má segja að bærinn hennar Laugu falli inn í landslagið og grenitréð gerir
hann óneitaniega dálítið jólaiegan.
Lauga ber á borð heitt kakó fyrir feðgana.
Guðlaug Kristjánsdóttir
á Uppsölum er að öll-
um líkindum ein örfárra
íslendinga sem enn býr
í torfbæ. Bærinn sem raunar er að-
eins baðstofa stendur fast aftan við
Uppsalabæinn og er byggður fyrir
aldamót. Vitanlega hefur baðstofa
þessi verið endunýjuð í gegnum
tíðina, lappað upp á loft og þil, sett
á hana bárujárnsþak, skarsúðin
gamla vikið fyrir nýrri klæðningu
og þar fram eftir götunum en að
stofni til er húsið hið sama og fyrir
aldamót. Undirritaður bauð sér
þangað í aðventuheimsókn nú á
dögunum og tók drengi sína með
svo þeir mættu kynnast þessari
merkilegu konu í þessu merkilega
húsi.
Það verður að viðurkennast að
hálfpartinn átti ég von á dimmum
moldarbæ og sagga en raunin var
önnur. Innanstokks minnti allt
fremur á ævintýri úr fortíðinni en
hversdagsleika nútímans. Stofan
er hlý og vistleg þótt úti geysi
grimmdarvetur. Ur loftinu hangir
gamall olíulampi en í honum logar
rafmagnsljósapera og veitir birtu
um stofuna. Þil og veggir eru þétt-
setin myndum, ljósmyndir af ætt-
mennum, gamlar myndir úr fortíð-
inni og kynstrin öll af útsaumuðum
veggmyndum sem vitna um að
sjaldan er setið auðum höndum í
þessu húsi. Fátt er um nútímaþæg-
indi, þó er rafmagnseldavél úti í
homi og útvarpsmalandi í loftinu
en ekki er hér sjónvarp og salemið
er í hinum bænum.
Eg hafði gert boð á undan okk-
ur. Lauga sagði að við værum að
sjálfsögðu hjartanlega velkomnir
en alveg af og frá að hún færi að
láta taka við sig viðtal. Hún hefði
svo sem ekki frá neinu að segja.
Drengimir hafa á orði að það sé
jólalegt um að litast í stofunni.
Jólasveinn stendur á borði, klappar
saman höndum og spilar jólalög
vilji maður það við hafa, og ekki
spillir kakóilmurinn stemmning-
unni þvi ekki höfum við setið lengi
áður en Lauga hefur töfrað fram
heitt kakó og margar sortir af kök-
um sem við notfæmm okkur óspart.
Hún segir okkur frá bemskujólum
sínum í þessari sömu baðstofu.
Þarna voru allt upp í 17 manns í
heimili þegar hún var að alast upp
og þrengslin mikil. Þá var að vísu
framhús með hlóðaeldhúsi og þar
var kompan þar sem Eiríkur Páls-
son hafði prjónavélina á sinni tíð.
Hann prjónaði fyrir fólk og fékk af
því viðumefnið prjóna-Eiríkur.
Framhúsið hrundi allt meira eða
minna í jarðskjálftanum 1934 og
mesta mildi að ekki urðu slys á
fólki því margir voru inni við. I þá
daga var ekki mikið um skemmt-
anir nema þá helst kirkjuferðir.
Jólamessurnar í Vallakirkju standa
Laugu ennþá ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum. Birtan og ljósadýrð-
in í kirkjunni var eins og í himna-
ríki og þá var söngurinn ekki síður
himneskur. Þó var þetta bara kerta-
lýsing og þætti sjálfsagt frekar
dauf nú á dögum en samanborið
við fátæklegt ljósmetið heima var
svo sannarlega bjart í kirkjunni. Þá
var kirkjukaffið hjá frú Sólveigu
eftir jólamessuna ekki síður
ógleymanlegt. Séra Stefán og frú
Sólveig voru annáluð fyrrir gest-
risni og eftir messu var öllum
kirkjugestum boðið að þiggja veit-
ingar. Frú Sólveig bauð ævinlega
upp á heitt súkkulaði og það var
sko alvöru súkkulaði en ekkert
kakósull. Á gamlárskvöld var aft-
ansöngur og þegar klukkunum var
hringt þá fengu krakkarnir að
halda um klukkustrengina. Margt
fleira segir Lauga okkur á meðan
við stöldrum við og við hlýðum á
frásagnir hennar í andakt. Fortíðin
verður allt í einu svo nálæg í þess-
ari baðstofu sem hefur að geyma
sögu heillar aldar. Strákarnir verða
hátíðlegir og tala í hálfum hljóðum
en brátt verðum við að kveðja
þetta ævintýrahús. Áður en við
förum gefur Lauga strákunum
ópal. Þeir hafa orð á því á heim-
leiðinni að hún sé alveg ótrúlega
góð kona. Þessari heimsókn mun-
um við örugglega aldrei gleyma.
hjhj
Ljóðagetraun
Norðurslóðar
1999
1. Hvar er angan engu lík?
2. Hvað fann eg seinna, með söknuði?
3. Hvenær urðu hin fegurstu blóm alslaus og tóm?
4. Hvar angar blómabreiða?
5. Hverjir syngja á sólskininu, og verða grænir aft-
ur?
6. Hvert horfir þú steinda dís?
7. Til hvers leitaði eg blárra blóma?
8. Hver gekk djörf og hraust mót þrautum sínum?
9. Hverjir safna auð með augun rauð?
10. Hvað kom aftur að morgni til mín?
11. Hvar heyrast kynleg hljóð á kvöldin?
12. Hver sér Skugga-Baldur skunda hjá?
13. Hvar situr Tumi yfir ánum?
14. Hver rann í sefgrænan sæ?
15. Hvernig hefi eg svo margan morgun vaknað?
16. Hver unir sæl við sumardýrð?
17. Hvað gleymist aldrei meðan lífs eg er?
18. Hvað var blettur á hetjunni, manninum.
19. Hver lá sálaður á síðu?
20. Hver átti kofa í skóginum?
21. Hvað glæðir lýðsins hjörtu?
22. Hverjir hlýða hreystikallinu enn?
23. Hvað bergmálar í huganum enn?
24. Hverjum vil eg þúsundfaldar þakkir gjalda?
25. Hver svífur úr suðrænum geim?
Eins og venjulega þurfa ráðningar að berast fyrir 15.
janúar n.k. Góða skemmtun.
...Og botnið nú!
Norðurslóð lýsir eftir botnum við eftirfarandi fyrriparta
1. Það má segja um þessa öld
þegar upp er staðið...
2. Spá í veðrið vitringar;
veðurspámenn Dalbæjar...
3. Allt er hérna orðið breytt
Ekkert KEA lengur...
...og botni nú hver sem betur getur.
Bókmenntagetraun
Norðurslóðar
Úr hvaða íslensku bókmennta-
verkum eru þessar persónur
ættaðar? Nefnið einnig höfund-
inn.
1 Sigríður í Tungu.
2 Anton hárskeri
3 Þorgeir Hávarsson
4 Ólafur sauðamaður
5 Steinn Elliði
6 Amma Dreki
7 Kári Sölmundarson
8 Guðmundur Andrésson
9 Afi á Knerri
10 Grjóni heyrnarlausi.
11 Ólafur fíólín
12 Gussi á Hrauni
13 Ketill skrækur.
14 Séra Sigvaldi.
15 Fiumbra.
Sendið inn
lausnir
- og vinnið eigulegar bækur
Þeir sem senda inn lausnir á getraunum Norðurslóðar - kross-
gátu, myndagátunni, Ijóðagetraun, bókmenntagetraun og
seinnipörtum - fyrir 15. janúar 2000 geta átt von um vinning.
Dregið verður úr innsendum lausnum og hljóta þeir heppnu
bækur að launum. Nöfn vinningshafa verða birt í janúarblaði
Norðurslóðar 2000.