Norðurslóð - 15.12.1999, Page 9

Norðurslóð - 15.12.1999, Page 9
NORÐURSLÓÐ —9 í kassanum er fleira en tólg Jakob Tryggva- son og Unnur Tryggvadóttir á brúðkaupsdag- Imars síðastliðnum lést Jakob Tryggva- son organleikari frá Ytra-Hvarfi. Var hans verðuglega minnst í Norðurslóð fyrr á þessu ári. Hann var kvæntur Unni Tryggvadóttur, sem ólst upp á Völlum. Unnur lést árið 1987. Þau Jakob og Unnur voru bæði fædd árið 1907. Upp úr kössum og kimum sem þau skildu eftir sig hefur eitt og annað skemmtilegt og fróðlegt komið í ljós eins og sjá má af þeim bréfum sem hér birtast. Jakob stundaði nám í Samvinnuskólanum í Reykjavík og sótti um leið tíma í orgelleik. Bjó hann hjá móðursystur sinni og greiddi fyrir sig með kræsingum að heiman, sem ekki hefur þó verið auðvelt að koma á áfangastað, eins og sést á kafla úr bréfi frá Tryggva föður hans: „ Ytra Hvaifi 9/10 1927 Góði Jakob minn! Af því sem ferð verður núna til Dalvíkur að ég held svo snemma að þetta nái í „Esju“ þá ætla ég að skrifa þessar línur. í fyrradag fór ég með flutninginn til þín ofaneftir,. það sem sent er eru: Hálftunna með kjöti; og önnur með slátri. 2 pokar af kartöflum og kassi með tólg í alls 5 stykki merkt (A.S. Reykjavík) I kassanum er þó fleira en tólg, bæði eru þar sokkar til þín, smjörbiti, þó lítill sé, 3 magálar og bréfmiði sem segir um þyngd þess sem sent er hér heima vigtað. En þenn- an miða sendi ég til þess að ekki bregðist að þið vitið strax um þetta og getið vitjað þess á afgreiðsluna.i því sjálfsagt þarf að slá upp báðar tunnurnar og þæta á þær pækli og sýru eða vatni, þó þær verði ekki búnar að leka öllu. En svo biðjum við þig að koma með ílátin aftur og tunnuna frá Ólafi gamla þyrftum við að fá þá líka ef ekki verður fyr. (( Á þessum árum voru flutningar með öðr- um hætti og erfiðari en nú. Við fundum sögu af því þegar Hvarfsbóndinn loksins keypti almennilegt hljóðfæri fyrir tónelsk böm sín. „Ytra Hvarfi 9/3 1930 Elsku Jakob minn! Ég sagði þér í símanum á þriðjudaginn að ég hefði altaf ætlað að skrifa þér, og er ég nú að hugsa um að senda þér örfáar línur og segja þér frá hvemig fór með orgelið. Ég bjóst varla við þegar þú sagðir mér að það væri komið úteftir að mögulegt yrði eins og þá var að koma því óskemmdu heim, og varla neinneiginn því þá var áin auð ofan hjá Sökku. Þó fór ég að hugsa um þegar ég var kom- inn út á Völlum að reynandi kynni að vera að fá 4 menn með sleða til að aka því fram að austan en yfir Hánefsstaðavilpuna var fært á ís og aka svo á rauðu langa kafla og á ísjaka- hröngli sem allsstaðar var alveg upp í börð. Og talaði ég um það við Stebba í Gröf sem var nýkominn af Dalvík og hafði gripið í orgelið sem komið var þá inn á kontor hjá Baldvin. Bjóst hann við að takast mundi að aka því, og ætlaði eitthvað að hjálpa þar á parti, ef ég færi. En frost það sem var þann dag mátti ekki minnka ef takast ætti að aka. En um nóttina þiðnaði og sá ég ekki til neins að leggja af stað með sleða en áin í nokkrum vexti. Sendi ég þó til Sigvalda í Hofsárkoti og fékk hann til að fara með mér, og Jóhanni litla, með vagn og Skol fyrir. Fórum við seint og komum til Dalvíkur undir sólsetur, en þegar ég sá verkfærið leist mér ekki betur á. Éyrst og fremst var ómögulegt að hafa það á vagninum nema standandi, og var þá orðin æðimikil yfirvigt á hlassinu, en klaki á braut- inni hingað og þangað og neðan við Hrapp- staði skafl á henni á löngum parti og hann mikið hallandi, en verst leist mér á að koma því þó nokkursstaðar inn ef það kæmist heim. Þó létum við það á vagninn í kassanum og reyrðum niður og negldum slár úr vagn- inum í kassann svo ekkert gæti hreyfst, Fylgdi svo Jóhann bróðir minn okkur suður fyrir skaflinn hjá Hrappsstöðum og gekk það vel, þurfti bara að styðja vel við. Úr því var gott fram í Grundarskriðu en úr því fór að versna, bæði hafði lækurinn rifið ræsi í hana í leysingunum og svo er hún aldrei góð. Var þá líka komið myrkur. Samt héldum við áfram og studdum við, en yfir ána varð það að sjá um sig sjálft, og meira til því ég varð að standa á kjálkunum framan við það og skorða mig með herðarn- ar við það, var þá stundum nærri að það senti mér á hausinn ofan í ána þegar skrykktist á steinunum. Þó varð alt slysalaust yfir, en þegar kom á bakkana og einkum í eyrarnar fór að láta svo illa í því að ég helt það væri farið að skrölta laust innaní kassanum og hlyti að stórskemmast. En ekki var um annað að gera en koma því heim því þá var útlit að verða rigningarlegt. Þegar heim kom opnaði ég kassann með þeirri vissu að sjá það alt gráskjöldótt og jafnvel brotið, og er ég hræddur um að Jó- hann hafi búist við einhverju svipuðu. En sem betur fór var það ekki þó hafði annar gaflinn núist ofboðlítið að gljáinn var af á bletti. En þá var eftir að koma því inn. Gekk vel inn í bæjardyrnar, en þá fór að þrengjast en mér þótti gott að koma því þó undir þak. Samt mjökuðum við því inn að búrdyrum en á einum stað komst það örlítið við á steini. Nú var ekki hægt að komast lengra því þá stoppaði við á fótaskörunum, og varla hugs- anlegt að það kæmist milli stafanna innan við búrið. Þó fékk ég mér áhöld að höggva úr stafn- um fyrir skörunum og byrjaði á því en datt þá í hug að losna við þær, skrúfaði ég þá hjörin af þeim og skaut þeim inn í orgelið. Varð þá ekki stand á þeim en þó fylti það út dyrnar bæði upp og niður, og til hliðar svo að valla hefði orðið komið hnífsblaði milli þess og stafsins. Nú var komið inn undir bað- stofudyr, en þá var líka alveg stopp því bæði fyllti það þær upp á víddina og hæðin var meiri en svo að nokkur von væri að koma þvf inn vegna trappanna. Nú var því ekki um neitt að gera annað en að velta því á hliðina ef það yrði þá hægt þarna í þrengslunum; það heppnaðist okkur, og á þann hátt slapp það inn á baðstofugólfið. Veit ég hreint ekki hvort ég legði í að koma því út aftur, að minnsta kosti vildi ég ekki áSyrgjast að það færi óskemmt út. Þótti okkur mikið betur þegar það komst þó inn, og beið Jóhann ekki boðanna að vita hvort það væri ekki kostað innan. En það varð eins og hitt að ekki var þar neitt komið aflaga, og spilaði hann á það fullum fetum, og þótti áreiðanlega skárra en það gamla. Þá er nú ferðasagan á enda. Útlit þess líkar mér vel og hljóðið við- felldið, en í fullum krafti er það óþarflega sterkt hér inni, og fyrirferðin er ofvaxin hús- inu enda byggir það út speglinum og gamla greiið varð að fara úr sínum stað og er nú fyrir framan. Prjónavélina býst ég við að verði líka að flytja, því það setur kviðinn nærri að henni. Ekki veit ég hvernig gengur með borgun- ina, en héðan af er ekkert að fást um það. Ég get búist við þó þeim Þorst. og Kristj. væri sagt að taka það aftur þá hvorki kærðu þeir sig um það né heldur hlypu með það út á svipstundu....“ Ekki vitum við hvort það var vegna erfið- leika við að ferðast milli bæja eða annarra farartálma að Jakob dró það að biðja sér konu, a.m.k. fannst ónefndu skáldi hann hafa dregið bónorðið meir en góðu hófi gegndi. Upp úr kassanum koma heilræði til Unnar á Völlum um hvemig hún eigi að bera sig að við að krækja í strákinn á Hvarfi. Eg get ei lengur liðið það mín Ijúfa, að svonafari áfram enn enda mun hann fara senn. En afþví hann er ógurlega feiminn, og vonlítill, þá virðist hann þig vilja forðast sem hann kann. Afþessu mun hann þráfaldlega gráta og biðja um styrk og þor og þrótt þín svo geti beðið fljótt. En hans þor mun ávallt vilja bregðast, nema þú hjálpir honum til, og hér á leggja ráð ég vil. Fram í Hvarfþú ríða skalt sem skjótast erindið þarfekki neitt efeftir mínu ráði er breytt. Hnífeða skjæri hafa skaltu með þér og er þú kemur Hvaifs á börð kliptu á þína söðulgjörð. Þú berð að dyrum ákveðin og örugg lítil stund mun líða þá uns létta Tryggva fœrðu að sjá Þú segir þá „mín söðulgjörð er slitin vildi ég leita hjálpar hér efhana vilduð veita mér“. „Það er sjálfsagt“ segir hann með blíðu „eg geng nú inn og greini frá þú góða þurfir hjálp að fá“. Þá Sojfía það fréttir hver er komin hún kemur út og kyssir þig og hvíslar „Hvað þú gleður mig! “ „Að sjá þig hjer er sannarlega gaman þú mundir gleðja góðan mann ef gefurðu þig á tal við hann “. Síðan við sinn elsta son hún segir „gerðu vel við þessa gjörð og gagtu með henni niður á börð“. „ Og girtu svo vel á hestinum hennar góði „Það er sjálfsagt “ segir liann „ ég sé um það svo vel ég kann “. Síðan mun hann ganga með þér góða - og hann kjarkinn öðlast þá og elsku mundu að segja já. Hvort Unnur hefur farið eftir þessurn leið- beiningum er ekki vitað, einungis það að hún gleymdi ekki að segja já þegar þar að kom. Hjónabandið varaði ríflega hálfa öld. Soffía Jakobsdóttir Svanhildur Jóhannesdóttir Kennslubækur og skólavörur fyrir grunn- og framhaldsskóla IÐNÚ BÓKAÚTGÁFA BRAUTARHOLTI 8 • 105 REYKJAVIK SÍMI 562 3370 • BRÉFSÍMI 562 3497 NETFANG: idnu@ir.is

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.