Norðurslóð - 15.12.1999, Side 10

Norðurslóð - 15.12.1999, Side 10
10 — N ORÐURSLÓÐ Jarðfræðingur í Svarfaðardal 1896 Þorvaldur Thoroddsen á ferð með fylgdarmanni sínum, Ögmundi Sigurðssyni. (Mynd Daniels Bruun úr bókinni Islenskt þjóðlíf íþúsundt ár.) Frá Nykurtjörn. (Mynd Thomas Háberle.) I í Norðurslóð fyrir um það bil áratug, frá jól- um 1987 fram á mitt ár 1990, birti Aðalbjörg Jóhannsdóttir útdrátt úr dagbók afa síns, Jóhanns Jónssonar á Ytra-Hvarfi, frá árun- um 1888 til 1901. Þetta framtak Öllu er eitt til marks um ræktarsemi hennar við ætt sína og heimahaga. Dagbók Jóhanns á Hvarfi er merk heimild um svarfdælskt sveitalíf fyrir réttri öld og lýsir vel háttum og viðfangsefn- um fólks á þeirri tíð. Eins og nærri má geta er flest sem sagt er frá í bókinni hversdags- legar athafnir og venjubundin störf í lífsbar- áttunni, búskapnum um ársins hring. En stundum gerast þó atburðir sem rjúfa hvers- dagslífið í svip, að garði ber gesti utan úr hinum stóra heimi. Sumarið 1896, 5. júlí, skráir Jóhann í dagbókina: „I kvöld komu Þorvaldur Thoroddsen og Ögmundur Sigurðsson, gista. Fór ég og Þor- gils (á Sökku) með Thoroddsen suður að brú og upp í Hvarfið. Hann skoðaði hraunkatla þar, hélt helst að það hefði við stórfelldan jarðskjálfta mjög snemma á öldum sprungið hnjúkurinn og hlaupið fram skriða, sem af hita í henni hefði brætt grjótið í gjall það sem er í hraunkötlunum, eða jafnvel hafi eldsum- brot djúpt í jörð getað valdið orsökum jafn- framt, en ekki mundi hafa gosið hér nokkru sinni. Síðan fórum við út og yfir að Grund og upp að Nykurtjörn. Lofthiti þar var 7 gráður, hiti í tjörninni 5 gráður. Tjörnin er 2000 fet yfir sjávarmál en bærinn Ytra-Hvarf 190- 200 fet. Fór ég með hann að Tjörn og var mér þessi dagur skemmtilegur. Fór ég svo í Hreiðarsstaði og heim að kvöldi. Hefur jarð- fræðingur hér eigi fyrr komið.“ (Úr dagbók Jóhanns á Hvarfi, Norðurslóð 4. tbl. 1989). Það er raunar ekki rétt hjá Jóhanni að jarðfræðingur hafi ekki fyrr komið í Svarf- aðardal en Þorvaldur Thoroddsen 1896. í dagbókum Jónasar Hallgrímssonar sést að hann kom í dalinn í september 1841 á skoð- unarferðum sínum vegna Islandslýsingar Bókmenntafélagsins. Gisti hann þá eina nótt á Upsum hjá föðurbróður sínum, séra Bald- vin Þorsteinssyni, og aðra á Völlum (Ritverk Jónasar Hallgrímssonar II, 385). Næsta dag hélt Jónas för sinni áfram yfir í Skagafjörð og virðist ekki hafa gert athuganir á náttúru- fari Svarfaðardals, að minnsta kosti er ekkert slíkt að finna í ritum hans. - Löngu fyrr en þetta var fóru þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson um Svarfaðardal á ferðum sínum um Island, 1752-57, sem frá segir í ferðabók þeirra sem Eggert samdi. Þess megum við líka minnast í því sambandi að Bjarni, fyrsti landlæknir Islands, var fæddur og uppalinn á Upsum. En þrátt fyrir komur hinna frægu skálda og náttúrufræð- inga, Eggerts og Jónasar, í Svarfaðardal, varð Þorvaldur Thoroddsen fyrstur vísinda- manna til að rannsaka náttúru dalsins svo að kunnugt sé. Mér datt í hug að fletta upp í Ferðabók hans og sjá hvað hann segir þar af þessari ferð og athugunum sínum í henni. Þorvaldur Thoroddsen var gagnmerkur vísindamaður og feikilegur afkastamaður í ritstörfum. Með rannsóknum sínum á ferð- um um ísland 1882-98 lagði hann grundvöll að jarðfræði Islands sem síðan hefur verið byggt á, þótt vitanlega hafi mönnum orðið margt ljósara. Aðalrit hans er Lýsing Islands, en um ferðir sínar samdi Þorvaldur Ferðabók í fjórum bindum, sem út kom 1912-15 og í nýrri útgáfu í umsjá Jóns Eyþórssonar 1957- 60. Þar er sagt frá ferð um Eyjafjarðarsýslu 1896, þegar Þorvaldur fór um Svarfaðardal og kom að Hvarfi. Sú frásögn er lengri en svo að hægt sé að taka hana alla upp hér, en vel má birta einhverjar glefsur úr henni. Er vitnað í seinni útgáfu verksins (Ferðabók, IV. bindi, 1960, bls. 25-33). II Þorvaldur byrjar á að lýsa Svarfaðardal og lögun hans í stórum dráttum. Kemur þá strax upp, eins og hjá öðrum sem um dalinn fjalla, hversu snjóþungt er þar á vetrum og vitnað til Valla-Ljótssögu því til stuðnings. „Menn nota hér mikið skíði á vetrum, bæði karlar og konur. Þau eru á hverjum bæ; 7 pör voru til á Hvarfi," segir Þorvaldur. Þeir félagar, hann og Ögmundur Sigurðsson (sem Þorvaldur nefnir varla nokkurn tíma í ferða- bókum sínum), komu innan að og fóru fram eftir að austanverðu og lýsir hann leiðinni. „Við settumst að á Hvarfi. Það er innsti bær í aðaldalnum að austanverðu, á móts við ár- mótin, þar sem Skíðadalsá og Svarfaðar- dalsá koma saman. Melhjallar eru á tung- unni, og þar stendur þinghús Svarfdælinga, og nýlega hafa þeir brúað báðar árnar.“ Þor- valdur getur þess að blágrýti sé aðalefni allra fjalla við Svarfaðardal, og liggi lögin lárétt. Bærinn á Ytra-Hvarfi í lok 19. aldar. „Ótal smádalir og gljúfur skerast niður í fjallaraðirnar, svo hamrabrúnirnar eru eins og tröllslegar víggirðingar með skotskörð- um.“ Fyrir innan bæinn er „ógurlega stórt skriðuhrúgald þvert fyrir mynni Skíðadals". Þorvaldur lýsir því og segir að grjótið muni fallið niður úr fjallinu fyrir ofan, þar er stór skál upp undir háum hömrum, og þangað muni hraundrönglarnir niðri í dalnum geta rakið ætt sína. Þar næst segir frá förinni yfir að Grund og er þá Svarfaðardalsá lýst og greint frá mikl- um vatnavöxtum sem orðið höfðu haustið 1887, en þá flæddi áin um allt láglendið. „Hljóp hún þá í tjörnina fyrir neðan prest- setrið Tjörn og fyllti hana með leðju. Land það sem þá myndaðist hefir síðan orðið gras- lendi, og er að verða að engi.“ - Þorvaldur lýsir jörðinni á Grund sem sé klausturjörð með miklum slægjum. Síðan segir hann frá Grundarlæknum fræga (um hann er sérstak- ur kafli í minningum Snorra Sigfússonar sem var drengur á Grund á þeim tíma sem hér um ræðir). Þá liggur leiðin beint upp að Nykurtjörn sem lækurinn kemur úr, og þangað fara þeir. Þjóðsagan segir að þegar hlaup komi í Grundarlækinn sé nykurinn í tjöminni að velta sér. Þorvaldur lýsir rækilega því sem fyrir augu ber uppi við Nykurtjöm. Þangað fylgdu honum Jóhann á Hvarfi og Þorgils á Sökku, eins og fram kemur í dagbók Jó- hanns. Segir Þorvaldur að af því að Grundar- lækur geri oft skaða á landssjóðsjörð, „þá fór Jóhann hreppstjóri með þrjá menn aðra 1888 eftir áskorun amtsins og umboðsmanns upp að Nykurtjörn, til þess að skoða hana. Af því að skýrslan um ferð þeirra félaga er góð og greindarlega samin og lýsir vel landslagi og öðru, leyfi ég mér að setja hér aðalinntak hennar.“ Það er ekki úr vegi að láta skýrslu þessa líka standa í Norðurslóð. III „Hinn 3. nóvember fórum við snemma morg- uns frá bæjum, er næst liggja, því fyrr var það ekki tiltækilegt, þar sem ís leysti aldrei af tjörninni á þessu sumri nema með löndum fram. Voru þær vakir nú lagðar, svo hægt var komast út á tjörnina; til þess höfðum við haft í sumar kunnugra manna eftirlit, hvenær þess væri kostur. Að vorinu var ekki til þess hugs- andi, þar sem allt landið í kring og tjömin var hulin þykkum gaddi. Við biðum því þess að upp tæki, sem þó að lokum eftir sumarið varð allt of lítið. Landslag upp með Grundarlækn- um fyrir ofan brún þá er næst liggur bænum (Hausana), er flöt og nokkuð breið graslend- isspilda, samt töluvert afhallandi til austurs. Gunnar Stefánsson skrifar Upp frá því tekur við önnur brún eða alda all- mikil; þá fara að koma hraun og stórgrýtis- hólar efst í brúninni. Þegar upp kemur hallar öllu vestur, myndast þannig djúp kvos upp undir sjálfan Digrahnúk. I þeirri kvos liggur Nykurtjöm, svo lágt að ekki sér af yfirborði vatnsins til háfjalla í austurátt; svo er brúnin fyrir neðan bunguvaxin. Við höfðum með okkur verk- færi til að brjóta göt á ísinn. Það gjörðum við á sjö stöðum eftir fyrirsögn eins fylgdar- mannsins, sem var gagnkunnugur tjörninni, þegar hún var auð. Við mældum dýpi í hverri vök, sem gjörð var, og fundum minnst 4 faðma, en mest 9 faðma dýpi. Yfirborðið mældum við, og er það 500 m á lengd, en að jafnaði 150 m á breidd. A einum stað var ís- inn nær þrjár álnir á þykkt; þar lá hraunhaug- ur, sem borist hafði með snóflóði ofan úr klettum niður á íslinn; þess háttar var víða sjáanlegt ofan á gömlum gaddi. Sýndi það merki til, að ekki hefir umrót komið á tjöm- ina á þessu ári, því allt var óhaggað og ósprungið. Að norðan við tjömina eru grónir hraun- hólar nokkuð háir, sem eru afleiðing af brún- inni fyrir neðan og utan tjörnina. Þegar dreg- ur suður fyrir hækka hólarnir á brúninni, og syðst við tjörnina eru þeir orðnir mjög bratt- ir. Suður og upp þaðan er bunguvaxinn hraunfláki, en neðan til við hraunið, beint suður frá tjörninni, eru hraunhólar með smá- tjörnum á milli. Ein lítil lækjarlind fellur að sunnan ofan í Nykurtjörn, sem varla sést þó, þegar vel er upp tekið á sumrum og þurrkar ganga, en mikið leysingavatn fellur að kvos þessari á vorin. Grundarlækjar farvegur er fram úr tjörninni, þegar eftir eru 120 m af lengd hennar norður, en fyrir sunnan eru 380 m. Farvegurinn er mjór og grunnur við tjörn- ina, og til langs tíma eru bakkar hans órótað- ir og mosavaxnir, enda er farvegurinn þar að öllum jafnaði þurr ofan eftir brúninni. Ann- ars sjást ekki merki til langt ofan eftir nefndri brún, að vatn falli þar til muna, nema eftir náttúrlegheitum, þegar leysingar eru. Neðst í brúninni ofan til við fletina, sem fyrr er á minnst, fer lækurinn að koma fram, og skiptir sér litlu neðar; fellur nokkur hluti hans út og ofan í svokallað Ljótsgil. Falla lækirnir þar í mjóum klofa; þar vottar fyrst fyrir, að skriðuhrauntagl hefir kastast fram úr gilinu nokkum spöl ofan á milli lækjanna. Eins og áður er sagt, hallar hrauninu vest- ur að tjörninni, og í sömu stefnu virðist botn- inum halla neðan vatns upp að skriðum, er falla úr klettabelti (Nykurstöllum) neðst í hnúkunum, og eru þar takmörk tjamarinnar að vestan, út og suður, tilbreytingarlaust. Þar sem hraunbotn fannst með lóðinni alls staðar þar sem mælt var, virðast miklar líkur lúta að því, að hin árlegu hlaup sem í lækinn koma, orsakist af því að ein eða fleiri botnæðar liggi frá botni tjamarinnar djúpt niður í hrauni, undir brúninni, komi aftur fram niður í gili, ef til vill á einum eða fleiri stöðum, þar sem allt er stórgrýtis-holhraun. Eru mikil líkindi til að á þessari leið sé einhver ketill eða kimi sem vatn geti safnast í, en frost á vetrum stífli framrásina neðarlega í brún- inni, sem aftur þiðnar á vorin um sama leyti, eftir því sem náttúran framleiðir þetta, því austurhlíð brúnarinnar blasir mót sólu á vor- in og er oft snjólítil. Ennfremur bendir til að svo geti verið, að ekki kom hlaup í lækinn fyrri en í 13. viku sumars þ.á., því þá fyrst var þiðnað og upp tekið framan á brúninni að sama hlutfalli sem um og eftir fardaga und- anfarin ár, og jafnaðarlega hefir á þessu tímabili í hann hlaupið. Vegna þess að hlaupið mun aldrei koma ofanjarðar frá tjörninni fram yfir brúnina, byggjum við álit okkar á því sem að framan er sagt; að öðrum kosti virðast hlaupin ekki geta staðið í nánu sambandi við tjörnina, sem eru þó miklar líkur til að sé. Við látum þess hér getið til athugunar, að fyrir 10 árum kom fólk sem var á grasafjalli frá Grund að tjörninni um fardagabil. Hafði þá vorað vel og var ís leystur af allri tjöm- inni. Það settist sunnan við lækinn rétt við tjörnina um lágnætti og horfði á vatnið. Sagði þá vinnumaður frá Grand sem var í förinni: „Nú hleypur lækurinn á morgun." Hinir spurðu hvað hann hefði til merkis. Sýndi hann þá hvar smábólur sáust koma

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.