Norðurslóð - 15.12.1999, Page 11

Norðurslóð - 15.12.1999, Page 11
NORÐURSLÓÐ —11 upp í tjöminni, svo sem rúman faðm frá landi. Maður þessi kvaðst fyrr hafa orðið þess var þegar hlaup væru nálæg. Fólkið fór strax heim og sofnaði, en um dagmál var hlaupið komið í lækinn. Þetta megum við segja sannhermt. Af þessu lítur út fyrir að vatns- æðar niðri í brúninni hafi verið að ná framgöngu. Enn fremur bar svo til, að smalamaður kom fyrir mörg- um árum að tjörninni að morgni dags í fjarskamiklum hita og ætl- aði að drekka. Sá hann þá mörg lif- andi smádýr við bakkann, hætti við og tók hellu og þeytti með henni þessum dýrum á land. Þau voru rauðbrún á lit, með hala sem var tvískiptur aftast, flatvaxin að ofan að sjá, með sívölum búk undir kápu þessari, ekki ólík fiðrildi að lögun. Þegar vakirnar komu á ísinn hjá okkur kom aragrúi af smádýr- um með vatnsólgunni upp um göt- in. Þau voru fagurrauð og á stærð við fló. Mest bar á þessu þar sem vatnið var heitast, því mikill mun- ur var á hita og kulda í því. Var það heitast um miðju tjarnarinnar, svo lítill kuldi fannst á bert hörund, en ískalt syðst.“ IV Eftir að hafa tekið upp þessa lýs- ingu Jóhanns á Ytra-Hvarfi á Nyk- urtjöm, segir Þorvaldur Thorodd- sen frá því að hann gisti á Tjöm, en næsta dag hélt hann með Ögmundi fylgdarmanni sínum yfir Reykja- heiði til Ólafsfjarðar. Fóra þeir fram hjá Böggvisstöðum (Bögg- versstöðum, eins og hann ritar) sem leið liggur. „Þar er á sandinum norður af þorp af þurrabúðum og salthúsum og útræði töluvert." Þetta er allt og sumt sem hér segir um Dalvík. Það nafn var þá tæpast búið að vinna sér sess og talað um Sandinn eða Böggvisstaðasand. Til marks um það er að sömu daga og Þorvaldur er í Svarfaðardal, eða 9. júlí, skrifar Jóhann á Ytra- Hvarfi fyrst Dalvík með stóru D, að því er Alla í Sogni sagði. Þorvaldur fór upp Böggvis- staðadal þar sem Svarfdælingar höfðu búsmala sinn. „Voru þar kýr margar, hestar og fé, hópur af smaladrengjum og urmull af hund- um, sem lög gera ráð fyrir.“ Upp á Reykjaheiði fóru þeir bratta brekku innst í dalnum og yfir ána. Efst á heiðinni er farið gegnum mjótt skarð, 886 m yfir sjó. „Utsjónin um fjöllin í kring og fjöllin við Ól- afsfjörð er stórfengleg og vetrar- leg. Alls staðar sjást hrikalegar hamrahlíðar, hvassar eggjar og strýtur, en gamlir hjarnskaflar með nýsnævi ofan á í botnum og hvilft- um. Hér er alls staðar líflaust og gróðurlaust, nema hvað einstöku jöklasóleyjar híma milli steina." Með þessum orðum kveður Þorvaldur Thoroddsen Svarfaðar- dal í júlímánuði 1896. Minningin um komu hans varðveittist í dag- bók bóndans á Ytra-Hvarfi sem lýkur sinni stuttu frásögn af henni með orðunum. „Var mér þessi dagur skemmtilegur." Líklega myndi þetta sterkar orðað nú á dögum. Það er ljóst af skýrslu Jó- hanns á Hvarfi, að hann hefur haft yndi af náttúruskoðun og glöggt auga. Það var því ekki neinn smá- ræðis fengur fyrir hann að fá fremsta náttúrufræðing landsins inn á baðstofugólf sitt. Eg hef ekki kannað sérstaklega ferðir vísindamanna um Svarfað- ardal, en Ifklegt þykir mér að jarð- fræðingur hafi ekki komið á þær slóðir aftur til rannsókna fyrr en þrjátíu og átta árum síðar, sumarið 1934. Þá var ungur jarðfræðinemi á Dalvík við athuganir vegna jarð- skjálftans mikla. Þetta var Sigurð- ur Þórarinsson. Hann sagði stund- um frá því síðar að þar sem hann svaf hefði verið köttur sem sýndi mikil viðbrögð við jarðhræringum með látæði sínu. Hefði hann því haft kisa fyrir jarðskjálftamæli! En það er önnur saga. Sinn er siður í landi hverju - Bréf frá Japan Jól í Japan 1997. Elsa Heimisdóttir og Heimir Kristinsson halda upp á jólin í skemmtigarði í Tókíó. Eg held að Japanir séu sú þjóð sem er alltaf til í að halda upp á eitthvað. Þó svo að þeim sé bara passlega vel við Am- eríkana þá eru þeir duglegir að apa allt upp eftir þeim. Sem dæmi þá halda Ameríkanar upp á hrekkja- vökuna í lok október. Þá ganga börn smá og stór í grímubúningum á milli húsa, banka og hóta manni grikk ef þeir fái ekki sælgæti. Ef þú ert tilkippilegur í svona ævin- týri með bömunum þá setur þú grasker með kerti í fyrir utan dyrn- ar hjá þér til að gefa til kynna að hér sé veitt sælgæti. Viðbrögðin stóðu ekki á sér, það var stríður straumur af fólki til okkar og mest vom þetta Japanir og voru þeir á öllum aldri og þá meina ég á öllum aldri. A Islandi er því þannig farið í mínum huga að á eftir sumri kem- ur haust og á eftir hausti koma jól. Þetta er aðeins í öðruvísi röð hjá okkur hér í Japan, nú er haustið í allri sinni litadýrð og við búin að kveikja á fyrsta kerti í aðventu. Það er ekki frí hér um jólin enda eru Japanir ekki kristnir. Þorláks- messa er þó frídagur, en þá á keis- arinn afmæli. En Japanir eru alltaf til í að halda veislur og hafa aðlag- aðjólin að japönskum hætti. Flest- ar búðir eru með jólaskreytingar af einhverju tagi og kaupmenn hér hafa kennt japönskum almenningi (eins og heima) að það á að gefa jólagjafir. Algengustu jólagjafir í Japan era rándýrir ávextir (þegar ég segi rándýrir þá meina ég stjamfræðilega dýrir) eða annað matarkyns í gjafaumbúðum. Börn- in fá að vísu eitthvað skemmti- legra. Eg efast um að almenningur viti hvað jól í raun og veru eru. Eitt er víst að þeir vita að þetta hefur eitt- hvað að gera með jólasvein, barn og hreindýr. Stundum kemur þetta mjög skringilega út, dóttir mín var á labbi í verslunarhverfi hér í borg og rekur þá augun í mjög svo fallega uppsetningu af Jósep og Maríu við jötuna, einnig var búið að raða upp vitringunum þremur og engill alheimsins, Betlehems- stjaman skein skært yfir þeim. Dóttir mín var alveg dolfallin og fór nær til að skoða þetta betur og bjóst við að sjá Jesúbarnið liggj- andi í jötunni, en þarna lá jóla- sveinn í fullum rauðum skrúða. Þar með fór helgisvipurinn af þessari uppstillingu. Ein verslun setur upp fyrir hver jól Jesúbarnið með jólasveinahúfu ríðandi á hreindýri. Eitt mega þeir eiga að hvergi hef ég séð eins flott uppsettar jóla- seríur eins og hér. Sem dæmi þá skreyta þeir öll trén við eina versl- unargötu rétt fyrir jól, þar er mælt nákvæmlega hvað langt er á milli Ijósa og þetta gert með mikilli ná- kvæmni. Aftur á móti eru lög- regluyfirvöld ekki eins hrifin af þessu uppátæki því þangað flykk- ist fólk að til að sjá dýrðina, um- ferð á götum og gangstéttum fer öll í eina þvögu. Lögreglan er not- uð til að stýra fólki og passa að enginn stoppi of lengi til að skoða dýrðina því þá stoppast allt. Hér búa talvert margar milljónir manna. Það sem heillar mig er að sumsstaðar eru fullskreytt jólatré sett út á gangstétt í nóvember og þama fá þau að standa óáreitt í heilan mánuð án þess að nokkur taki eina einustu kúlu. Japanir sletta ensku þegar þeir óska hvorir öðrum gleðilegra jóla enda ekki til orð yfir jól á jap- önsku. Enska kveðjan „Merry Christmas" er því það sem ætti við (þeir bera það fram „meri kurisu- masu“). En þeim finnst að jólin eigi að vera meira en gleðileg og því má sjá kostulegar jólakveðjur, svo sem: Hamingjusöm jól (Happy Christ- mas) Glæsileg jól (Elegant Christmas) Leikræn jól (Dramatic Christmas) Aftur á móti er það sem við söknum mest jólastemmingin fyrir jólin og jólaundirbúningurinn í kulda og myrkri og að vera að brasa og basla á sama tíma og aðr- ir. Þó svo okkur finnist alltof mik- ið fyrir þessu haft þegar við búum á Islandi þá söknum við hans þeg- ar við erum ekki inn í hringiðjunni jólaundirbúningsins á íslandi. Til að mynda steiktum við laufabrauð um síðustu helgi í nóvember og úti var 15 stiga hiti og sólskin. Aðfangadagur í Japan er ekki mikið frábrugðinn aðfangadegi á íslandi. Við drögum bara fyrir glugganna og setjum jólamessu úr Hallgrímskirkju í kassettutækið og þar með eru jólin komin. Það að búa svona til sinn einangraða jóla- heim getur komið sér vel. Einu sinni frestuðum við jólum fram á gamlársdag og það er heldur ekk- ert mál. Við höfðum þá eytt jólun- um á Hawaii það var yndislegt en ekki var það jólalegt að liggja og horfa upp í trjákrónur pálma- trjánna. Við gætum auðveldlega „frestað jólunum fram í maí“. Allt sem þarf er að draga fyrir glugga, kveikja kertaljós í stofunni og setja jólamessuna af stað. 25. desember taka Japanir niður allar jólaskreytingar og upp koma áramótaskreytingar. Áramótin eru þeirra hátíð. Öllum fyrirtækjum er lokað að kvöldi 29. desember og þau hefja starfsemi aftur á fyrsta mánudegi í janúar, en þó ekki fym en 4. janúar. Þetta er fjölskylduhá- tíð og á nýjársdag fara allir sem eru rólfærir í shintohof að strengja áramótaheit eða biðja fyrir góðu gengi á nýju ári. En það er svo merkilegt að þeir miða áramótin við Jesú Krists alveg eins og við. Með þessum orðum sendi ég mínar bestu jólakveðjur. Soffía Friðbjörnsdóttir Starfsfólki okkar og viðskiptavinum sendum við bestu óskir um gleðileg jól og farsœld á komandi ári Þökkum samstarfið á árinu Snæ^lí

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.