Norðurslóð - 15.12.1999, Blaðsíða 19
NORÐURSLÓÐ —19
Brúskvöld í Bakkagerði 9. mars 1985, frá vinstri: Gestur Sigurgeirsson, Fjóla Guðmundsdóttir, bóndi hennar Björn
Daníelsson, Gunnar Sigurgeirsson og Ríkarður heitinn í Bakkagerði. (Ljósm. JJD.)
Spennan í hámarki. Júlíus Daníelsson slær út, Hallgrímur á Urðum bíður
eftir að sjá útspilið en Jóhann Daníelsson lúrir á laufagosanum. (Ljósm. Sig.
Marinósson.)
BRUS
Spilareglur og annar fróðleikur
Ekki er í þér lús / oft þú
spilar Brús, segir í
kvæðinu um kisuna en
mörgum af yngri kyn-
slóðinni hættir til að
syngja „oft þú spilar blús“ sem í
sjálfu sér er ekkert fjarstæðu-
kenndara en hitt þegar umræddur
köttur á í hlut. Þeir sömu enda
gjarnan lagið með „Við skulum
drekka djús “ enda vita þeir ekkert
hvað það er að drekka dús. Dús er
ekki seldur á neinum börum, ekki
einu sinni í Dús-húsi.
En hvaða Brús er þetta sem
sungið er um í kvæðinu?
Jú, Brús er spil og þó ekki sé
það upprunnið í Svarfaðardal lifir
það e.t.v. hvergi betra lífi en hér
og hvergi á landinu hefur það í
seinni tíð verið spilað af meiri
þrótti og sannari innlifun en hér
um miðbik sveitarinnar, þ.e.a.s.
frá Húsabakka og fram fyrir Þverá.
Þessi Brús-spilamennska er eink-
um í hávegum höfð og stunduð af
hópi manna sem bendlaður hefur
verið við hið víðfræga Söltunarfé-
lag Svarfdæla. Kjaminn í þessum
hópi voru og eru þeir Garðshoms-
bræður úr Ytra- og Syðra-Garðs-
homi, frændur þeirra og grannar
og aðrir fylgifiskar. Rrkarður heit-
inn í Bakkagerði sem lést haustið
1995 var einn ötulasti Brús-spilari
hér um slóðir á meðan hans naut
við. Hefur nokkuð dregið úr spila-
mennsku eftir fráfall hans.
Brús er ekki spil þar sem þöglir
og þungbúnir menn sitja kring um
borð og íhuga næsta leik með fýlu-
svip. Þvert á móti er hávaði og
handagangur, hlátrar og háðsglós-
ur nauðsynlegur og eðlilegur spila-
máti þar sem Brús er spilaður svo
stundum liggur við stympingum. I
Brús er spilað upp á skömm og
heiður ekki síður en prik í reikn-
ingshaldinu og er því ekki óal-
gengt að tilfinningahiti hlaupi í
spilamenn þegar naumt er tapað
eða unnið. Dæmi eru um það að
menn hafi verið eltir á milli bæja
til að veita þeim svokallaða
„klórningu" sem þykir hin mesta
skömm og verður skýrð betur síðar
(sjá reikning). Þá þykir við hæfi að
berja mjög í borðið þegar slagir
eru yfirtrompaðir og fylgja þá
gjarnan glósur og hlátrasköll sem
svarað er með formælingum. Hafa
forláta stofuborð brotnað sökum
þessa spilamáta.
Þá hendir það ósjaldan að spila-
menn kasti fram vísum í hita leiks-
ins. Björn Þórleifsson kvað eitt
sinn eftir háðuglega útreið með til-
heyrandi hæðnihlátrum mótspilar-
ans sem í því tilfelli var Björn
Daníelsson.
Glymur hrossahláturinn
hátt í eyra mínu.
Aldrei gleymir Andskotinn
uppáhaldi sínu.
Spilareglur
En víkjum þá að spilareglunum. í
Brús eru 4 spilamenn, spila tveir
og tveir saman og sitja andspænis
hvor öðrum eins og í mörgum
fjögurra manna spilum. I spila-
stokknum eru reyndar ekki öll spil-
in því tvistum, þristum, fjörkum
og fimmum er kastað svo eftir
standa 36 spil. Af þessum spilum
hafa þó ekki öll spil vægi því
kóngar (utan hjartakóngur) drottn-
ingar, tíur, áttur (utan spaðaáttan)
og sjöur eru verðlaus spii og hafa
þá aðeins gildi að slagurinn allur
sé verðlaus, gildir þá að sá sem
fyrstur slær út tekur slaginn.
Vægi spilanna er sem hér segir:
Þrjú hæstu spilin eru:
Laufa gosi
Hjarta kóngur
Spaða átta (kölluð Brúnka)
Þá koma eftirtalin spil og gildir
þá að lauf er hæsti litur, síðan
spaði, þá hjarta og lægstur er tíg-
ull)
Níur (L,S,H,T)
Ásar (L,S,H,T)
Gosar (S,H,T - laufagosinn und-
anskilinn)
Sexur (L,S,H,T - þær eru lægstar
af gildu spilunum og kallaðar
póstar)
Eitt afar mikilvægt atriði í spil-
inu er það sem heitir„að gera við“
upp á svarfdælsku. Þessi athöfn
heitir reyndar ýmsum nöfnum eftir
héruðum og landshlutum, „að
kljúfa“, „að taka ofanaf “ og vís-
ast margt fleira en það er sem sagt
sá gjörningur að skipta bunkanum
áður en gefið er og er þá efri helm-
ingur bunkans settur undir. Þessi
athöfn er jafnan afar spennuþrung-
in í Brús, því hendi það að upp
komi hjartakóngur eða laufagosi
gefur það andstæðingunum eitt
strik á kambinn (sjá reikning) það
er þó ekkert hjá þeirri háðung sem
viðkomandi má þola. Þegar þetta
gerist heitir það „að beiða upp“ og
eru dæmi þess að menn hafi beitt
upp jafnvel þrisvar sinnum og hlot-
ið af því klórningu og mikla
skömm.
Þegar búið er að gera við er gef-
ið og færist gjafréttur réttsælis í
kring um borðið eins og í mörgum
öðrum spilum. Gefin eru þrjú spil
en afgangur bunkans síðan látinn á
mitt borðið með bakið upp. For-
hönd setur fyrst út en síðan gildir
eins og í öðrum spilum að reyna að
yfirtrompa andstæðingana. Sá sem
hæsta spilið á tekur slaginn, hann
dregur þá efsta spilið úr bunkanum
og þannig koll af kolli réttsælis svo
jafnan hafa allir 3 spil á hendi áður
en kastað er út á meðan eitthvað
spil er eftir í bunkanum. Það lið
sem fyrr hlýtur 5 slagi vinnur spil-
ið, fær eitt prik á kambinn og
næsta spil getur hafist. Takist öðru
liðinu að ná fimm slögum án þess
að andstæðingarnir fái nokkum
heitir það „aú jana“. Fyrir,jönun“
fást tvö prik á kambi (sjá reikning).
Vogunin er eitt aðalsmerkja
Brús-spilsins og skal nú greint frá
henni: Til að auka enn á spennuna
og fjörið er leyfilegt og tíðkanlegt
„að voga“ í Brús. Það getur ein-
ungis sá sem hefur á hendi hjarta-
kónginn. Það getur hann með því
að slá út kónginum og segja um
leið: „Eg voga“. Vogunin felst í því
að taka áhættuna af því að and-
stæðingarnir hafi laufagosann á
hendi og geti drepið. Sé viðkom-
andi í forhönd tekur hann þá
áhættu að hvorugur andstæðing-
anna drepi. Það heitir „að voga
rúntinn“. Sé meðspilarinn (makk-
er) í forhönd vogar maður einungis
undir næsta mann. Þá segir maður
við viðkomandi: „Ég voga undir
þig“-
Athugið:
- ekki má þó voga í fyrsta hring í
spilinu,
- ekki heldur ef búið er að slá út
laufa gosanum eða viðkomandi
hefur hann sjálfur á hendi,
- og ekki má voga „á ránni" þ.e.
þegar viðkomandi lið vantar að-
eins eitt prik til að vinna kamb-
inn (sjá reikning).
Takist manni að voga án þess
að láta drepa fyrir sér ber manni
undanbragðalaust að sýna and-
stæðing sínum á vinstri hönd spilin
sem maður hefur á hendi, til að
sýna og sanna að gosinn leynist
ekki þar. Gleymist þetta fær maður
ekkert prik á kambinn en háðung
mikla.
Reikningur
Reikningshald er einfalt í Brús.
Fyrst er teiknaður upp svokallaður
„kambur“ þ.e. 5 þverstrik skipt í
miðju með einu langstriki og hefur
hvort lið sinn helming (sjá mynd).
Hvert unnið spil gefur eitt prik og
er þá strikað yfir eitt þverstrikið.
Jönun gefur tvö prik eins og áður
segir. Þannig færist strikið neðar
yfir þverstrikin eftir því sem fleiri
spil vinnast eða prik vinnast á ann-
an hátt (með vogun, beiðsli ofl.)
það lið vinnur kambinn sem fyrr
hefur fengið fimm prik þ.e. strikað
yfir þverstrikin fimm. Þá er gerður
annar kambur og þannig áfram. Á
einu kvöldi eru jafnan spilaðir
margir kambar. Takist öðru liðinu
að vinna kambinn án þess að and-
stæðingarnir fái eitt einasta prik
gefur það rétt á klórningu. Þá er
sigurvegurunum heimilt að klóra
höfuð andstæðinga sinna og róta
um stund í höfuðhárum þeirra (séu
þau einhver). Gerist af þessu jafn-
an mikið skurk svo ekki sé meira
sagt og eru þess dæmi að sköllóttir
menn hafi komið heim með áverka
af spilakvöldum. Gárungar hafa
jafnvel haldið því fram að ákveðn-
ir menn hafi orðið sköllóttir sökum
klórninga en það eru liklegast ýkj-
ur. Næst neðsta þverstrikið kallast
Ráin. Takist öðru liðinu að vinna
kambinn eftir að hafa verið með
auðan kamb þegar andstæðingarn-
ir vou komnir á rána heitir það „ að
hengja menn á ránni" og er hin
mesta skömm að verða fyrir því.
Hent getur að lið klári niður úr
kambinum áður en spili lýkur en
skal þá engu að síður íjúka spilinu.
Eitt sinn henti það þegar Jóhann
Daníelsson og Björn Þórleifsson
spiluðu við ónefnda andstæðinga
að komin voru níu prik á kambinn
og ekkert lá fyrir annað en klórn-
ing þegar spili lyki. Var þá farið að
fara um andstæðingana. Björn sló
þá fram þessari vísu:
Er á makker ekkert hik.
Ut að slá sérflýtir.
Nú eru á kambi níu prik.
Nú eru hinir hvítir.
Stigagjöfin
er þá sem hér segir:
Unnið spil gefur 1 prik
Að jana gefur 2 prik
Að voga undir næsta mann
gefur 1 prik
Að voga rúntinn gefur 2 prik
Að drepa þegar vogað er gefur
2 prik (vogað undir
næsta mann),
3 prik (vogað rúntinn)
Að beiða upp gefur
andstæðingum 1 prik
Gleymi menn að sýna spil eftir
vogun fá þeir ekkert prik og þykir
hneisa.
Orðatiltæki, upphrópanir
og kveðskapur
Eins og sjá má eru ýmis uppátæki
höfð í frammi þegar Brús er spil-
aður sem ekki þekkist í öðrum
spilum. Ekki vitum við hvort hér
er um að ræða staðbundið afbrigði
spilsins eða hvort tiltæki þessi eru
þekkt víðar. Væri gaman að fá af
því fregnir úr öðrum héruðum.
Eins og áður greinir hefur spila-
mennska þessi í seinni tíð einkum
loðað við tiltölulega þröngan hóp
manna úr miðsveitinni þó vissu-
lega hafi fleiri komið við sögu og
víðar að. Óhætt er að fullyrða að
miðstöð Brús-mennskunnar hafi
verið í Bakkagerði á meðan Rík-
arður heitinn var og hét. Kunna
menn af því margar sögur þegar
spil voru þar höfð um hönd og
ósjaldan einhverjar veigar með.
Þá lifa einnig ýmis orðatiltæki og
upphrópanir eins og „Komdu í
gær!“ og „Bíddu kátur!“ sem Rík-
arður lét falla um leið og hann yfir-
trompaði andstæðinginn. Þá átti
hann það til að drepa með tilþrif-
um með því að þrýsta spili sínu
með þumalfingri ofan á slaginn og
kölluðu félagar hans það „að
þumla“. Væri hins vegar drepið frá
honum sagði hann með stillingu
„Enginn gleypir sólu“ sem skilja
mátti sem svo að við ofurefli væri
að etja. Bjöm Þórleifsson orti eitt
sinn við slíkt tækifæri:
Bíddu Kátur, komdu í gœr!
Karlinn fram í gráðið rœr.
Ut þá merjum* slœr hann
slyngur
slettist langur þumalfingur.
* Merja kallast í þessum hópi spil
sem naumlega yfirtrompar spil
andstæðingsins.
Ríkarður kallaði spaða kónginn
ævinlega Balda sem mun vera
stytting á „Skuggabaldur". Baldi
var þó eftir sem áður jafn verðlaus
og aðrir kóngar í þessu spili, eða
geldur eins og sagt er stundum.
Spaða gosann kallaði hann aftur
Kol. „Stundum heldur Kolur slag“
hafði hann gjarnan á orði þegar
spaða gosinn var hæsta spil í slag.
Þá eru drottningarnar jafnan kall-
aðar góur í þessum hópi og sex-
urnar póstar sem áður segir.
Á mörgum heimilum tilheyrir
það jólahaldinu að fjölskyldan sest
saman og spilar. Á þessum síðustu
tölvutímum þar sem hægur vandi
er fyrir bömin að týnast í nýustu
tölvuleikjunum er e.t.v. ástæða til
að hvetja fólk til að vihalda þess-
um gamla sið. Gamlir nemendur úr
Húsabakkaskóla hafa margir
hverjir lært spilið af Birni Daníels-
syni sem óþreytandi hefur verið
við að miðla spilareglum til nem-
enda sinna. Norðurslóð hvetur les-
endur til að spila Brús yfir hátíð-
arnar.
hjhj