Norðurslóð - 15.12.1999, Qupperneq 20

Norðurslóð - 15.12.1999, Qupperneq 20
20 — NORÐURSLÓÐ Hans Pauli Johansen. Hansi og Arngrímur Jóhannesson í Sandgerði við tundurduflið marg umtalaða. Guð getur allt“ Hansi og Óli Lín Sigmundsson ásamt 2 breskum dátum við Sæfara, trillubátinn sem þeir frændur Hansi og Axel fóru á til Færeyja. Báturinn var 2 tonn að stærð með 5 hestafla Skandia vél. Á þessu ári eru liðin 70 ár frá því að færeyski sjómaðurinn Hans Pauli Johansen kom til Dalvíkur frá Skálum á Langanesi. Fluttist hann hingað með fjölskyldu Guðmundar Jónssonar frá Hrappsstaðakoti, síðla árs 1929 og átti hér fasta búsetu í hart nær hálfa öld. Hansi, eins og við Dalvíkingar nefndum hann ætíð, hafði stundað sjómennsku frá unglingsárum í Færeyjum á færaskútum við Island en oftast langtímum saman á fiski- miðunum við Langanes. I Færeyj- um fór hann út í eigin útveg um tíma, en þar sem það dæmi gekk ekki upp sem skyldi og landslög Færeyinga voru slík, á þeim tím- um, þá varð hann að hverfa úr landi. Að Skálum á Langanesi kom Hansi, en þar var hann kunn- ugur, og settist að hjá Guðmundi og stundaði sjóróðra og fiskverkun með honum. Hansi var sérstakur persónu- leiki og varð þjóðsagnapersóna í vitund okkar Dalvíkinga. Enn í dag lifa margar sagnir af Hansa einkum af lífsmáta hans. Á Dalvík átti hann sitt velgerðarfólk, sem gegnum árin leit til með honum og sumar húsmæðumar í næsta ná- grenni við hann færðu Hansa mat- föng og annað það er honum kom til góða. Eldri íbúar bæjarins minnast Hansa með hlýhug. Hann var dagfarsprúður maður og sérstakur barnavinur. Á næsta ári eða 23. ágúst eru liðin 120 ár frá fæðingu hans. Undirrituðum fannst viðeigandi, að birta í Norð- urslóð skrif, sem hann rakst á í fór- um sínum eftir Þorgils Sigurðsson fyrrum póstmeistara á Dalvík, sem hann ritað í minningu Hans Pauli Johansen við andlát hans árið 1978. Með leyfi Rósu Þorgilsdóttur póst- meistara eru þessi skrif föður hennar birt hér á síðum blaðsins. Þorgils andaðist 18. febrúar 1998. Júlíus Kristjánsson Fullu nafni hét hann Hans Pauli Johansen og var Færeyingur. Hann kom til Dalvíkur með farfuglun- um laust fyrir árið 1930, en varð eftir þegar hinir fóru - og varð staðbundinn. í daglegu tali var hann alltaf nefndur Hansi, enda mun sú nafngift jafnan hafa þjónað þeim kröfum, sem hann gerði til reisnar og virðuleika. Stuttu eftir komuna til Dalvíkur reisti hann í félagi við Guðmund Jónsson frá Hrappsstaðakoti lítið steypt smá- hýsi á tveim hæðum, og var sú neðri ætluð fyrir útgerðaraðstöðu. Efri hæðin varð síðan hans dvalar- staður lengst af. Meðan hús þetta reis af grunni, hafði Hansi vistar- veru og aðhlynningu á heimili Sig- fúsar Þorleifssonar útgerðarmanns, og mun það vera eini tíminn, sem hann bjó ekki sem einsetumaður - utan skammra tfmabila, sem hann dvaldi hjá venslafólki á Akureyri, og síðast í Færeyjum. Hansi hafði stundað sjómennsku á færeyskum skútum, og kunni vel til slíkra starfa. Sem unglingur, var ég honum samskipa við hand- færaveiðar á útilegubátum - sem kallaðir voru. Mér er minnisstætt hvað hann var laginn við að draga lúðurnar á fallaskiptunum norður á Sporðagrunni. Það var eins og hann réði yfir einhverjum dular- mætti, sem seiddi þessa stóru fiska til sín. Seinna skyldi ég þetta betur. Færeyskir skútukarlar hafa sér- stakt göngulag, Þeir stíga ölduna eftir að fast land er undir fótum, og þeir ganga vaggandi og hægum skrefum - eins og þeir bíði eftir því, að ölduhryggurinn lfði hjá. Þeir eru rólyndir, og margir af- burða sjómenn. Eftir að Hansi hætti sjómennsku, vann hann við seglasaum, og ýmis smávik við búnað og útgerð báta. Ég kom nokkrum sinnum til hans á skúr- loftið, og hann sagði mér oft gaml- ar sögur frá sjónum. Ég spurði hann eitt sinn, hvernig honum félli einveran. „Ég er aldrei einn,“ svar- aði hann - „Guð er alltaf hjá mér“. Barnsleg og einlæg trú hans á forsjá og fylgd almættisins, varð honum sú Íífsfylling, sem margir leita að, en finna aldrei. Biblían, sem lá oft á snjáðum stólkolli við rúmstokkinn, varð honum sá föru- nautur, sem aldrei brást. I sögu Dalvíkur verður Hansa lengi minnst í sambandi við at- burð, sem átti sér stað þann 7. apríl árið 1942. Þá rak tundurdufl upp að malarkambinum framan við bú- stað hans, og veltist þar um í brim- garðinum. Setuliðsmenn, sem höfðu bækistöð skammt frá eða í Valensíu - flýðu á braut. Hansi gekk hinsvegar að þessari vítisvél, batt duflið fast við Valensíu- bryggjuna, og gekk þannig frá því, að sjór náði ekki að hreyfa það. Að Fáein minningarorð um Hansa F. 23. ágúst 1880 - D. 2. apríl 1978 Sendum viðskiptavinum okkar og velunnurum bestu óskir um gleðileg jól ogfarsœld á komandi ári. Happdrætti Háskóla íslands 6 vænlegast til vinnings! Umboðið á Daluík: Röðull - Sólveig Antonsdóttir - Hafnarbraut 5 - S. 466 1300 dómi sérfræðings, sem fenginn var til að rannsaka þetta afkvæmi stríðsvitfirringar, var tundurduflið í virku ástandi - og gat sprungið. Taldi hann líklegt, að þá hefði stór hluti af byggingum á Dalvík orðið fyrir skemmdum, og sumar hrunið til grunna. Á fundi hreppsnefndar, sem haldinn var 2. júní 1942, er gerð eftirfarandi bókun: „Hreppsnefndin samþykkir að veita Hans Pauli Johansen kr. 1.000 - eitt þúsund krónur - fyrir snarræði og dirfsku þ. 7. apríl sl., þegar tundurdufl rak á land á Dal- vík.“ Þegar ég spurði Hansa hvernig hann hefði árætt að fást við þennan voða, svaraði hann brosandi - eins og þetta væri varla umtalsvert. „Blessaður góði - Guð getur allt.“ Þegar Hansi var á 70. aldursári - árið 1950 - fór hann á litlum trillubáti til Færeyja, ásamt frænda sínum, sem Axel hét. Þetta gerðist að vísu á þeim árstíma, sem sjór er að jafnaði viðráðanlegur á þessari leið, en mörgum mun hafa fundist það ofdirfska, að ætla þessum litla farkosti að fljóta yfir hafið. Hansi var samt á annari skoðun. „Guð getur allt, og hann mun koma okk- ur á ákvörðunarstað," var andsvar hans við gagnrýni, og hann komst heill í höfn. Ég man vel hvemig Hansi bjó bátinn til fangbragða við útsæinn. Hann bar lýsi á byrðing- inn þar til hann var mettaður af fitu, - gældi við saum og sam- skeyti, og strauk gömlum sigg- grónum höndum um bönd og bita. Það var enginn perlusaumur eða glitbönd á þessari fleytu, allt heilt og traust. - Þannig var Hansi. Hann var aldrei neinn glans- myndasafnari eða skrautblóma- dýrkandi, en sá vermireitur, sem trúin græddi í brjósti þessa manns, bar samt ein þau fegurstu blóm, sem ég á ævinni hefi séð og fund- ið. Hin síðari ár, sá ég þennan góð- látlega öldung oft á rjátli meðfram sjónum austan við bæinn. Hann var þá gjarnan að tína smásprek í eldinn til þess að fá yl í sína fátæk- legu vistarveru. Bakið var farið að bogna og fæturnir að bila, enda langur ævidagur. Það var þó alveg ástæðulaust að æðrast. „Guð ræður því, hvenær hann tekur mig til sín,“ sagði þessi blessaður einbúi, þegar hann hvarf mér síðast í kvöldrökkrið. Hansi fór til Færeyja í ágúst- mánuði á s.l. ári (1977) og andað- ist 2. apríl 1978 hjá systurdóttur sinni Jönu Olsen á Hvandalsá á Suðurey. Hann var jarðsunginn á Porkeyri 9. apríl. I samræmi við látlausan og einhæfan lífsferil Hansa meðal Dalvíkinga, er nú fátt, sem minnir á samfylgd hans. Það fýkur fljótt í sporin, og við tökum varla eftir því, þótt gamall maður hverfi af sjónarsviðinu. Einn af hans velunnurum hér - Árni Arngrímsson - hefur látið trilluna sína bera nafn hans. Hansi hefur líklega kunnað því vel, að minnisvarðinn væri ekki rismeiri. Dalvíkingar mega gjarnan minnast hans með þakklæti. Hansi er kom- inn heim, því hann hefur áunnið sér þegnrétt við eilífðarsæinn - þar sem vornóttin vakir. Þorgils Sigurðsson S Liðna öld hafa Islendingar notið öruggrar fjármálaþjónustu Landsbanka Islands. Þjónustu sem sífellt verður fjölbreyttari á tímum tœkni og hraðra breytinga. A nýrri öld munu Islendingar njóta enn öflugri og fjölbreyttari þjónustu Landsbankans. Landsbankinn óskar öllum gleðilegra jóla, árs ogfriðar, með þökkfyrir viðskiptin um liðna tíð. Strandgötu 1, Akureyri Brekkuafgreiðslan, Kaupangi

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.