Fréttablaðið - 17.05.2017, Qupperneq 11
Deiliskipulagsmál við Seljalandsfoss hafa undanfarið vakið athygli í fréttum og
mikil viðbrögð hjá almenningi
sem sýna að mörgum er annt um
staðinn.
Svæðið frá fossinum Gljúfrabúa að
Seljalandsfossi hefur verið verndað
allt frá um 1970 og í hugum margra
er sú ósnortna ásýnd táknræn fyrir
staðinn og hluti af honum. Hamra
beltið við fossinn myndar fagra
landslagsheild allt til Gljúfrabúa og
hægt er að standa í töfraveröld undir
fallandi vatnskrafti fossins.
Mikill fjöldi ferðamanna sækir
staðinn heim og ljóst að bæta þarf
þjónustu við þá. Að frumkvæði
sveitarstjórnar var svæðið deili
skipulagt og verkið hafið með þau
heit að það yrði gert í samvinnu
við landeigendur. Þau orð hafa því
miður ekki gengið eftir.
Nú hefur verið samþykkt deili
skipulagstillaga í sveitarstjórn sem
innifelur að 2.000 fermetra og allt að
8 metra hátt mannvirki rísi á mel
unum sunnan húss Rangæingafé
lagsins. Það mun blasa við þegar
ekið er austur og á hluta í sjónlínu
við Seljalandsfoss.
Ekki er útskýrt hvaða starfsemi
á að vera í þessari 2.000 fermetra
þjónustumiðstöð. Nefna má að
stærð gestastofu á Hakinu á Þing
völlum er 200 fermetrar en verður
stækkuð í 1.000 fermetra. Þar er
um þjóðgarð að ræða en hvaða rök
liggja fyrir því að við Seljalandsfoss
rísi 2.000 fermetra þjónustumið
stöð?
Útbúa þarf bílastæði og salernis
aðstöðu sem eru til sóma. En þarf
að reisa risastóra þjónustumiðstöð
á þessu viðkvæma svæði? Á Hvols
velli er ein slík í 20 mínútna aksturs
fjarlægð. Þarf aðra við Seljalandsfoss
sem mun spilla ósnortinni ásýnd á
viðkvæmu svæði? Það gera sér allir
ljóst að stór bygging kallar á fleira
fólk sem dvelur lengur og leggur
meira álag á svæðið. Þolir svæðið
við Seljalandsfoss þann fjölda? Hafa
einhverjar rannsóknir verið gerðar á
því? Hefur þarfagreining verið gerð?
Hvaða rök liggja að baki? Eru það
rök markaðshyggju eða umhverfis
hyggju? Á að reisa þarna risamat
sölustað og túristaverslanir?
Tillögunni sópað til hliðar
Tillaga sem landeigendur við Selja
landsfoss lögðu til miðast við að
byggja við svokallað Brekkuhorn
sem liggur sunnan við fossinn og
utan svæðis milli Hamragarða og
Seljalandsfoss. Þar er mun hægara
að fella byggingu að landslagi en
tillögunni var sópað til hliðar með
þeim rökum að hún ýti ekki undir
heildarmynd staðarins. Það hljómar
undarlega að heildarmynd staðar
sem einkennist af ósnortnu landi
eflist með risamannvirki í miðju
þess!
Ummæli Náttúrufræðistofnunar
um þessa tillögu voru að henni
mætti gefa meiri gaum. Eigendur
YtraSeljalands sendu beiðni til
sveitarstjórnar um að endurskoða
niðurstöðu deiliskipulags vegna
þess að staða sveitarfélagsins væri
sú að þeir væru bæði eigendur hluta
landsvæðisins og framkvæmdaaðili
um deiliskipulag. Farið var fram á að
fenginn yrði hlutlaus aðili sem tæki
afstöðu til tillagnanna. Beiðninni
var vísað frá.
Sé reynt að gera sér í hugarlund
hvernig umhorfs verður ef fyrir
huguð mannvirki rísa er ljóst að
þegar horft verður frá nýjum Þórs
merkurvegi mun mikið mannvirki
bera í svæðið milli Hamragarða og
Verndum Seljalandsfoss
Guðrún
Ingibjörg
Hálfdanardóttir
jógakennari,
kennari og leið-
sögumaður
Seljalandsfoss og á kafla skyggja á
fossinn. Auk 2.000 fermetra bygg
ingar á 12 hæðum verða bílastæði
með hópferðabifreiðum og fólksbif
reiðum. Ósnortna myndin sem nú
er yfir svæðinu mun heyra fortíðinni
til. Að auki mun mikil umferð fólks
bíla og fólksflutningabíla til og frá
hringvegi hafa mikil áhrif á upp
lifun fólks – sem verða mun minni
verði byggt samkvæmt tillögunni
við Brekkuhornið.
Fjöldamargar ljósmyndir hafa
verið teknar af Seljalandsfossi sem
birtast víða og eitt vinsælt sjónar
horn er tekið að baki fossins. Verði
þetta mannvirki byggt samkvæmt
tillögu sveitarstjórnar mun það
bákn blasa við sjónum manna séð
handan fossins.
Aðrar þjóðir
hafa lært af mistökum
Það hefur verið tilhneiging í upp
byggingu ferðamannastaða að setja
mannvirki nærri náttúruperlum.
Aðrar þjóðir hafa lært af mistökum
og staðsetja frekar bílastæði og
önnur mannvirki í fjarlægð þannig
að fólk upplifir náttúruperluna með
að ganga að henni. Við Íslendingar
ættum að geta tileinkað okkur þekk
ingu annarra án þess að gera mis
tökin sjálf.
Umhverfi Seljalandsfoss er fagurt
en mjög viðkvæmt, dýrmætur staður
sem hægt er að eyðileggja og nú er
verið að taka óafturkræfa ákvörðun
fyrir komandi kynslóðir.
Við blasir að að sú tillaga sem
sveitarstjórn hefur samþykkt er
vanhugsuð, gróðasjónarmið ráða
og náttúrunni er fórnað. Engri ann
arri þjóð dytti í hug á okkar tímum
að byggja svona ofan í náttúruperlur
– slíkt á að heyra sögunni til, líka á
Íslandi.
Það sem ráði vali verði sönn nátt
úruvernd en ekki það að sveitarfélag
ið hyggst byggja í eigin landi – hvað
sem það kostar náttúruna og þrátt
fyrir vilja fólks til að vernda svæðið.
FRA
0517-05
Opinn fundur í Ráðhúsi Reykjavíkur
föstudaginn 19. maí, kl. 9 - 12
Fundurinn er öllum opinn. Boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.30
Dagskrá:
Opinn fundur 19. maí
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri: Athafnaborgin - uppbygging atvinnuhúsnæðis og innviða
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Icelandair hotels: Uppbygging á hótelum í
góðri sátt við nærumhverfið
Helgi Gunnarsson forstjóri Regins: Uppbygging á nýju verslunarhúsnæði í miðborginni –
hugmyndafræði og samráð við hagsmunaaðila
Stefanía G. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri CCP á Íslandi: Gróska – nýjar höfuðstöðvar CCP
Páll Hjaltason, arkitekt hjá PlusArk: Kvikmyndaþorp í Gufunesi
Ólöf Kristjánsdóttir hjá Mannvit: Borgarlína og tækifæri í þéttingarreitum
Hildur Gunnlaugsdóttir, arkitekt hjá Faxaflóahöfnum: Uppbygging í höfnum Reykjavíkur
Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Sjávarklasans: Haftengd nýsköpun og atvinnuþróun
í Reykjavík
Halldóra K. Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins: Stjórnsýsluborgin – fyrirhuguð
uppbygging hins opinbera í Reykjavík
reykjavik.is/athafnaborgin
Athafnaborgin Reykjavík
- uppbygging atvinnuhúsnæðis og innviða
S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11M i ð V i k u D A G u R 1 7 . M A í 2 0 1 7
1
7
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
E
0
-7
5
B
0
1
C
E
0
-7
4
7
4
1
C
E
0
-7
3
3
8
1
C
E
0
-7
1
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
1
6
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K