Fréttablaðið - 17.05.2017, Síða 36
Vísinda-Villi er uppátektarsamur.
Einar Mikael töfrar fram alls kyns
sjónhverfingar.
Sýningin Amazing Home Show í Laugardalshöll um helgina er ætluð allri fjöl-
skyldunni. Gestir geta kynnt sér
allt það nýjasta á markaðnum fyrir
heimilið og garðinn. Að auki er
ýmislegt í gangi fyrir börnin.
Á sýningunni verður skemmtileg
dagskrá fyrir börnin, bæði á
laugardag og sunnudag. Sérstakt
barnasvæði með leiktækjum
verður sett upp en þar geta börnin
fengið útrás í leik. Einnig verða
uppákomur á sviðinu. Á laugardag
kl. 12.30 kemur íþróttaálfurinn og
sýnir listir sínar. Bíbí og Björgvin
Frans mæta klukkan tvö með
töfrandi lög ævintýranna, Einar
Mikael töframaður galdrar svo
fram ýmislegt sem á eftir að koma
börnunum á óvart. Einar Mikael
verður á sviðinu kl. 15 og sjálfur
Vísinda-Villi kl. 16.
Á sunnudag eru einnig sýningar
á sviðinu. Sirkustrúðurinn Wally
sýnir listir sínar kl. 12.30, Bíbí og
Björgvin koma aftur á sunnudeg-
inum kl. 14 og sömuleiðis Einar
Mikael töframaður. Í lokin eru
það Bollywood-dívur Kramhúss-
ins sem dansa af krafti. Það er því
ýmislegt í gangi fyrir bæði börn og
fullorðna í Höllinni um helgina.
Einar Mikael er einn færasti
sjónhverfingamaður Íslands. Hann
útbýr sjálfur allar sínar sjónhverf-
ingar. Einar Mikael hefur hitt
heimsfræga töfra- og sjónhverf-
ingamenn.
Börnin þekkja Vísinda-Villa og
uppátæki hans. Hann hefur verið
með vinsælar sýningar í sjónvarp-
inu og á sviði Borgarleikhússins.
Þá hefur hann gefið út vinsælar
bækur.
Trúðurinn Wally hefur skemmt
Reykvíkingum síðustu ár með frá-
bærum sirkusatriðum. Á bak við
gervið er Lee Nelson sem er sirkus-
listamaður og sýnir með Sirkus
Íslands.
Töfrabrögð,
sirkustrúður og
Vísinda-Villi
Nýsköpunarmiðstöð stendur ásamt Samtökum iðnaðarins og Vista Expo að sýningunni Amazing
Home Show. Nýsköpunarmiðstöð
Íslands er vettvangur nýrra hugmynda á
völdum sviðum rannsókna, þróunar og
vísinda. Á heimasíðu miðstöðvarinnar
segir að stefna Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands sé að vera fyrsti valkostur sprota-
fyrirtækja sem leita stuðningsþjónustu
og aðstoða við fjármögnun hennar og
að vera burðarás í fjölþjóðlegu sam-
starfi rannsókna- og þróunarverkefna.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands leitast við
að vera í forystuhlutverki í stuðningi og
uppbyggingu skapandi atvinnugreina. Á
heimasíðu miðstöðvarinnar má kynna
sér samstarfs- og þróunarverkefni sem
verið er að vinna að, meðal annars
í hönnun og framleiðslu, verkefna í
ferðaþjónustu og verkefna sem miða að
aukinni nýtingu á orku. Þar segir einnig
að nýsköpun sé undirstaða framþróunar
á öllum sviðum mannlegs samfélags og
grundvöllur nýrrar þekkingar. www.
nmi.is
Vettvangur nýsköpunar
Ferðavagn
fyrir útivistina!
Notalegt svefnpláss fyrir tvo með góðu geymslurými.
Vel útbúin eldunaraðstaða með kæli, gaseldavél, vaski, 60 lítra
vatnstanki og sturtu. Hægt að bæta við aukahlutum, eins og þakgrind,
olíumiðstöð, aukatjaldi með gistirými fyrir tvo í viðbót o.m.fl.
SPENNANDI EHF
MÖRKIN 6
108 REYKJAVÍK
s: 893-7911
skuli@spenn.is
Kynningarverð!
Sýnum Caretta á Amazing Home Show!
- endilega kíkið við!
ATH! Utanvegaakstur er ólöglegur samkvæmt lögum.
16 KYNNINGARBLAÐ 1 7 . m a í 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R
1
7
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
E
0
-8
E
6
0
1
C
E
0
-8
D
2
4
1
C
E
0
-8
B
E
8
1
C
E
0
-8
A
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
1
6
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K