Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Síða 8

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Síða 8
helsta sem er á döfinni hverju sinni í hinum einstöku löndum. Hér á eftir verður reynt að draga saman það markverðasta úr skýrslunum. Hlutafélagalöggjöfin Vegna samræmingar ríkja Efnahagsbanda- lagsins á hlutafélagalöggjöfinni, þá eru á döfinni ýmsar breytingar í Danmörku. Lág- markskröfur um hlutafé breytast frá og með 1. jan. 1985 og verða Dkr. 300.000 (í stað Dkr. 100.000 nú) og hjá minni hlutafélög- unum (anpartsselskaber) Dkr. 80.000 (í stað Dkr. 30.000). Að því er varðarendurskoðun- arsviðið verður veigamikil breyting, þar sem felld verður niður sú tvískipting á endur- skoðunaryfirlýsingum sem hefur verið í gildi frá 1973, þ.e. annars vegar áritun endur- skoðenda á ársreikninginn og hins vegar sjálfstæða endurskoðunarskýrsla. í reynd hefur þessi tvískipting aldrei verið fram- kvæmd í Danmörk þar sem áritunin og skýrslan hafa verið sem ein eining hluti ársreikningsins. í ársbyrjun 1982 tóku gildi í Noregi ný lög um stofnanir (fonde). Stofnanir með atvinnu- starfsemi lúta lögum um bókhald og endur- skoðun. Ef eigið fé slíkra stofnan fer yfir Nkr. 500.000, þá skal stofnunin hafa endurskoð- anda (statsautoriseret eða registereret) eða að endurskoðun sé framkvæmd af ein- hverjum opinberum endurskoðunaraðila. Stragnari ákvæði um endurskoðendur hlutafélaga í Svíþjóð eru í athugun og tillaga er um að endurskoðandi (autoriseret eða godkendt revisor) verði kosinn í öllum hlutafélögum. í Danmörk er nú þegar krafist endurskoðenda (statsautoriseret eða regist- ereret revisor) fyrir öll hlutafélög. Á Islandi tóku ný hlutafélagalög gildi frá 1980, en einstök ákvæði tóku gildi frá og með 1. jan. 1982. Þar á meðal er ákvæði um að a.m.k. einn endurskoðandi hlutafélags skuli vera löggiltur þegar vissum stærðarmörkum er náð. Að öðru leyti er ekki krafist að hlutafélög hafi löggilta endurskoðendur, en auknar kröfur til ársreikninga hlutafélaga hafa í reynd í för með sér, að flest hlutafélög nota þjónustu löggiltra endurskoðenda. Skattalög Staðgreiðslukerfi skatta er á öllum Norður- löndum nema íslandi. Á þriðja áratug hafa verið uppi hugmyndir og umræður um að taka upp staðgreiðslukerfi á íslandi — lögð hafa verið fram frumvörp en ekkert orðið af framkvæmdum. Megin skattalagabreytingin á íslandi á s.l. ári eru lög um skattskyldu innlánsstofnana með gildistöku 1. jan. 1983. Innlánsstofnanir verða skattskyldar sem lög- aðilar skv. lögum um tekju- og eignaskatt. Það einkennir skattalagabreytingar í Dan- mörku, að þær gera framkvæmd skattalaga miklu flóknari, sem kemur að vísu til góða fyrir atvinnumöguleika danskra endurskoð- enda. En á meðan hefur einungis verið haldið áfram umræðu um nauðsynlegar og tímabæra heildarendurskoðun skattalaganna sem talin hefur verið mikil þörf á að gera samfara ýmsum efnahagsumbótum. Skattalög eru ávallt í athugun og taka oft miklum breytingum. í Svíþjóð voru á árinu 1981 samþykktar breytingar á lögum um skattlagningu fyrirtækja og sem taka gildi skattárið 1984. Nýjar reglur eru um fjárfest- ingarfrádrátt sem eiga að virka örvandi fyrir atvinnulífið. Þessi frádráttur gildir án tillits til fjármögnunaraðferða við fjárfestinguna og án tillits til hvort fyrirtækið er rekið með ágóða eða tapi. í Finnlandi hafa verið gerðar breytingar á skattlagningu fyrirtækja. Meðal annars er tekju- og gjaldskráningartímabilinu breytt þannig að lægri (uvæsentlige) tekju- og gjaldaleiðir má telja fram eftir greiðslutíma- reglu í stað hvenær þessir liðir verða til. Skilyrði þessa er þó að þessi aðferð sé sömuleiðis notuð í bókhaldinu. Félagsstarfið Félagsstarfið er mikið meðal allra norrænu 6

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.