Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Síða 10

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1983, Síða 10
annars vegar kemur frá UEC og hins vegar frá IFAC/IASC. Eru menn áhugasamir um að e-ð verði að gera, en spurning hvenær slíkt kæmi til framkvæmda. Rætt var um starfsemi IFAC og IASC og m.a. samþykkt að Norðurlöndin mundu styðja að kjöri fulltrúa Noregs í framkvæmda- stjórn IFAC á heimsþinginu í október 1982. (Fulltrúi Noregs var þar kjörinn í fram- kvæmdastjórnina). Ýmis önnur mál voru rædd á þessum árfundi sem ekki verður tíundað hér. En fundarhöldum lauk með fróðlegu og einstak- lega vel framsettu erindi um olíuvinnslu Norðmanna. Tilgangur með samvinnu innan NRF. FLE er þátttakandi í NRF (Norræna endurskoðendasambandið) og hefur svo ver- ið allt frá stofnun FLE 1935. Samstarf endurskoðenda í Skandinavíu er þó eldra eða frá 1924. í upphafi ver gert ráð fyrir víðtækri samvinnu innan NRF og að hluta til skuld- bindandi samvinnu á þeim sviðum er snerta góðar endurskoðunar- og reikningsskilavenj- ur. En þróunin í hinum ýmsu löndum NRF beinist ekki alls staðar í sömu áttir og ýmsar ástæður valda því, að erfitt er að framfylgja sameiginlegum tillögum og ólík þróun gerir erfitt að finna sameiginlega lausn. Þetta hefur m.a. orðið til þess, að norræna reikningsskila- nefndin hætti að starfa. Og norræna endur- skoðunarnefndin hefur ekki lengur á dagskrá sinni að gefa út norræna endurskoðunar- staðla, en í þess stað hefur starfið fyrst og fremst verið gagnkvæm skoðanaskipti um endurskoðunarvenjur og staðla þá, sem í undirbúningi eru hverju sinni hjá einstökum aðildarfélögum. Það er því eðlilegt, að nokkur umræða fari fram um tilgang og markmið samvinnu innan NRF. Segja má að samstarfið innan NRF hafi þróast á þann veg að það felst í: a) gagnkvæmri upplýsingamiðlun, b) gagnkvæmum skoðanaskiptum, sem hvoru tveggja hefur gefið þýðingarmiklar hugmynd- ir fyrir starfið í einstökum aðildarfélögum, c) skýrslugerð sem grundvöll umræðna um einstök fagleg málefni, sem ofarlega eru á baugi hverju sinni og gefa þannig málefninu breiðari grundvöll. d) samvinnu með það markmið að taka sameiginlega afstöðu til málefna sem koma frá þeim alþjóða samtökum sem öll NRF- löndin eru aðilar að og marka sameiginlega stefnu til þeirra fulltrúa sem NRF-löndin hafa í hinum ýmsu nefndum og ráðum alþjóða samtka. Þannig verða NRF-löndin áhrifa- meiri í viðkomandi samtökum. Á ársfundi NRF í Noregi 1982 var það sameiginleg niðurstaða að starfið innan NRF miðaðist við ofangreind atriði án þess að lokað væri fyrir þann möguleika að samstarf gæti orðið á öðrum sviðum. Og þó hér sé komin viss rammi utan um samstarfið, þá er viðbúið að frekari athugun og umræða verði um á hvern hátt þetta samstarf þjóni best sameiginlegum áhuga og tilgangi. Segja má að NRF hafi þannig ákaflega lausan ramma utan ums tarfsemi sína. Full- yrða má, að Danmörk, Noregur og Svíþjóð hafi mest not af þeim upplýsinga- og skoðana- skiptum sem eiga sér stað innan NRF. Þetta v á sínar eðlilegu skýringar þar sem þróun ýmissa mála er þar lengra á veg komin en í öðrum aðildarfélögum. En gagnsemi af þátttöku okkar í NRF er þó ótvíræð. Hún gefur okkur tækifæri til að fylgjast betur með því sem gerist á erlendum vettvangi og þróuinin á öðrum Norður- löndum hefur sín áhrif á þróun mála hjá okkur, bæði á félagslegum og faglegum sviðum. i 8

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.