Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Page 9
5. Skattlagningarkerfi á hinum
Norðurlöndunum
Hér á eftir verður fjallað lauslega um skattlagningu
hlutafélaga og hluthafa á hinum Norðurlöndunum.
Það athugist að kerfunum er aðeins lýst í höfuðdrátt-
um.
5.1. Finnland
Eins og lýst er hér að framan, sbr. tölulið 2., þá
gildir skattígildiskerfi í Finnlandi varðandi skattlagn-
ingu hagnaðar hlutafélags og arðs til hluthafa. Kerf-
ið var innleitt á árinu 1990 en þá hurfu Finnar frá frá-
dráttarkerfi sem svipaði til þess íslenska.
25% tekjuskattur er lagður á hagnað félagsins og
enginn ffádráttur er veittur vegna úthlutaðs arðs. Hjá
einstaklingum er skatthlutfall fjármagnstekna 25%;
hluthafinn telur arðinn til tekna að viðbættu skattí-
gildinu en á rétt á frádrætti sem svarar 1/3 af greidd-
um arði (75x1/3=25). Igildisfrádrátturinn er eingöngu
veittur aðilum heimilisföstum í Finnlandi nema tví-
sköttunarsamningur kveði á um annað og þá eingöngu
á gagnkvæmnisgrundvelli.
Varðandi arðgreiðslur milli félaga er komið í veg
fýrir tvísköttun með sömu aðferð eins og áður er lýst.
Hlutafjárarður sem finnskt félag greiðir erlendis bú-
settum félögum eða einstaklingum sætir 25% endan-
legum staðgreiðsluskatti. Þessi skattur er lækkaður
eða felldur niður í t\'ísköttunarsamningum eða sam-
kvæmt ESB- reglum.
Varðandi arðstekjur félags í Finnlandi erlendis frá þá
eru þær skattskyldar í Finnlandi skv. venjulegu skatt-
hlutfalli ef ekki er tvísköttunarsamningur við viðkom-
andi land. Erlendan skatt á arðgreiðslur félags má
draga einhliða ffá finnskum skatti. Frádráttur vegna
erlends félagaskatts á hagnað hins erlenda félags sem
arðurinn er greiddur af er ekld veittur.
Ef um er að ræða arðgreiðslur til finnsks félags frá
félagi heimilisföstu í landi sem Finnland hefur gert
tvísköttunarsamning við gilda eftirfarandi reglur:
Samkvæmt EBS- tilskipuninni ffá 1990 um móður
og dótturfélög, sbr. áður undir lið 4, er Finnland
skuldbundið til þess að létta tvísköttun á arðgreiðslum
ffá dótturfélagi í öðru EBS- landi frá 1. janúar 1995.
Þessa undanþágu má veita annað hvort með því að
undanþiggja slíkar arðgreiðslur skatti eða veita móð-
urfélaginu í Finnlandi ffádrátt vegna staðgreiðslu á
arðgreiðslur í landi dótturfélagsins auk ffádráttar
vegna þess hluta félagaskatts sem lagður er í því landi
á hagnað þann sem arðurinn er greiddur af.
Samkvæmt finnskum lögum er tilskipuninni varð-
andi arðgreiðslur utanlands ffá ffamfýlgt með undan-
þáguákvæði sem nær til félaga í öllum löndum sem
Finnland hefur gert tvískötmnarsamninga við en ekki
einungis landa innan ESB. Samkvæmt því eru arð-
greiðslur undanþegnar skatti í Finnlandi ef; a) finnska
félagið á a.m.k. 10% atkvæðamagns í því félagi sem
greiðir arðinn; eða b) finnska félagið á að minnsta
kosti 25% hlutafjár í hinu erlenda félagi.
Hér á effir fer dæmi um skattalega meðferð arð-
greiðslna milli dótturfélags á Islandi og móðurfélags í
Finnlandi sem á meirihluta í dótturfélaginu. Forsend-
ur í dæminu á töflu 7 eru eftirfarandi:
Hlutafé í dótturfélaginu er 400 þús. og hagnaðurinn
100. Tekjuskatmr er 33% og allur arður efitír skatt er
greiddur út. Taka má 15% staðgreiðsluskatt á Islandi
af þeim hluta arðsins sem er frádráttarbær.
TAFLA7
ÍSFAND
Hagnaður dótturfélags á Islandi 100
Frádráttarbær arður (400x10%) (40)
Skattskyldar tekjur dótturfél. (100-40) 60
Tekjuskatmr dótmrfélags (60x33%) (20)
Arður til úthlumnar (100-20) 80
Staðgreiðsluskatmr á íslandi (40x15%) (6)
Arðgreiðsla til Finnlands eftir ísl. skatta 74
FINNLAND
Arðstekjur frá Islensku dótmrfélagi 80
Undanþága v/ meira en 25% eignarhalds 80
Skattsk. arðstekjur ffá íslensku dótmrfél. 0
Staðgreiðsluskatmr á Islandi (6)
Arðstekjur frá ísl. dótmrfél. eftir skatt 74
5.2. Noregur
I Noregi var skattígildiskerfi, líkt því finnska, inn-
leitt 1. janúar 1992. Fyrir þann tíma höfðu Norð-
menn haft frádráttarkerfi líkt og Islendingar hafa nú.
Tekjuskatmr félaga er 28% og skattur á fjármagnstekj-
ur sömuleiðis 28%. Norska skattígildiskerfið er mjög
líkt því finnska og er ígildisfrádrátturinn venjulega
einungis veitmr hluthöfum búsetmm í Noregi.
Hlutafjárarður sem norskt félag greiðir erlendis bú-
setmm hluthöfum sætir 25% staðgreiðsluskatti nema
sú fjárhæð sé lækkuð samkvæmt ákvæðum tvísköttun-
arsamninga.
Varðandi arðgreiðslur milli félaga í Noregi er kom-
ið f veg fýrir tvískötmn með sama hætti og í Finnlandi.
Þegar tvísköttunarsamningur er ekki fýrir hendi er
7