Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Side 11

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Side 11
laga hefur það m.a. í för með sér að tap í einu félagi má draga frá hagnaði í öðra. 6. Samantekt Eins og fram kemur hér að framan er ffádráttur hjá hlutafélagi vegna arðsúthlutunar til hluthafa hvergi leyfður á hinum Norðurlöndunum, sbr. kafli 5 hér að ffaman. Finnland, Noregur og Svíþjóð höfðu slfkt kerfi áður, en nú hafa tvö fyrrnefhdu löndin farið yfir í skattígildiskerfi og Svíþjóð í sígilt kerfi. Danmörk hef- ur hins vegar farið úr skattígildiskerfi yfir í sígilt kerfi. Þá hefur hollenska fyrirkomulaginu aðeins verið lýst en þar er sígilt kerfi. Við lauslega skoðun á skattareglum Evrópuríkjanna 18 innan OECD varðandi skattlagningu hlutafélaga og hluthafa virðist Island vera eina landið sem beitir ffádráttaraðferð. Tíu lönd; Austurríki, Bretland, Finn- land, Frakkland, Irland, Italía, Noregur, Portúgal, Spánn og Þýskaland, hafa skattígildiskerfí. Sex lönd; Belgía, Danmörk, Holland, Luxembourg, Svíþjóð og Sviss, hafa sígilt kerfi. Grikkland, sem hafði frádráttar- kerfi, skattleggur hagnaðinn aðeins í félaginu án nokk- urs ffádráttar vegna greidds arðs. Það athugast þó að skattlagningarkerfi hinna ýmsu landa eru ekki öll „hrein“ kerfi. I Finnlandi og Noregi er það innifalið í skattígildis- kerfinu að arður (hagnaður) milli félaga innanlands er skatdagður hjá því félagi sem greiðir arðinn en það fé- lag sem móttekur arðinn sleppur við skattgreiðslu vegna ígildisffádráttarins. Þannig er komið í veg fýrir tvísköttun (keðjuskatdagningu) arðs milli félaga inn- anlands. Þá er í þessum löndum komið í veg fyrir tvísköttun vegna arðgreiðslna frá erlendu dótturfélögum með því að undanþiggja þær tekjur skatdagningu hjá móður- fyrirtækinu eða veita því ffádrátt vegna erlends stað- greiðsluskatts og skatts á hagnað þann hjá dótturfélag- inu sem arðurinn er greidddur af. Þetta er venjulega háð því að móðurfélagið eigi a.m.k. 25% í dótturfélag- inu. Arðgreiðslur rnilli innlendra félaga í Svíþjóð og Danmörku eru undanþegnar skatdagningu ef móður- félagið á a.m.k. 25% í dótturfélaginu Þessi undanþága gemr einnig náð til arðs frá erlendum dótturfélögum ef skatdagning í landi dótturfélagsins er sambærileg skatdagningu í landi móðurfélagsins. Þá er samskött- un félaga í Danmörku heimil að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Enda þótt ESB- tilskipunin um móður/dótturfélög sé einungis bindandi fyrir lönd Evrópusambandsins er ljóst að hún mun einnig hafa áhrif á lönd utan sam- bandsins. Eins og ffam kemur í kafla 5 hér að framan er tíl- gangur tilskipunarinnar tvíþættur: I fyrsta lagi að tryggja það að aðildamki móðurfé- lagsins annað hvort falli frá skattlagningu hagnaðar dótturfélagsins í öðru aðildarríki eða, ef það skattlegg- ur slíkan hagnað, leyfi móðurfélaginu að draga frá sköttum í heimaríkinu þann félagaskatt sem greiddur hefur verið af dótturfélaginu í hinu aðildarríkinu. I öðru lagi að undanþiggja arðgreiðslur dótturfélags til móðurfélags staðgreiðsluskattí. Eins og rakið er í kafla 2 hér að ffarnan getur 10% frádráttarreglan í íslenska kerfinu komið í veg fyrir tví- skattlagningu (keðjuskatdagningu) milli dótturfélags og móðurfélags innanlands ef hagnaður dótturfélags- ins er 10% eða ntinna af hlutafé þess. Að því leyti sem hagnaðurinn er meiri en 10 % er hann skattlagður bæði hjá dótturfélaginu og móðurfélaginu. Vandamál- ið versnar þegar um er að ræða greiðslur á hagnaði úr landi. I kafla 3.1. er sýnt dæmi um það að tekjuskattur á hagnað íslenska dótturfélagsins er núll og stað- greiðsluskatturinn einungis 5%. Þróunin í Evrópu sýnir að ffádráttarreglan hefur verið á undanhaldi og þekkist vart lengur í Evrópu- löndum OECD. Handbærar upplýsingar frá Norður- löndunum og öðrum Evrópulöndum staðfesta þá þró- un að skattlagning félaga fer fyrst og fremst fram í því félagi þar sem tekjuskapandi starfsemi á sér stað og reynt er að forðast keðjuskatdagninu milli dóttur- og móðurfélaga og stefht er að því að innheimta engan staðgreiðsluskatt af arðgreiðslum milli dóttur- og inóðurfélags. íslenska ffádráttarreglan gengur í þveröfuga átt þar sem hún gerir ráð fyrir því að skattinum sé aflétt í dótturfélaginu en tekinn í móðurfélaginu sem leiðir tíl þess að fá verður í samningum hærri staðgreiðsluskatt af arðgreiðslum úr landi (hækkunarreglan). Afleiðing- in verður einnig sú að hluthafi heimilisfasmr á íslandi sætir þyngri skatdagningu á íslandi en hluthafi heim- ilisfastur erlendis. Þetta skal skýrt með eftirfarandi dæmi í töflu 8. For- sendur: íslenskt dótturfélag, hlutafé 1000 þús. í meiri- hlutaeign bandarísks móðurfélags, hagnaður 100 þús. allur úthlutaður eftir skatta. félags 33% og stað- greiðsluskattur af arði til útlanda 5%. Bæði erlenda móðurfélagið og innlenda móður- 9

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.