Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Page 12
TAFLA8 Móðurfélag Móðurfélag
í Bandaríkjunum á Islandi
Hagnaður dótturfélags 100 100
Frádráttarbær útb. arður 100 100
Skattskyldur hagnaður 0 0
Tekjuskattur dótturfélags 0 0
Skattur af greiddum arði Nettó til móðurfél. e. skatt (5) (33)
(án tillits til erl. skatta) 95 67
félagið fá hagnað dótturfélagsins óskertan af sköttum
vegna frádráttarreglunnar. Islenska móðurfélagið
greiðir 3 3 % tekjuskatt af mótteknum arði en ekki næst
nema 5% staðgreiðsluskattur á Islandi vegna arð-
greiðslunnar til bandaríska móðurfélagsins.
Eins og lýst er í kafla 3.2. hér að framan hefur verið
leitast við að jafna ójafnvægið í skattgreiðslum milli Is-
lands og annarra landa með því að semja um hærri
staðgreiðslusskatt af þeim hluta arðsins sem fæst ffá-
dreginn skv. 10% reglunni. Þessi hækkunarregla gild-
ir ekki í bandaríska samningnum en hefur í öðrum
samningum venjulega í för með sér að beita má 15 %
staðgreiðsluskatti á arðgreiðslur til erlendra félaga.
I samningaviðræðum okkar við aðrar þjóðir hefur
okkur verið bent á að þetta hátt hlutfall staðgreiðslu-
skatts milli félaga hafi letjandi áhrif á erlenda fjárfest-
ingu á Islandi á sama tíma og aðrar Evróðuþjóðir falla
frá slíkri skattlagningu. Þá hafa vaknað spurningar hjá
viðsemjendum okkar um það hvers vegna við leyfum
ffádrátt frá tekjum hlutafélags vegna arðgreiðslna -
sem ætti almennt séð að vera ætlað til þess að hvetja
til fjárfestingar- en reynum síðan að ná þessari ívilnun
til baka með hækkuðum staðgreiðsluskatti.
Af þessari samantekt má m.a. ráða eftirfarandi:
1) Reglur íslenskra laga um skattalega meðferð arðs
innan hlutafélaga og milli hlutafélaga eru orðnar
mjög frábrugðnar því sem tíðkast í öðrum Evrópu-
löndum innan OECD.
2) Núgildandi reglur koma ekki í veg fyrir keðjuskatt-
lagningu milli móður-og dótturfyrirtækja, þannig
að sami hagnaðurinn getur sætt margskattlagningu
milli fyrirtækja í sama fyritækjahópnum.
3) Þessi keðjuskattlagning getur rýrt samkeppnisstöðu
íslenskra fyrirtækja gagnvart fyrirtækjum í öðrum
löndum þar sem komið er í veg fyrir slíka skattlagn-
ingu.
4) Islenska frádráttarreglan veldur því í samningum
við aðrar þjóðir að erlendir hluthafar geta sætt hag-
stæðari skattlagningu en hérlendis búsettir.
5) Frádráttarreglan gerir samningsstöðu Islands erfiða
vegna þess að hún veitir samningsaðilanum sjálf-
krafa ívilnun sem veldur því að óeðlilegt misvægi
verður á skiptingu skatttekna milli Islands annars
vegar og samningsríkisins hins vegar þannig að Is-
land fær hlutfallslega lítið í sinn hlut.
6) Hagræði frádráttarreglunnar fyrir erlenda fjárfesta
leiðir væntanlega til þess að erlent fjármagn leitar
fljótlega úr landi aftur.
HEIMILDASKRÁ:
European Tax Handbook 1995
Cross-border dividends, Rainer Söderholin, 1992
Trends in International Taxation, David W. Williams, !991.
International Tax Glossary, IFA 1988
10