Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Qupperneq 13
Þjónustusinnuð viðhorf ryðja sér
til rúms í Bretlandi
Rætt við prófessor Andrew J. Christie.
Andrew J. Christie, félagi hjá Arthur Anderssen
& Co í Skotlandi, prófessor í skattskilum við
Heriot Watt Háskólann og stjómarmaður í ICAS,
Félagi löggiltra endurskoðenda í Skotlandi, flutti
íslenskum endurskoðendum og gestum þeirra er-
indi á vel heppnuðum Endurskoðendadegi FLE í
apríl síðastliðnum. Flestum bar saman um að pró-
fessor Christie hefði komið ffam með athyglis-
verða hluti í máli sínu, en hann íjallaði um það
hvemig samskiptum skattyfirvalda í Bretlandi
annars vegar og endurskoðenda og umbjóðenda
þeirra hins vegar væri háttað.
ALIT tók prófessor Christie tali meðan hann
stóð hér við og ræddi við hann um sérgrein hans,
skattamál, og þróunina á því sviði í heimalandi
hans eins og hún blasir við honum. En fyrst er
prófessor Christie þó spurður um sjálfan sig.
„Eg hef verið hjá Arthur Andersen óralengi finnst
mér, eða alveg frá því ég útskrifaðist úr háskóla árið
1971. Það má segja að ég hafi strax í byrjun, eða í
kringum 1973, farið að sérhæfa mig í skattskilum,“
segir prófessor Christie aðspurður um feril sinn sem
endurskoðandi. Varðandi prófessorsnafnbótina kveðst
hann vera heiðursprófessor við Herriott Watt háskól-
ann í Edinborg, en í því felist þó ekki mikil kennsla,
hann flytji einungis tilfallandi fyrirlestra.
Hins vegar situr prófessor Christie í stjórn ICAS -
Félags löggiltra endurskoðenda og tekur virkan þátt í
starfinu þar og „það er væntanlega sem stjórnarmanni
þar, sem mér er sýndur sá heiður að vera boðið til Is-
lands,“ segir hann.
Opnara kerfi
Ymislegt hefur gerst á þeim aldarfjórðungi, sem lið-
inn er frá því prófessor Christie tók til starfa hjá Art-
hur Anderssen & Co og ALIT innti hann efdr því
hverjar honum fyndust vera stærstu breytingarnar á
þessum 25 árum hvað varðar skattskil og skattamála-
umræðu?
Prófessor A.J. Christie flytur erindi sitt á
Endurskoðendadegi
„Eg held að ég megi segja - eins og ég raunar gat
um í fyrirlestri mínum - að mestu breytingarnar liggi
í því hversu öll samskipti milli skattayfirvalda og okk-
ar, sem erum að vinna við skattskilin hinum megin ffá,
eru orðin opinskáari. Það er miklu auðveldara að nálg-
ast upplýsingar í dag en áður og upplýsingamiðlunin
er meiri. Sjálf löggjöfin hefur líka verið að breytast á
þessum tíma og verður sffellt einfaldari og aðgengi-
legri. Margbrotin og flókin löggjöf er vissulega ennþá
til staðar, en hún var jafnvel enn flóknari árið 1973. I
þá daga og alveg ífam eftir níunda áratugnum voru
embætti skattstjóra það sem kalla mætti hefðbundnar
embættismannastofhanir, í þeim skilningi að starfsem-
in tók ekki sérstaklega mikið mið af þeim sem þurftu
að eiga við stofhanimar. Starfsemin miðaðist kannski
ekki síður við þarfir embættismannanna. Þetta hefur
gjörbreyst með tilkomu neytendavænni eða þjónustu-
sinnaðri sjónarmiða, sem skattayfirvöld hafa tileinkað
11