Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Page 22
1.7. Aðlögun að ákvæðum EES samningsins.
Lög og reglur sem í gildi eru á Norðurlöndunum og
varða skilyrði fyrir löggildingu starfsréttinda á endur-
skoðunarsviði og opinbera skráningu þessara réttinda
uppfylla í meginatriðum þau ákvæði í reglum ESB sem
ná til þessara atriða.
2.0. Innra eftirlit og hlutverk endurskoðenda
hjá fjármálastofnunum
2.1. Innra eftirlit hjá fjármálastofhunum
Af hálfu norðmanna var undir þessum lið fjallað um
eftirlitsábyrgð, skráningu og staðfestingu á innra eftir-
liti í bönkum. Fyrirliggjandi eru reglur um þetta atriði
útgefnar af Kredittilsynet sem tóku gildi 15. janúar
1994. Reglurnar skiptast í eftirfarandi 4 menginþætti.
1. Eftirlitsábyrgð
1.1. Eftirlitsábyrgð stjórnar.
1.2. Eftirlitsábyrgð daglegs stjórnanda.
2. Skráning innra eftirlits.
2.1. Yfnsýn yfir innra eftirlit.
2.2. Yfirferð yfir áhættuatriði og öryggisþætti.
3. Staðfesting á innra eftirliti.
3.1. Staðfesting frá stjórnendum.
3.2. Staðfesting frá óháðum aðila, t.d. innri endur-
skoðun eða ytri endurskoðanda.
4. Upplýsingaskylda gagnvart Kredittilsynet
4.1. Varðveisla gagna og upplýsingagjöf til Kredittil-
synet.
Ofangreind upptalning kaflaheita og undirkaflaheita
gefa hugmynd um innihald þessara reglna. I reglunum
er lögð mikil áhersla á þátttöku stjórnar og stjórnenda
viðkomandi banka í að koma á fullnægjandi innra eft-
irliti, skráningu eftirlitsþátta og staðfestingarferli.
Reglurnar voru settar í kjölfar þeirra áfalla sem norsku
bankarnir urðu fyrir á seinni hluta síðasta áratugar og
byrjun níunda áratugarins en ein af ástæðum áfallanna
var talin hafa verið ófullnægjandi stjórnun bankanna.
2.2. Hlutverk endurskoðenda fjármálastofnana
A síðustu árum hefur aukist umræða um hlutverk
endurskoðenda fjármálastofnana. Fyrirliggjandi er al-
þjóðlegur staðall um endurskoðun alþjóðlegra við-
skiptabanka (ISA No. 6). Meginregla staðalsins er að
samræmi sé í framkvæmd endurskoðunar yfir landa-
mæri hjá bönkum sem starfa á alþjóðlegum markaði.
Rætt var um að hve miklu leyti þessi staðall gæti verið
grundvöllur að staðli fyrir góða endurskoðunarvenju
innan hvers lands. Alþjóðlegir staðlar láta endurskoð-
endum eftir að útfæra ýmis famkvæmdaratriði endur-
skoðunar og er sú útfærsla þá byggð á huglægu mati.
Þess vegna er talin þörf á leiðbeinandi reglum um
framkvæmd endurskoðunar og að slíkar reglur séu
settar af þeim aðila sem fer með eftirlit með fjármála-
stofnunum.
Fram kom að Norðmenn hyggjast taka upp framan-
greindan ISA staðal og kemur hann þá í stað þess stað-
als sem gilt hefur um endurskoðun fjármálastofhana. I
undirbúningi er ennffemur að setja nánari reglur í
Noregi um endurskoðun fjármálastofnana. Fram kom
að í Danmörku setti Finanstilsynet á árinu 1993 regl-
ur um framkvæmd endurskoðunar hjá fjármálastofn-
unum. I Finnlandi eru ekki til sérstakar reglur um
nánari framkvæmd endurskoðunar hjá fjármálastofh-
unum og virðist nýleg löggjöf um lánastofnanir í Finn-
landi ekki gera ráð fyrir að slíkar reglur séu settar. Af
hálfu Svía kom fram að reglur varðandi endurskoðun
hjá fjármálastofhunum hefðu verið aðlagaðar ISA -
staðli nr. 6. Af Islands hálfu var gerð grein fyrir þeim
reglum sem nýlega voru settar í samráði við löggilta
endurskoðendur um endurskoðun hjá fjármálastofh-
unum.
2.3. Sambandið milli eftirlitsstjómvalds og endur-
skoðenda fjármálastofhana
Samkvæmt lögum og reglum sem gilt hafa í einstök-
um ríkjum Kiorðurlandanna er almennt ekki gert ráð
fyrir beinni upplýsingaskyldu af hálfu endurskoðenda
til eftirlitsstjórnvalds varðandi atriði sem gætu talist
gagnleg fyrir eftilitsaðilann. Sama á við um aðgang
eftirlitsstjórnvalds að endurskoðanda fjármálastofhun-
ar, þ.e. eftirlitsaðilinn hefur ekki heimild til að krefja
endurskoðandann um upplýsingar. Hins vegar hafa
eftirlitsaðilarnir aðgang að endurskoðunarskýrslum
sem endurskoðandi sendir fjármálastofnun.
Norðmenn gerðu sérstaka grein fyrir lögum og
reglum sem gilda um upplýsingaskyldu endurskoð-
enda í Bretlandi en fulltrúar frá Kredittilsynet höfðu
sérstaklega kynnt sér það mál og var niðurstaða þeirra
sú að í Noregi ætti að stefna að því að taka upp svipað
kerfi og í Bretlandi þar sem það myndi leiða til árang-
ursríkara eftirlits með fjármálastofnunuin.
Nú liggur fyrir svonefhd Post BCCI-tilskipun sem
taka á gildi á miðju ári 1996. I þessari tilskipun eru
m.a. ákvæði um skyldu endurskoðanda til að upplýsa
20