Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Síða 25
3. Almenn undirstöðuatriði (drög)
3.1 Væntingar þeirra sem eiga beinna hagsmuna að gæta
Þegar áhættuþættir sem stefna hlutlægni í hættu
koma ffam eða virðast í uppsiglingu skyldi viðkomandi
endurskoðandi ætíð velta því fyrir sér hvort gera eigi
málsaðilum grein fyrir tengslum, aðstæðum eða hags-
munum sem í húfi eru.
3.2 Almannahagur og hugsanleg áhrifhans á verkið
Það liggur svo að segja í orðanna hljóðan að lög-
bundin endurskoðun varðar almannahag.2 Þetta er oft
tdltekið beinum orðum í lagafyrirmælum, svo sem það
að leyfa eða kreíjast þess að lögskipaðir endurskoð-
endur fyrirtækja sem rekin eru samkvæmt reglugerð,
til dæmis banka, hafi samráð við fulltrúa stjórnvalda.
3.3 Aðstæður
3.3.1 Lög og stéttarlegar siðareglur um sjálfstæði og
hlutlægni eru ríkjandi í flestum löndum. Sums staðar
hafa verið settar takmarkanir á starfssvið endurskoð-
enda til þess að vernda sjálfstæði þeirra í ásýnd. Þó að
þessi lög eða reglur séu mismunandi eftir löndum ber
að leggja á það áherslu að þessa álitsgerð má ekki nota
til þess að koma sér undan eða sneiða hjá lögum og
reglugerðum að því marki sem þau stefna að því að
vernda almannahag. Auk þess að fara að landslögum
og siðareglum stéttarinnar verður hver endurskoðandi
fyrir sig að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að gæta
eigin hlutlægni.
3.3.2 Aðstæður við endurskoðun eru síbreytilegar.
Þess vegna hafa endurskoðendur ætíð þurft að gefa
nýjan gaum að viðbrögðum sínum við áhættuþáttum.
2 A undanliðnum árum hefur mikið verið rætt um almannahag
í tengslum við smáfyrirtæki. Það er almennt viðurkennt að
hluthafar í lidum eigendareknum fyrirtækjum þurfa á endur-
skoðanda að halda sem ráðleggur og leiðbeinir stjómendum
og veirir stundum lagalega ráðgjöf, auk þess sem hann leggur
nokkuð hlutlægt mat á fyrirtækið. Einkar gagnleg, en nokkuð
órökvísleg, viðurkenning á þessari hagnýtu þörf birtist oft í
því að smáfyrirtækjum er veitt undanþága ff á kvöðum um lög-
bundna endurskoðun.
Vegna þess að stjórnendur sem jafnframt em eigendur fyrir-
tækis hafa tvö sjónarhorn á það er þeim (og öðrum sem á þá
treysta, svo sem starfsmönnum, viðskiptavinum og lánar-
drottnum) ffemur umhugað um að forðast hættur sem stafa af
því að lítið fyrirtæki fái lélega ráðgjöf og leiðbeiningar en þær
sem skapast af smávægilegri hlutdrægni í endurskoðun. Sem
stendur gera lög engan greinarmun af nákvæmlega þessu tagi
og því er það ekki heldur gert í þessari álitsgerð, en þetta er
undirstöðuatriði í boðum og bönnum sem skráðum hlutafé-
lögum em sett. Reglur um þau em strangari en reglur sem
gilda fyrir smá- og einkafyrirtæki.
Ekki er unnt að gera neina tæmandi úttekt hér en end-
urskoðendur ættu að hafa komið sér upp siðareglum
og vinnureglum í eigin starfi sem þeir geta stuðst við.
Eftirtalið má nefna sem viðmið:
Þess er vænst að endurskoðendur hafi frá upphafi
starfsferils fengið þjálfun í því að breyta af ráðvendni í
öllu starfi sínu og viðskiptum og einnig að leitast við
að sýna hlutlægni og góða dómgreind. Þessar kröfur
skipta miklu máli í matinu sem þarf að fara fram áður
en þeir öðlast réttindi. Endurskoðendastarfið byggist á
því að leggja fram faglegt mat sem krefst hlutlægni.
Þess vegna eiga endurskoðendur að vera vel þjálfaðir í
því að leiða persónulegar skoðanir og kenndir hjá sér
við úrskurði sína.
Þar sem orðspor endurskoðenda um hlutleysi og
hlutlægni er grundvöllur þess að þeir geti innt starf sitt
af hendi og fengið verkefni í nokkurri bráð og lengd
hljóta þeir allir, hvort sem þeir starfa einir eða í félagi
við aðra, að gæta þess að það bíði ekki hnekki.
Akveðnir starfshættir á endurskoðunarstofum og efidr-
lit með starfi sérhvers meðeiganda stuðla að því að
tryggja hlutlægni endurskoðenda.
3.4 Ymsar varúðarrástafanir
Endurskoðandinn starfar innan um stéttarsystkini
sín og í flestum Evrópulöndum hefur stéttin komið
sér upp ýmiss konar varúðarráðstöfunum og refsiá-
kvæðum.
Endurskoðendastéttin setti sér siðareglur fyrir
löngu og koma þær að hluta til ffam í þessari álitsgerð.
I áranna rás hefur stéttin staðið vörð um þessar regl-
ur með eftirlitskerfi sem:
• bregst við umkvörtunum, jafnt frá almenningi sem
stéttarsystkinum
• kannar undirrót umkvartananna og ef nauðsyn ber
til
• grípur til aðgerða gagnvart endurskoðandanum sem
kvartað var yfir.
Þar við bætist að í nokkrum löndum hefur stéttin
staðið fyrir öflugu eftirliti með reglugerðarbundnum
störfum á borð við reikningsskil. Það er því sennilegt
að fyrra framferði endurskoðunarstofa og núverandi
starfshættir við að gæta hlutlægni lendi undir smásjá
óháðra fagmanna komi upp áhöld um frammistöðu
þeirra.
3.5 Hlutlægni erýmis hætta búin
Ymislegt getur orðið til þess að draga úr hlutlægni
og er sumt almenns eðlis en annað tengt aðstæðum við
viðkomandi verkefhi. Til þess að koma auga á áhættu-
23