Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 26

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 26
þætti þarf endurskoðandinn að líta þá faglega. Hann þarf að hafa varúðarráðstafanirnar sem hér fylgja á eft- ir í huga, en þeim er ædað að aðstoða hann við að gæta hludægni. 3.6 Hluthegni Fjallað er nánar um sérstaka þætti sem vega að hlut- lægni í siðareglum aðildarfélaga Samtaka evrópskra endurskoðenda, og þá í ljósi viðskiptalegra og menn- ingarlegra aðstæðna í hverju landi um sig. I þessari álitsgerð eru nefnd nokkur almenn atriði sem skipta máli þegar menn leiða hugann að áhættuþáttum. 3.7 Ahættuþættir em ttieðal annars: 1. Eiginhagsmunir. Hludægni endurskoðenda getur verið hætta búin af fjárhagsástæðum eða öðrum eiginhagsmunum. Þetta gætí tíl dæmis stafað af: • einhverjum beinum eða óbeinum fjárhagslegum ábata af viðskiptavini (dæmi uin þetta eru rædd hér á eftir í greinum um hagsmuni í tengslum við við- skiptavin, fjárhagslega eða annars konar) • óviðeigandi ásókn eftir hærra endurgjaldi eða frek- ari störfum fyrir viðskiptavininn • ótta við að missa viðskiptavin (vegna þess að rnenn eiga of mikið undir honum) • eða hvaða öðrum áhrifaþætti sem gæti valdið því að endurskoðandi slægi af ýtrustu kröfum um ná- kvæmni í störfum sínum í von um velþóknun þess sem endurskoðun er gerð fyrir. 2. Sjálfskoðun. Hér er átt við þann vanda sem virð ist geta komið upp við að halda hlutlægni þegar fengist er við það sem er nánast endurskoðun á eigin gjörðum, svo sem þegar mat eða niðurstöður fyrri endurskoðunarverks eða annars verks er dregið í efa eða þarfnast endurmats áður en hægt er að ganga frá ársreikningum. I þessum flokki er í raun algengasti og erfiðasti vandi endurskoðand- ans sá að horfast í augu við möguleikann á að hans eigið mat í fyrri reikningsskilum fyrir viðskiptavin- inn hafi verið rangt, einkum þegar það er skoðað eftir á. 3. Umboð. Hlutlægni endurskoðanda getur verið hætta búin ef hann gerist talsmaður fyrir (eða á móti) málstað viðsldptavinar síns eða umboðsmað- ur hans í klögumáli af einhverju tagi. Málaferli eru augljósasta dærnið, en hvaða aðstæður sem eru, þar sem endurskoðandi kemur fram sem fulltrúi við- skiptavinar, geta valdið því að hann verði afar vil- hallur og stofni hlutlægni sinni í hættu. 4. Kunningsskapur. Verið getur að endurskoðandi 24 láti hrífast um of af persónuleika viðskiptavinarins og eiginleikum og beri þess vegna hag hans of mik- ið fyrir brjóstí, oftreysti því sem hann segir eða slaki á kröfum sínum um að sannreyna fullyrðing- ar hans - vegna þess að hann þekkir viðskiptavin- inn eða málefnið of vel eða af öðrum ámóta ástæð- um. 5. Undanlátssemi. Hér er átt við möguleikann á því að endurskoðandinn láti kúgast af hótunum, ráð- ríki eða öðrum þvingunum, raunverulegum eða ímynduðum, af hálfu viðskiptavinarins, félaga hans eða einhvers annars. Ymsir fleiri áhættuþættir hafa komið til tals, en of- angreindir eru þeir flokkar sem sennilega skipta mestu máli fyrir tilgang þessara leiðbeininga - sem er að benda á bestu varúðarráðstafanirnar. 3.8 Hugsanlegar vaniðairáðstafanir gegn nokkrum áhættuþáttum Þar sem áhættuþættir eru til staðar ættu endurskoð- endur ávallt að huga að öryggisráðstöfunum og starfs- háttum sem geta rutt þeim úr vegi eða dregið úr þeim. I sumum löndum eru varnaglar slegnir í lögum eða siðareglum stéttarinnar. I slíkum tilvikum þarf endur- skoðandinn líka að gæta þess að fara að gildandi regl- um. Eftirtalið mætti hafa til viðmiðunar: Endurskoðunarstofur geta sett innanhússreglur til að tryggja að menn komi auga á hættu á árekstrum, taki á henni og dragi þar með úr henni. Þessar reglur ætti aðeins láta uppi við utanaðkomandi aðila ef stjórnunarlegt eða reglugerðarbundið eftirlit bjóða svo. Eftirfarandi eru dæmi um innanhússreglur sem setja mætti til þess að reyna að tryggja að hlutlægni sé gætt í endurskoðun: 1. Ráðstafanir sem tryggja að starfsmenn hafi full- nægjandi þjálfun og leyfi til þess að ræða öll mál sem snerta hlutlægni og þá varða við annan endur- skoðanda á sömu stofu. 2. Aðild annars endurskoðanda á sömu stofu (hæfs starfssystkinis, séu rnenn einir á báti) til þess að fara yfir mál eða gefa ráð. 3. Starfsmenn flytjist milli verkefna eða samstarfs- hópa. 4. Aðild þriðja aðila, t. d. endurskoðunarneíndar, stjórnar eða annars endurskoðanda. 5. Ráðstafanir til þess að minnka hættu á árekstrum með því að takmarka þekkingu, svo sent ineð því að banna að deildir skiptist á upplýsingum. Þetta á betur við þegar endurskoðunarstofan sinnir ráð- gjöf til viðskiptavina fremur en endurskoðun. (Það

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.