Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Side 30

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Side 30
Alexander G. Edvardsson, löggiltur endurskoðandi. Sameiningar félaga Inngangur: Efini þessarar greinar er umfjöllun um það með hvaða hætti félög í viðskiptum tengjast innbyrðis. Sameiningar félaga eru aðeins ein af fleiri aðferðum, sem notaðar eru við slíkar tengingar. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þeim reikningsskilaað- gerðum sem beitt er við mismunandi tegundir af samtengingum félaga og þær skýrðar með skýr- ingardæmum. Samtengingar félaga Með samtengingum félaga er átt við atburði þar sem tvö eða fleiri félög eru sett undir sameiginleg yfirráð og mynda þannig eina efnahagslega einingu. Helstu ástæður þess að ákveðið er að sameina eða tengja sam- an félög eru eftirfarandi: a. Niðurfelling á föstum kostnaði. Líklegt er að hægt sé að ná fram slíkum sparnaði hjá félögum sem eru í sömu atvinnugrein eða hafa með höndum líkan rekstur. Nokkuð hefur verið um sameiningar félaga hér á landi á síðustu misserum, sérstaklega í sjávar- útvegi, og verður að telja að tilgangur þeirra flestra hafi verið að ná ffarn hagræðingu í rekstri og lækka þannig kostnað. b. Tæknileg samvinna og samtenging á ffamleiðslu. Slík samvinnna og samtenging getur verið hag- kvæm þegar eitt félag framleiðir hráefhi fyrir annað félag. Hér getur einnig verið uin það að ræða að tryggja viðskiptahagsmuni t.d. þegar fiskvinnslufyr- irtæki kaupir hlut í útgerðarfélagi með það í huga að tryggja sér hráefni. c. Betri nýting eigna. Slíkt getur átt við ef eignir eins félags eru illa nýttar vegna slæmrar stjórnunar. d. Skattalegt hagræði vegna nýtingar yfirfæranlegra tapa. Hér á landi hafa möguleikar félaga til að nýta sér þetta hagræði verið takmarkaðir mikið. Helstu aðferðir við að koma á samtengingum félaga eru eftirfarandi: 1. Samruni Félag sem á allt hlutafé annars félags tekur til sín allar eignir og yfirtekur allar skuldir viðkomandi félags í stað hlutabréfaeignarinnar. Félag, sem þannig er yfirtekið, hverfur sem sjálfstætt félag, en verður oft eins og deild innan þess félags sem yfir- tók. 2. Sameining Nýtt félag er stoffiað, sem gefur út hlutafé í skipt- unt fyrirhlutafé tveggja eða fleiri félaga, sem við það hverfa sem sjálfstæð félög. Nýja félagið yfir- tekur allar eignir og skuldir eldri félaganna. 3. Kaup Eitt félag kaupir hluta eða allt hlutafé annars félags og greiðir fyrir það með útgáfu hlutafjár, pening- um, skuldabréfum eða á einhvern annan hátt. Ef meirihluti hlutafjár er keyptur verður viðkomandi félag dótturfélag þess sem keypti, en heldur áfram að vera til sem sérstakt félag. 4. Eitt félag kaupir allar eða flestar eignir annars fé- lags og yfirtekur skuldir þess. Algengasta aðferðin við að tengja saman félög er sú sem nefnd er kaup hér að framan og eru margar ástæð- ur fyrir því. Þegar eitt félag er að tryggja sér yfirráð yf- ir öðru er engin ástæða til að eignast allt hlutafé við- komandi félags. Eingöngu er nauðsynlegt að eignast meirihluta hlutafjár í félagi til að ná yfirráðum yfir því. Þegar uni samruna er að ræða, eins og honum er lýst hér að framan, þarf félag hins vegar að eiga allt hluta- fé viðkomandi félags. Samtengingar félaga eru gerðar með það í huga að 28

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.