Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Page 32

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Page 32
8. Aðrar skuldir og skuldbindingar skulu metnar á nú- virði að teknu tillitd til vaxta. Samlegðaraðferð: Samlegðaraðferðin byggist á þeirri forsendu að sýna beri samtengd félög eins og þau hefðu alltaf starfað sem eitt félag. Af því leiðir að eignir og skuldir í þeim félögum, sem tengjast, eru yfirfærðar yfir í hið nýja fé- lag á bókfærðu verði. I efnahagsreikningi hins samein- aða félags nemur óráðstafað eigið fé sömu fjárhæð og samanlagt óráðstafað eigið fé þeirra félaga sem tengj- ast. Vinsældir þessarar aðferðar byggðust á þeirri stað- reynd að ákveðnar samtengingar félaga, þar sem greitt var með hlutafé, voru líkari því að vera sameining á hagsmunum hluthafa frekar en kaup á eignum. Sam- eining á hagsmunum hluthafa var augljós í samteng- ingum þar sem eingöngu var um að ræða skipti á hlutabréfum og þar sem félög voru af líkri stærð. Hluthafar og stjórnendur slíkra félaga héldu sínum hagsmunum og störfum oft óbreyttum eftir samteng- ingu. Þar sem félag getur í slíkum tilfellum ekki kall- ast kaupandi eða seljandi eru eignir, skuldir og eigið fé samstæðunnar fært við bókfærðu verði. Ekki er tekið tillit til markaðsverðs útgefinna hlutabréfa eða hreinn- ar eignar viðkomandi félaga samkvæmt þessari aðferð. Reikningsskil við samtengingu samkvæmt samlegð- araðferðinni eru nokkuð frábrugðin reikningsskilum samkvæmt kaupaðferðinni. Mismunur rnilli þessara aðferða er eftirfarandi: 1. Samkvæmt samlegðaraðferðinni eru allir reikning- ar ársreiknings (rekstrarreikningur, efnahagsreikn- ingur, yfirlit uin eigið fé og sjóðstreymi) færðir upp í samstæðureikningsskilum á kaupári, eins og sam- tengingin hafi átt sér stað í upphafi reikningsárs. Þessi aðferð byggir á þeirri kenningu að samkvæmt samlegðaraðferðinni sé verið að leggja saman bæði núverandi og eldri hagsmuni hlutliafa. A hinn bóg- inn er aðeins viðeigandi að færa upp samstæðuefna- hagsreikning við kaup samkvæmt kaupaðferðinni. Þegar kaupaðferðinni er beitt eru rekstrarreikning- ar þeirra félaga sem tengjast ekki lagðir saman vegna tímabila fyrir sameiningu. 2. Gangverð hreinnar eignar dótturfélaga kemur ekki fram í samstæðureikningi samkvæmt samlegðarað- ferðinni, þar sem fjárfesting í dótturfélagi er ein- göngu færð til eignar á bókfærðu verði samkvæmt þessari aðferð. Gangverð hreinnar eignar kemur hins vegar fram þegar kaupaðferðin er notuð vegna þess að fjárfesting í dótturfélagi er þar færð til eign- ar á raunverulegu kaupverði. 3. Oráðstafað eigið fé samstæðu við samtengingu sam- kvæmt samlegðaraðferðinni inniheldur hlutdeild móðurfélags í eigin fé dótturfélags. Hins vegar er aðeins eigið fé móðurfélags sýnt samkvæmt kaup- aðferðinni. Að teknu tillitd til fyrrgreindra atriða eru kostdr sam- legðaraðferðarinnar fyrst og fremst fólgnir í því að ekki er framkvæmt neitt endurmat eigna, þar sem all- ar eignir félaganna era færðar á bókfærðu verði. Af því leiðir að ekki kemur til afskriftar af yfirverði á næstu árum eftir samtengingu og verður hagnaður félaga því yfirleitt hærri ef samlegðaraðferðinni er beitt en ef kaupaðferðin er notuð. Hinir miklu kostir samlegðaraðferðarinnar ásamt þeirri staðreynd að ekki voru til ákveðnar reglur um beitingu þessarar aðferðar leiddu tdl þess að samlegð- araðferðin var nokkuð misnotuð í Bandaríkjunum á árunum 1960-1970. Árið 1970 voru settar ákveðnar reglurnar um beitdngu kaupaðferðar og samlegðarað- ferðar (APB opinion no. 16). Þessar reglur takmörk- uðu mjög möguleika á notkun samlegðaraðferðarinn- ar. Akvæði sem samtenging félaga verður að uppfylla samkvæmt bandarískum reikningsskilaaðferðum til þess að beita megi samlegðaraðferðinni era efdrfar- andi í lauslegri þýðingu. Uppfylla verður öll tólf ákvæðin svo notkun hennar sé heimil: 1. Þau félög sem tengjast verða að vera sjálfstæð með sérstaka stjórn og mega ekki hafa verið í eigu ann- arra félaga sem tengjast síðustu tvö árin. 2. Þau félög sem tengjast mega ekki eiga meira en 10% hvert í öðru við sameininguna. 3. Samtengingin verður að gerast strax, þ.e. innan árs og samkvæmt ákveðinni áætlun. 4. Aðeins má gefa út almenn hlutabréf fyrir almenn hlutabréf í þeirn félögum sem tengjast og 90% hlutafjár verða að seljast við samtenginguna. 5. Ekki má breyta vægi atkvæða. 6. Félögin mega ekki kaupa aftur hlutabréf sem gef- in voru út vegna sameiningarinnar. 7. Arðshlutfall verður að haldast óbreytt. 8. Atkvæðisréttur verður að haldast óbreyttur í nýju félagi, þ.e. ekki má skerða hann. 9. Samtengingunni verður að vera lokið á ákveðnum tíma og engin ákvæði mega vera um frekari útgáfu hlutabréfa til hluthafa þeirra félaga sem tengjast. 30

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.