Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Side 34
1. Kaup samkvæmt kaupaðferð:
Ef ofangreind samtenging er flokkuð sem kaup og
kaupaðferð beitt er færsla sú sem M hf. færir í sínum
bókum til þess að gera grein fyrir fjárfestingu sinni eft-
irfarandi:
Fjárfesting í dótturfélagi 10.000
Hlutafé 5.000
Lögbundinn varasjóður 5.000
Færsla þessi er í samræmi við þau fyrirmæli urn
kaupaðferðina að fjárfesting í dótmrfélagi skuli færð til
eignar á raunverulegu kaupverði. Ekki er heldur reynt
að færa upp óráðstafað eigið fé D hf. í bókum M hf.
Oll hækkun á eigin fé, sem færð er í bækur M hf., er
færð á innborgað hlutafé.
2. Kaup samkvæmt samlegðaraðferð:
Ef gengið er út frá þeirri forsendu að ofangreind
viðskipti beri að meðhöndla sem kaup samkvæmt sam-
legðaraðferðinni er færsla sú sem gerð er í bókum M
hf. vegna viðsldptanna eftirfarandi:
Fjárfesting í dótturfélagi 8.200
Hlutafé 5.000
Lögbundinn varasjóður 1.000
Óráðstafað eigið fé 2.200
Samkvæmt þessari aðferð er bókfært verðmæti eigin
fjár D hf. sú fjárhæð sem lögð er til grundvallar við
ákvörðun á verðmæti fjárfestingar í dótturfélagi hjá M
hf. Fjárhæð sú sem færð er til hækkunar á lögbundn-
urn varasjóði í færslunni að framan er í raun afgangs-
stærð. Fjárhæð þessi er ekki til í bókum D hf. Hér er
við það miðað að óráðstafað eigið fé D hf. flytjist yfir
í hið nýja félag í samræmi við þá kenningu að hin sam-
tengda eining eigi að endurspegla fjárhagsstöðu sem
væri eins og ef bæði félögin hefðu alltaf verið eitt fé-
lag. Nafnverð útgefinna hlutabréfa fært til hækkunar á
hlutafé. Það sem síðan er afgangs er fært til hækkunar
á lögbundnum varasjóði.
Með þessari færslu hefur bókfært verðmæti eigin
fjár D hf. verið fært til eignar sem fjárfesting í dóttur-
félagi. Segja má að M hf. hafi yfirfært eignir og skuld-
ir D hf. í sínar bækur á bókfærðu verði með þessari
færslu.
3. Samruni samkvæmt kaupaðferð:
Við samruna yfirtekur M hf. allar eignir og skuldir
D hf., sem við það hættir að vera til sem sjálfstætt fé-
lag. M hf. yfirtekur eignir og skuldir D hf. eins og fé-
lagið hefði keypt þessar eignir beint þar sem kaupað-
ferðinni er beitt. M hf. færir því eftirfarandi færslu í
sínurn bókum vegna þessarar fjárfestingar:
Veltufjármunir 1.000
Varanlegir rekstrarfjármunir 9.000
Viðskiptavild 700
Skuldir samtals 700
Hlutafé 5.000
Lögbundinn varasjóður 5.000
Eftir þessa færslu eru allar eignir og skuldir D hf.
færðar í bókhaldi M hf.
4. Samruni samkvæmt samlegðaraðferð.
Samkvæmt þessari aðferð yfirfærast allar eignir og
skuldir D hf. yfir í M hf. á bókfærðu verði og D hf.
hættir að vera til sem sjálfstætt félag. Færsla sú sem
gerð er í bókum M hf. er eftirfarandi:
Veltufjármunir 1.000
Varanlegir rekstrarfjármunir 8.000
Skuldir samtals 800
Hlutafé 5.000
Lögbundinn varasjóður 1.000
Óráðstafað eigið fé 2.200
Eignir og skuldir D hf. eru nú skráðar í bækur M hf.
eins og þær hefðu alltaf tilheyrt því félagi.
5. Sameiningar
Við sameiningu félaga er nýtt félag stofhað sem yf-
irtekur allar eignir og skuldir tveggja eða fleiri félaga,
sem við það hætta að vera til sem sérstök félög. Ef slík
sameining er skráð samkvæmt kaupaðferð eru eignir í
raun keyptar, af þeim félögum sem sameinast, á mark-
aðsverði. ‘I samræmi við fyrirmæli hér að framan um
óráðstafað eigið fé, er það ekki fært upp við samein-
inguna.
Ef sameining er hins vegar gerð samkvæmt sam-
legðaraðferðinni eru eignir og skuldir tveggja eða
fleiri félaga yfirteknar á bókfærðu verði. Óráðstafað
eigið fé hins nýja félags verður því samanlagt óráðstaf-
að eigið fé þeirra félaga sem sameinast. Það er í sam-
rænti við þá kenningu að hið nýja félag eigi að hafa
sömu fjárhagsstöðu og þau félög sem sameinast.
Lokaorð
Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir helstu
tegundum af samtengingum félaga og þeim reikn-
ingsskilaaðferðum sem ber að beita við hverja tegund.
Rétt er að taka fram að þar sem ekki eru til ákveðnar
vinnureglur hér á landi, sem styðjast við lög eða fyrir-
mæli, hefur verið litið til bandarískra reglna um þetta
efni. Þar er löng hefð fyrir notkun þeirra og ekkert
sem bendir til að þær eigi ekki jafht við hérlendis.
32