Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Qupperneq 35
Látnir félagar
I minningu
Odds Péturssonar
Þann 15. mars 1995 lést á Reykjalundi íyrrverandi félagi okkar, Oddur
Pétursson, löggiltur endurskoðandi, eftir langvarandi veikindastríð.
Oddur var fæddur árið 1944 og var því aðeins rúmlega fimmtugur þeg-
ar hann féll frá. Eftir nám í Verzlunarskóla Islands starfaði hann um nokk-
urra ára skeið við skrifstofustörf hjá Stálsmiðjunni, en árið 1969 hóf hann
nám í endurskoðun hjá Guðjóni Eyjólfssyni, löggiltum endurskoðanda.
Frá árinu 1973 starfaði hann á endurskoðunarskrifstofu okkar, sem þá hét
Endurskoðunarskrifstofa N. Manscher sf, fyrstu árin sem nemi.
Eftir að Oddur hafði öðlast löggildingu til endurskoðunarstarfa hélt
hann til London ásamt eiginkonu sinni og dætrum til þess að öðlast nýja
reynslu í faginu. I London starfaði hann um rúmlega eins árs skeið hjá
endurskoðunarfirmanu Coopers & Lybrand við góðan orðstýr. Sá er þess-
ar línur ritar núnnist ánægjulegrar helgardvalar á heimili þeirra hjóna frá
þessu tímabili, þar sem Oddur á sinn gamansama hátt sagði ffá mönnum
og málefnum sem hann hafði kynni af.
Eftir heimkomuna hóf hann svo aftur störf á skrifstoíu okkar. Hann
varð meðeigandi að skrifstofunni ífá janúar 1977. Þar starfaði hann svo til
ársins 1983 er alvarleg veikindi gerðu honum ókleift að sinna störfum sín-
um.
Oddur ávann sér traust og virðingu viðskiptavina skrifstofunnar með
vandvirknislegum vinnubrögðum og trúverðugri framkomu sinni. Við
sem störfuðum með Oddi á þessum árum minnumst glaðværðar hans og
gamansemi, og sterkum vilja hans til þess að láta hvarvetna gott af sér
leiða, jafnt í starfi sem leik. Eiginkonu hans, dætrum og öðrum ástvinum
sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Odds Péturs-
sonar.
f.h. Endurskoðunarmiðstöðvarinnar Coopers & Lybrand hf
Valdimar Guðnason
33