Ráðunautafundur - 13.02.1979, Síða 10

Ráðunautafundur - 13.02.1979, Síða 10
- 168 - 5. Kornastærð. 6. Magn lífrænna efna. 7. Bygging. 8. Holurými. 9. Samhengi. 10. Rótarvöxtur. 11. Grunnvatnsstaða - rakaástand. 12. Aðrar athugasemdir. c)__Sniöið_S2álft (lífrænn jarðvegur). 1. Lagþykkt. 2. Skil milli laga. 3. Litur.- 4. Rotnun (von-Post-skali). 5. Þéttleiki. 6. Rótarvöxtur. 7. R^ð-útfellingar. 8. Kísilset eða önnur setlög. 9. Steinefnaáfok. 10. Kvist- eða trjáleifar. 11. Grunnvatnsstaða- rakaástand. 12. Aðrar athugasemdir. Til að betur megi verða ljóst hvers er að vænta af snið- lýsingu, verður hér á eftir fjallað um slíkar lýsingar úr Dalasýslu, sem dæmi um hvers konar upplýsinga er að vænta, en að sjálfsögðu getur það verið breytilegt milli svæða. Sniðlýsingar í Dalasýslu. Fjallað verður um niðurstööur 25 sniðlýsinga úr Dalasýslu og ætti af lýsingum þessum og niðurstöðum efnagreininga að sjást hvaða þættir koma fram sem máli geta skipt við marg- víslegar ræktunarframkvæmdir. Alls voru tekin snið á 25 stöðum í sýslunni úr 4 megin jarðvegsflokkum, þ.e. flóa, hallamýri, mólendi (mismunandi djúpu) og áreyrajarðvegi. Telja verður að meginhluti alls ræktunarlands svæðisins falli undir þessa flokka. Það má ljóst vera að sniðafjöldinn er mjög takmarkaður og það sem fram kemur því nánast vísbending en ekki endanleg niðurstaða. Votlendið er hér sem víðast annarsstáðar myndað af líf- rænum leifum mismunandi mikið rotnaðra. Grunnvatnsstaða oftast við eða í yfirborði, þar sem ekki hefur verið ræst. Áberandi er fremur hátt hlutfall ólífrænna efna í votlendis- flokkunum tveim. Þurrlendisflokkarnir eru að mestu myndaðir við áfok (móajarðvegurinn) og framburð áa og lækja (áreyra- jarðvegurinn). Þó móajarðvegurinn sé misdjúpur er oftast um grunnan jarðveg að ræða. Áreyrajarðv. er mjög grunnur og gróf- korna.

x

Ráðunautafundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.