Ráðunautafundur - 13.02.1979, Blaðsíða 33

Ráðunautafundur - 13.02.1979, Blaðsíða 33
191 Reitir, sem fengu sömu áburðarmeðferð 1978 eru samliggjandi í tveimur röðum og því er ekki nema að litlu leyti um eiginlegar endurtekningar að ræða, þótt margar uppskerutölur liggi að baki hverju meðaltali. Mismunandi áhrif nýræktaráburðar eftir grastegundum virðast þó ótvíræð. í tilraunaskýrslu fyrir 1976 (Fjölrit Rala nr. 14) fékk tilraunin þessa umsögn: "Vallarfoxgrasið spratt vel og var slegið í október. Uppskera var ekki vegin en var nálægt 30 hkg/ha. Hinar tegundirnar voru ekki slegnar. Vallar- sveifgrasið varð vel grænt, en mjöldögg lagðist þungt á það seinni hluta sumars og dró úr vexti. Snarrótin grænkaði ekki nema á smáblettum. Landið gæti hafa verið of þurrt til þess". í tilraun nr. 354-75 var einnig sáð vallarfoxgrasi og þar fengu B-, E- og F-liðir sambærilega umsögn. Niðurstaða sú, sem hér var frá skýrt, bendir eindregið til þess, að áburðarþörf á nýrækt se mismunandi eftir tegund sáðgresis. Athugasemd sú úr tilraunaskýrslu, sem vitnaö var til, sýnir, að vallarsveifgrasið og þó einkum snarrótin eru mun seinni til sáningarárið en vallarfoxgrasið. Nær- tækt er því að álykta, að gras, sem vex hægt upp af fræi, myndi betri svörð með aukinni áburðargjöf. Reynslan af snarrótarsáningu hefur víða orðið sú, að liöið hafa tvö til þrjú ár, áður en hún hefur skilað fullum árangri, enda hefur fræið oft verið lélegt. Svipuð hefur reynslan verið með aðrar tegundir, þegar sáð hefur veriö fræi af íslenskum uppruna, sem ekki hefur staðist gæðakröfur. Ef til vill mætti í slíkum tilfellum tryggja árangur sáningarinnar með mikilli áburðargjöf. Hér er e.t.v. einnig fengin nokkur skýring á því, hve vel vallarfoxgrasnýræktir hafa reynst. Tilraunaniðurstaða sú, sem hér var rædd, fellur að vísu engan veginn undir titilinn "ídreifing búfjáráburðar". Hins vegar þótti hún það athyglisverð í sjálfu sér, að þörf væri á að vekja á henni athygli, en jafn- framt gefur hún til kynna, að vænta megi annars árangurs af ídreifingu, ef öðru en vallarfoxgrasi er sáð, en það var ýmist einrátt eða ríkjandi í öllum tilraununum. Niðurlag. Raktar hafa verið ýmsar helstu niðurstöður tilrauna með ídreifingu búfjáráburðar. Þær sýna meðal annars, að vænta má verulegs árangurs af allmikilli áburðarnotkun, sem getur enst í nokkur ár. Tilraununum mun verða haldið áfram enn um hríð. Ekki er nema að litlu le'yti unnt að segja,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ráðunautafundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.