Ráðunautafundur - 13.02.1979, Síða 33

Ráðunautafundur - 13.02.1979, Síða 33
191 Reitir, sem fengu sömu áburðarmeðferð 1978 eru samliggjandi í tveimur röðum og því er ekki nema að litlu leyti um eiginlegar endurtekningar að ræða, þótt margar uppskerutölur liggi að baki hverju meðaltali. Mismunandi áhrif nýræktaráburðar eftir grastegundum virðast þó ótvíræð. í tilraunaskýrslu fyrir 1976 (Fjölrit Rala nr. 14) fékk tilraunin þessa umsögn: "Vallarfoxgrasið spratt vel og var slegið í október. Uppskera var ekki vegin en var nálægt 30 hkg/ha. Hinar tegundirnar voru ekki slegnar. Vallar- sveifgrasið varð vel grænt, en mjöldögg lagðist þungt á það seinni hluta sumars og dró úr vexti. Snarrótin grænkaði ekki nema á smáblettum. Landið gæti hafa verið of þurrt til þess". í tilraun nr. 354-75 var einnig sáð vallarfoxgrasi og þar fengu B-, E- og F-liðir sambærilega umsögn. Niðurstaða sú, sem hér var frá skýrt, bendir eindregið til þess, að áburðarþörf á nýrækt se mismunandi eftir tegund sáðgresis. Athugasemd sú úr tilraunaskýrslu, sem vitnaö var til, sýnir, að vallarsveifgrasið og þó einkum snarrótin eru mun seinni til sáningarárið en vallarfoxgrasið. Nær- tækt er því að álykta, að gras, sem vex hægt upp af fræi, myndi betri svörð með aukinni áburðargjöf. Reynslan af snarrótarsáningu hefur víða orðið sú, að liöið hafa tvö til þrjú ár, áður en hún hefur skilað fullum árangri, enda hefur fræið oft verið lélegt. Svipuð hefur reynslan verið með aðrar tegundir, þegar sáð hefur veriö fræi af íslenskum uppruna, sem ekki hefur staðist gæðakröfur. Ef til vill mætti í slíkum tilfellum tryggja árangur sáningarinnar með mikilli áburðargjöf. Hér er e.t.v. einnig fengin nokkur skýring á því, hve vel vallarfoxgrasnýræktir hafa reynst. Tilraunaniðurstaða sú, sem hér var rædd, fellur að vísu engan veginn undir titilinn "ídreifing búfjáráburðar". Hins vegar þótti hún það athyglisverð í sjálfu sér, að þörf væri á að vekja á henni athygli, en jafn- framt gefur hún til kynna, að vænta megi annars árangurs af ídreifingu, ef öðru en vallarfoxgrasi er sáð, en það var ýmist einrátt eða ríkjandi í öllum tilraununum. Niðurlag. Raktar hafa verið ýmsar helstu niðurstöður tilrauna með ídreifingu búfjáráburðar. Þær sýna meðal annars, að vænta má verulegs árangurs af allmikilli áburðarnotkun, sem getur enst í nokkur ár. Tilraununum mun verða haldið áfram enn um hríð. Ekki er nema að litlu le'yti unnt að segja,

x

Ráðunautafundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.