Ráðunautafundur - 13.02.1979, Side 32

Ráðunautafundur - 13.02.1979, Side 32
190 Eftirverkunaráhrif áburóarins koma einkum fram þannig, að skorts fer að gæta á b- og c-reitum, þar sem hóflegur eða lítill áburður var borinn á nýræktina. Hins vegar munar minnstu á a-liðum eftir því hver nýræktar- skammturinn var. Hin árlega alhliða áburðargjöf hefur þó ekki náð að jafna til fulls mun á reitum. Einkum er munurinn enn áberandi á Reykhólum og Hvanneyri^þannig að stærstu búfjáráburðarskammtarnir skera sig úr. Á Sámsstöðum var munurinn enn mikill 1977. Á A-, B-, C- og D-liðum var upp- skeran að meðaltali 22,3 hkg/ha en 39,8 hkg/ha á E- og F-liðum. Erfitt er að dæma eftir þessum niðurstöðum, hvort áhrif búfjáráburðar endast lengur en áhrif tilbúins áburðar. Ýmislegt bendir þó til að svo sé, ef nýræktarskammturinn er álitinn jafngildi 50 tonna af búfjáráburði. Má þar nefna annars árs niðurstöður á Geitasandi (Fjölrit Rala nr. 14) og þriðja árs niðurstööur á Reykhólum (5. tafla). Niðurstöður þessara tilrauna má nota til að meta, hve mikil eftirverkunar- áhrif hinna ýmsu áburðarefna í búfjáráburði eru,með því að skoða í samhengi uppskerutölur og efnainnihald í grassýnum, en þaö verður ekki gert hér. Áburður á nýrækt á Skriðuklaustri 1976. 1 tilraun nr. 392-76 með mismunandi skammta af N, P og K á þrjár gras- tegundir á Skriðuklaustri, sem sáð var til samtímis í tilraun nr. 354-75 14.-15. júní 1976, átti að bera á 37 N, 44 P og 75 K (kg/ha af hreinum efnum). Er það um tveir þriðju hlutar af nýræktarskammtinum í B-lið í 354-75. Hugmyndin var að stilla áburðargjöf á nýræktarstigi í hóf, svo að skýrari áburðaráhrif fyndust í tilrauninni. Áburði var dreift með áburðardreifara í nýræktina. Svo fór þó, að í fyrstu ferðunum var áburðardreifarinn stilltur á þrefalt áburðarmagn. Þar með var komin til sögunnar ný tilraunameðferð, sem náði til 6 m af 9 m lengd á helmingi reitanna. Uppskerutölur á fyrsta og öðru ári fyrir hverja grastegund og hvorn nýræktarskammt, meðaltal allra árlegra áburðarliða og sláttutíma eru sýndar í 6. töflu. 6. tafla. Uppskera þriggja grastegunda tvö fyrstu túnræktarárin eftir mis- mikinn nýræktaráburð. Þurrefni hkg/ha. Uppskera 1977. Lítill nýræktaráburður Mikill nýræktaráburður Uppskera 1978. Lítill nýræktaráburður Mikill nýræktaráburður Vallarfoxgras Vallarsv.gras Korpa Fylking Snarrót 73,0 37,4 26,3 73,3 49,4 45,3 62,8 63,5 76,0 66,6 70,3 82,6

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.