Ráðunautafundur - 13.02.1979, Side 35

Ráðunautafundur - 13.02.1979, Side 35
193 RAÐUNAUTAFUNDUR 1979 N?TING BOFJARABURÐAR A TjN Sigfús ölafsson, Búnaðarfélagi Islands. Hér verður stuttlega greint frá árangri tilrauna með yfirbreiðslu búfjáráburðar á tún. Þessi tilraunasería, sem hér er fjallað um, var framkvæmd á fjórum tilraunastöövum og hafði m.a. að markmiði að finna nýtingu búfjáráburðar borið saman viö tilbúinn áburð. Dreifing búfjáráburðar, mykju og taðs , á tún haust og vor hefur verið algengur nýtingarmáti hjá bændum. Breytt viðhorf hafa skapast að nokkru með tilkomu haugsuga, sem dreifa for. Einnig er nokkuð algengt að dreift sé utan hins venjulega tíma t.d. á frosna jörð að vetri. Eldri tilraunir veita fræðslu um áburðarnýtingu við venju- lega yfirbreiðslu. Slík vitneskja er mikilvæg við leiðbeiningar um áburðarnotkun og mat á breyttum aðstæðum, þó að slíkt bendi kanski á þörfina á nýjum tilraunum. Um framkvæmd tilrauna. 1 1. töflu er yfirlit um nokkur atriði varðandi framkvæmd tilraunanna. A Reykhólum, Akureyri og Skriðuklaustri voru reyndir eftirfarandi tilraunaliðir: a) Enginn áburður b) Búfj áráburður 10 tonn/ha. c) " 20 tonn/ha d) " 20 tonn/ha + 50 kg N í Kjarna e) Tilbúinn áburður, jafngildi b-liðar að N, P og K f) " " , jafngildi c-liðar að N, P og K A Hvannéyri var brugðið út af þessu plani þannig, að d-lið var sleppt og köfnunarefnisgjöf í tilbúnum áburði í e- og f-lið var höfð 60% af þessu efni í búfjáráburðinum.

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.