Ráðunautafundur - 13.02.1979, Page 51

Ráðunautafundur - 13.02.1979, Page 51
209 Lostætni. Lostætni er erfitt aö meta, einkum í litlum athugunarreitum, en þar sem beitt hefur verið á beringspuntinn í tilraunum hefur hann bitist jafnt á við aðrar tegundir. Oft er fylgni milli lostætni og meltanleika innan tegundar og því líklegt að beringspuntshey sé betra en hey af snarrót. Beringspuntur til uppgræðslu. Árin 1975 og 1976 var sáð til stórra uppgræðslutilrauna á söndum og örfoka svæðum í mismunandi hæð yfir sjó. Alls var sáð til 274 stofna af 60 tegundum og var beringspuntur í öllum sáningunum. Mat á grasinu er birt í 4. töflu. 4. tafla. Mat á beringspunti í uppgræðslutilraunum 1977 pg 1978. Staður Hæð yfir sjó Niðurstöður Skógasandur 10 m Geitasandur Rang. 80 m Þjórsárdalur v/Búrfell 180 m Sigalda 450 m (Fjölrit Rala 37. Stofnar og tegundir, Andrés Arnalds o.fl. 1978). Hvergi kal. Einkunn fyrir þakningu alls staðar 9 (skali 0-9) Alls staðar í efsta sæti tegunda í mati. Það virðist því mega álykta að hér sé fundin tegund sem hentimjög vel til uppgræðslu í örfoka land. Helstu annmarkar eru hve erfitt er að sá fræinu sem er létt og loðir auk þess nokkuö saman. Beringspuntur í túnrækt. Auk ofangreindra tilrauna hefur beringspunti verið sáð víða í athugunar- reiti í nýræktir hjá bændum, einkum 1977 og 1978, en of snemmt er að draga ályktanir út frá þeim sáningum enn. Þó reyndi á kalþol í einni slíkri athugun að Ærlækjarseli í N.-Þingeyjarsýslu5en þar stóð beringspunturinn svipað og snarrót, lítið sem ekkert kalið. Beringspunti var einnig sáð í athugunarreiti að Görðum á Grænlandi ásamt fleiri tegundum vorið 1977. Svell lágu yfir tilraunasvæðinu síðvetrar 1978. Ekki sá á beringspuntinum en allar tegundir aðrar dóu út, þar á meðal vallarsveifgras (Fylking, Holt), túnvingull (Rubina) 0g vallarfoxgras (Korpa).

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.