Ráðunautafundur - 13.02.1979, Page 72

Ráðunautafundur - 13.02.1979, Page 72
230 Aðferðir til að finna dulda erfðavísa eru vel þekktar. Duldir erfðavísar verða aðeins fundnir með afkvæmarann- sóknum. Duldum erfðavísum verður aldrei útrýmt með skipulegu ræktunarstarfi. Sæðingarstarfsemin hefur verið virkasta tækið til að lækka tíðni slíkra erfðavísa og skiptir miklu að skráning slxkra eiginleika sé traust. Tengsl eiginleika og erfðamörk Nauðsynlegt er að gera sér fulla grein fyrir tengslum milli eiginleika. í fyrsta lagi til að geta sagt fyrir væntanlegar breytingar í einum eiginleika vegna úrvals fyrir öðrum eiginleika. í öðru lagi til að finna hugsanlega tengda eiginleika til aö velja fyrir þeim eiginleika sem við viljum bæta. Þetta er sérstaklega mikilvægt í sambandi við sjúkdóma vegna hins lága arfgengis og skiptingarinnar £ afmarkaða flokka. Erfðatengsl eru fyrst og fremst til komin vegna fjölvirkni erfðavísa. Einnig geta erfðatengsl verið vegria tengdra erfða- vísa eða fyrra úrvals, en slík erfðatengsl eru tímabundin og skipta því minnu. Rannsóknir beinast hvað mest að því að finna t.d. efna- þætti í blóði eða vefjum, sem hugsanlega eru tengdir viðnáms- þrótti gegn sjúkdómum. Lerner (1961) hefur sett fram þá kenningu að líkur séu á neikvæöri fylgni viðhaldseiginleika og eiginleika, sem lengi er stundað strangt úrval fyrir. Erfðamörk kallast augljós ytri einkenni sem setja má í beint samband við aðra eiginleika. Ýmis slík erfðamörk sem tengjast sjúkdómum eru þekkt hjá búfé. Blendingsrækt og skyldleikarækt Greinilegur blendingsþróttur hefur oft komið fram í mót- stöðu gegn sjúkdómum. Leiða má sök að því að í sumum tilfellum megi vænta stórs hluta erfðabreytileika í sjúkdómsmótstöðu í slíkum erfðum. Skipuleg blendingsrækt er enginn valkostur í búfjárrækt hérlendis, þannig að þeir möguleikar standa okkur

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.