Ráðunautafundur - 15.02.1989, Blaðsíða 38
-30-
þúfugrasa jafngilda aðeins 1-2 daga kolefnisnámi (Richards og Caldwell, 1985;
Thorgeirsson og Richards, 1989). Mikið magn lausra kolvetna hefur þó mælst í
norðlægum tegundum (Chapin, 1985) og því hugsanlegt að mikilvægi þeirra sé meira á
norðlægum svæðum. Margt bendir hins vegar til þess að forði steinefna gangi þar til
þurrðar áður en kolvetnaforðinn hefur verið að fullu nýttur (Chapin, 1985). Ef svo er,
takmarkast endurvöxutur eftir blaðskerðinguna fremur af framboði næringarefna en
kolvetna. Frekari rannsóknir þarf til að skera úr um þetta.
Samspil kolvetna og steinefna er einnig mjög mikilvægt. Þetta samspil kemur
meðal annars fram í áhrifum blaðskerðingar á rótarvöxt. Það dregur almennt úr
rótarvexti og rótarstarfsemi í kjölfar blaðskerðingar (Archer og Tiezen, 1986; Halldór
Þorgeirsson, 1989). Þetta er afleiðing skertrar kolvetnisúthlutunar til róta. Minni
vöxtur og starfsemi rótarkerfisins dregur síðan úr upptöku næringarefna. Þannig leiðir
skerðing á framboði kolvetna úr framboði steinefna. Þetta er aðeins eitt dæmi af
mörgum þar sem áhrif blaðskerðingar á plöntuna ræðst af viðbrögðum rótarkerfisins.
Plöntustofnar og plöntusamfélög
Þekking á viðbrögðum stakra plantna við blaðskerðingu nægir ekki ein sér til að lýsa
viðbrögðum plöntustofna eða samfélaga við beit. Áhrifin á stakar plöntur ýmist
magnast upp eða dofna þegar við skoðum samfélagið í heild. Þessu valda þættir eins
og samkeppni milli plantna, ójöfn blaðskerðing, jákvæð áhrif einnar plöntu á aðra
o.fl. Frá sjónarmiði beitarstjórnunar eru viðbrögð samfélagsins í heild mikilvægust.
Það er því eðlilegt að sú spurning vakni, hvers vegna ástæða sé að skoða lægri
skipulagsstig en plöntusamfélagið. Ástæðan er sú að samsetning og framleiðni
plöntusamfélagsins endurspeglar að töluverðum hluta það sem gerst hefur á lægri
skipulagsstigunum. Til að öðlast forsagnargildi verða rannsóknir því einnig að beinast
að einstaklingum og stofnum þeirra.
Nokkur erindi á ráðstefnunni fjölluðu um rannsóknir á plöntusamfélögum og
beitarþoli þeirra. Larry C. Bliss (Bliss, 1986) fjallaði um vistkerfi heimskautalandanna
og beitarþol þeirra, en hann er brautryðjandi í rannsóknum á þessum svæðum. Hann
fjallaði einnig um orkuflæði um fæðukeðju þessara svæða og lagði áherslu á hve mikil
framleiðnin væri í raun þegar tillit hefur verið tekið til hins skamma vaxtartíma.
Sturla Friðriksson (Fridriksson, 1986) og Ingvi þorsteinsson (Thorsteinsson, 1986)
fjölluðu um íslenskar plöntur og íslenskt gróðurlendi. Ekki verður fjallað nánar um
erindi þessi hér þvi efni þeirra hefur þegar verið birt á islensku og kynnt á
ráðunautafundum.
Sheila A. Grant (Grant og Hodgson, 1986) lýsti mjög umfangsmiklum rannsóknum
á beitilöndum í Skotlandi. Þessar rannsóknir náðu til þeirra þriggja skipulagsstiga
plantna, sem nefnd voru hér að framan. Þessu til viðbótar var rannsakað í smáatriðum