Ráðunautafundur - 15.02.1989, Blaðsíða 209
-201-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1989
Aðskotaefni f matjurtum
Sigurgeir Ólafsson
Rannsóknastofnun landbiinaðarins
INNGANGUR
Aðskotaefni má skilgreina sem efni, sem borist hafa á eða í matvæli við framleiðslu
(ræktun), geymslu, pökkun eða flutning og eru hættuleg heilsu manna eða breyta að
öðru leyti eðlilegri samsetningu eða gerð matvörunnar. Leyfð aukefni teljast ekki
aðskotaefni.
Aðskotaefni í matjurtum falla einkum undir eftirtalda flokka:
1. Leifar þeirra varnarefna, sem notuð eru gegn illgresi, sveppum og
meindýrum við ræktun eða eftir uppskeru. Einnig leifar stýriefna, sem notuð
eru til að stýra vexti og þroska.
2. Efni sem örverur mynda, er þær fá að dafna í plöntuvefnum. Hér er einkum
átt við eiturefni, sem sveppir mynda (mykotoxín), en þekktust þeirra eru
aflatoxín. Það eru einkum sveppir af ættkvíslunum Aspergillus, Fusarium og
Penicillium, sem mynda slík eiturefni við rök skilyrði í ræktun eða geymslu.
Það er sérstaklega í korni og hnetum, sem hætt er við myndun á sveppaeitri
og nýlega fannst aflatoxín hér í gráfíkjum.
3. Mengun frá umhverfinu við ræktun t.d. arsen, kadmium, kvikasilfur og blý.
4. Mengun frá umbúðum t.d. vinylklóríð, styrene, acrylonitril og di-(2-ethyl-
hexyl) phtalat (DEHP).
Hér verður eingöngu fjallað nánar um þau efni sem falla undir flokk 1.
LEIFAR VARNAREFNA OG STÝRIEFNA
Við stórræktun á matjurtum verður ekki hjá því komist að beita ýmsum varnarefnum
til að verjast ágangi skaðvalda. Oft eru leifar þessara efna enn til staðar þegar
matjurtar er neytt. Efni þessi eru mishættuleg mönnum, sum bráðeitruð, önnur nánast
hættulaus. Að jafnaði má segja, að efni gegn meindýrum séu hættulegri en stýriefni
og efni gegn illgresi og sveppum. Ekki er nóg að líta á bráð eiturhrif þeirra því sum
auka tíðni krabbameins og fósturskemmda eða hafa önnur skaðleg áhrif.
Yfirvöld reyna að minnka hættuna við notkun þessara efna með því að setja reglur
þar um. Reynt er að útiloka efni, sem brotna hægt niður og safnast fyrir I
náttúrunni. Önnur efni, sem hætta er á að safnist fyrir í plöntum, t.d. mörg