Ráðunautafundur - 15.02.1989, Blaðsíða 158
-150-
S. tafla. Gróðurfar (% þekja) og uppskera (hkg/ha) i framrœstum mýrum, sem
áburðartilraunir voru gerðar í. Sýnt er meðaltal fyrir tilraunatímabilið
(heimild: Andrés Arnalds o.fl., 1980). G: grös, S: starir, J: blómjurtir, R:
runnar, M: mosar, Ó: ógróið land, U: uppskera (85% þurrefni).
Staður Framræslu- Tilrauna- Gróðurfar í óábornu
ár tímabil G S J R M Ó U
Gerðuberg 1964 1969-1976 37 49 8 1 5 1 21
Syðri-Hamrar 1965 1969-1973 57 34 5 1 3 0 15
Mýrarkot 7 1969-1973 11 75 1 5 8 3 8
Lambhagi ? 1972-1976 24 59 2 1 15 1 8
Hvanneyri, Borgarfirði
Á vegum bændaskólans á Hvanneyri hafa verið gerðar rannsóknir og tilraunir með
hagabætur og búfjárbeit á hallandi mýri, sem ræst var fram árið 1960 (Magnús
Óskarsson og Guðmundur Sigurðsson, 1981). Ríkjandi tegund í mýrinni árið 1972 var
mýrastör, en aðrar algengar tegundir voru t.d. mýrelfting, kornsúra og klófífa. Af
grösum bar mest á blávingli, túnvingli, hálmgresi, ilmreyr og língresi.
í tilraun nr. 175-64, sem var áburðar- og beitartilraun var meðaluppskera á
óábornu landi árin 1964-1971 (árið 1970 er undanskilið) um 14 hkg/ha. NPK
áburðargjöf gaf um 16 hkg/ha uppskeruauka. Rannsóknir á gróðurfari í tilrauninni
árið 1973 leiddu í Ijós að á áóborna landinu var þekja grasa og stargróðurs svipuð eða
milli 40 og 50%. Á áborna landinu var þekja grasa 70-90% en stara 5-20%. Minnst var
hún á landi sem aðeins hafði fengið fosfóráburð en mest á landi sem hafði fengið NPK
áburð (Magnús Óskarsson og Guðmundur Sigurðsson, 1981).
í tilraun nr. 306-72, sem einnig var áburðar- og beitartilraun reyndist meðal
uppskera áranna 1973-1975 vera um 20 hkg/ha og árleg NPK áburðargjöf gaf um 10
hkg/ha uppskeruauka. Á áburðarlausa landinu var þekja grasa 30% árið 1977, en stara
og elftingar 66%. Á ábornu landi var mest af grösum þar sem borinn hafði verið á NP
áburður árlega, en þar var þekja þeirra 5% og stara og elftinga 30% (Magnús
Óskarsson og Guðmundur Sigurðsson, 1981).
Niðurstöður þessara tilrauna eru m.a. þær að áburður hefur veruleg áhrif á gróður
framræstra mýra. Við áburðargjöf juku grös, einkum þó hálmgresi og ilmreyr,
hlutdeild sína í gróðri en stargróður lét undan síga. Höfundar telja mýrarnar á
Hvanneyri ófrjóar sem komi fram í því að gróðurskipti eru mjög hægfara eftir
framræslu nema borinn sé á fosfóráburður. Þeir benda á hvort ástæða sé til að ræsa
fram mýrar, þar sem takmörkuð gróðurskipti verða nema eftir áburðargjöf.