Ráðunautafundur - 15.02.1989, Blaðsíða 45
-37-
Lifeðlisfrœðileg aðlögun
Þeir lífeðlisfræðilegu þættir sem einkum hafa áhrif á plöntuval skepnunnar og hversu
vel hún er aðlöguð að ákveðnum gróðri eru:
- Þyngd
- Meltingarkerfi
- Hlutfall vambarstærðar/líkamsstærðar
- Munnstærð og -lögun
- Aðrir lífeðlisfræðilegir þættir
Þyngd. Fóðurmagn til viðhalds og framleiðslu eykst með aukinni þyngd.
Fóðurmagnsaukning er þó ekki í beinu hlutfalli við þyngdaraukningu, heldur um
Wkg 0 75 (Maynard og Loosli, 1969). Minni skepna þarf því hlutfallslega meira fóður
til viðhalds en hin stærri. Af þessu leiðir að magn er fremur takmarkandi þáttur hjá
stærri skepnum en gæði hjá hinum minni (Bell, 1971). Minni skepnur þurfa
hlutfallslega lengri tíma til fóðuröflunnar en hinar stærri, vegna meiri orkuþarfar.
Þess vegna er mikilvægara fyrir þær að vanda meira plöntuvalið, því kostnaður við
fóðuröflunina stendur í beinu hlutfalli við tímann sem fer í öflunina (Osjui, 1974).
Meltingarkerfi. Hjá grasbítum er um að ræða tvenns konar meltingarkerfi, kerfi
jórturdýra og kerfi einmaga dýra. Helstu kostir meltingarkerfis jórturdýra er mun
meiri geta til að melta tréni, en einmaga dýra t.d. melta hestar aðeins um 70% trénis
á við sauðfé og nautgripi (Janis, 1976). Meltingarhraðinn er hins vegar takmarkandi
þáttur hjá jórturdýrum, og hægist mjög á meltingarhraðanum þegar tréni eykst í
fóðri (Van Soest, 1982). Af þessu leiðir að jórturdýr þurfa að vanda meira til
plöntuvals en einmaga dýr. Þar sem gæði beitargróðurs eru takmarkandi þáttur standa
einmaga dýr, svo sem hestar betur að vígi.
Hlutfall vambarstærðar/líkamsstærðar. Átgeta er nátengd meltingarhraða trénis hjá
jórturdýrum (Van Soest, 1982). Til að melta trénið, þarf fóðrið að vera til staðar í
vömb jórturdýra um lengri eða skemmri tíma, því lengur sem trénið er meira (Van
Soest, 1982). Eins og að framan er frá greint er orkuþörf minni skepna hlutfallslega
meiri en hinna stærri. Vömb þeirra er einnig að jafnaði minni. Af þessu leiðir að
minni skepnur hafa ekki eins mikið svigrúm fyrir hægari meltingarhraða og eru háðari
fóðri með lægra trénisinnihald. Hátt hlutfall vambarstærðar/líkamsstærðar er því
aðlögun að gróðri með hærra trénisinnihald. Lágt hlutfall er aðlögun að gróðri með
lágu trénisinnihaldi, og meira plöntuvali (Hanley, 1982). Hlutfall
vambarstærðar/líkamsstærðar er um 0,25 hjá sauðfé og nautgripum, en um 0,10 hjá
dádýrum (Hanley og Hanley, 1982).
Munnstærð og -lögun. Munnstærðin setur skepnunni takmörk hvað plöntuval snertir.
Stærri skepnur með stærri munn hafa yfirleitt ekki eins mikla hæfileika til að velja
ákveðna plöntuhluta eins og skepnur með minni munn. Þetta er þó ekki einhlýtt, því
einstaka stærri dýrategundir hafa þróað með sér næmni í vörum og tungu til