Ráðunautafundur - 15.02.1989, Síða 191
-183-
hefur einnig verið mælt hérlendis (Þorsteinn Þorsteinsson og Friðrik Pálmason, 1984).
Reyndist lítið kadmíum í garðávöxtum og í lífærum búfjár miðað við kröfur til
mannafæðu og yfirleitt var einnig lítið í grasi, nema í grasi af sandjarðvegi eftir
rúmlega áratugs mikla fosfórgjöf í áburði. Fosfóráburður hafði einnig veruleg áhrif til
hækkunar á kadmíum i grasi á mýrarjarðvegi sunnanlands eftir 27 ára áburðargjöf,
en áhrifin voru miklu minni í áburðartilraun norðanlands eftir 21 ár.
JÁRN í MÝRARJARÐVEGI OG LOSUN OG MENGUN VEGNA ÞURRKUNAR
Mýrarrauði er vel þekkt fyrirbæri og vitað er að allmikið magn járns fyrirfinnst í
íslenskum mýrum. Auðvelt er að gera sér grein fyrir rauðleitum járnhydroxíðum og
oxíðum, en erfiðara að átta sig á steindum afildaðs járns, en þær eru yfirleitt
gráleitar, blágráar eða grængráar. Sýnt hefur verið fram á að til eru bæði pyrtit
(FeS2) og siderit (FeCOj) í íslenskum mýrum (Þorsteinn Guðmundsson, 1978). Siderit
myndar linsur, þunn lög eða er dreift um snið jarðvegsins (Þorsteinn Guðmundsson,
1988). Það er Ijósgrátt að lit og má telja öruggt að því og kísilseti hefur oft verið
ruglað saman í sniðlýsingum hér á landi.
Um heildarmagn járns i mýrum hér á landi eru ekki til neinar haldbærar
upplýsingar, en járnið er misdreift, er aðallega í mýrardrögum þar sem vatn seitlar
yfir (Þorsteinn Guðmundsson, 1988, Björn Jóhannesson og Kristín Kristjánsdóttir,
1954). Járnmagn í efstu 15 cm mýrarjarðvegs mældist 4-21% af þurrefni (Björn
Jóhannesson og Kristín Kristjánsdóttir, 1954) en getur náð um 30% af þurrefni í
járnseti (mýrarrauða, sideritlinsur), sem er eingöngu úr nýmynduðum steindum.
Við þurrkun getur tvígilt járn í lausn borist að framræslukerfum en ildast þá
fljótt og fellur út sem járnoxíð og hydroxíð og getur stíflað lokræsi og sest til í
skurðum.
Við ildun pyríts myndast brennisteinssýra og sýrustig getur lækkað verulega og
uppleyst járn borist í frárennslisvatn (Postma, 1983). Ekki er vitað hvort slíkt gerist
hér á landi. Við ildun sideríts myndast hins vegar kolsýra sem lækkar sýrustig ekki
það mikið að þrigilt járn leysist upp og er það því hættuminna fyrir umhverfið.
Hérlendis er ekki vitað hvort afildað járn, en það er mun leysanlegra en ildað járn,
geti borist með framræsluvatni í skurði eða ár og valdið skaða. Ekki er heldur vitað
hvort járn bundið lífrænum samböndum berist með frárennsli. Öruggt er einungis að
nægilegt járn er til staðar í mjög óstöðugum samböndum.
Á stórum svæðum á Jótlandi er mikið af pyríti og síderíti og vegna lækkunar
grunnvatnsborðs hefur afildað járn borist þar út í ár. Rasmundsen og Lindegaard
(1988) könnuðu áhrif þessarar járnútskolunar á dýralíf (makroinvertibrates) i ánni
Vidaa. Við ákveðinn járnstyrk í vatni, 0,2-0,3 mg/1 Fe (afoxað járn, ferro), varð
skyndileg tegundafækkun úr 67 í 53.