Ráðunautafundur - 15.02.1989, Blaðsíða 159
-151-
Hestur, Borgarfiröi
Sumarið 1975 hóf Rannsóknastofnun landbúnaðarins skipulegar rannsóknir á áhrifum
framræslu á lífríki mýra, sem var unnt vegna fjárveitinga af svonefndri "þjóðargjöf',
sem veitt var til landgræðslu og landverndarmála árið 1974. Ráð var fyrir gert að
hluti fjárveitingarinnar færi til vistfræðirannsókna eða til könnunar á ýmsum áhrifum
víðtækrar ræktunar á náttúru landsins. Valin var til rannsóknar hallamýri í landi
Hestsbúsins í Borgarfirði. Ákveðið var að gera þar nákvæma forrannsókn á vistkerfi
mýrarinnar, en ræsa síðan hluta hennar fram og fylgjast með breytingum.
Forrannsóknirnar náðu m.a. til athugana á veðurþáttum, jarðvegi, jarðvatni, gróðurfari
og uppskeru, dýralífi og búfjárbeit (Sturla Friðriksson, 1979). Niðurstöður þeirra hafa
m.a. verið birtar í fjórum starfsskýrslum stofnunarinnar (Rannsóknastofnun
landbúnaðarins 1976; Sturla Friðriksson o.fl., 1977, 1978; Sturla Friðriksson, 1980).
Mýrin var ræst fram árið 1977 og viðbótarskurðir grafnir árið 1984. Áburði hefur ekki
verið dreift á mýrina eða jörð bylt.
Enn hefur ekki þótt tímabært að gera ítarlega rannsókn á gróðurfari mýrarinnar
eftir framræslu, en fylgst hefur verið með gróðurfarsbreytingum í einkennisreitum.
Þær athuganir sýna að gróðurskipti hafa verið mjög hæg. í reit sem staðsettur er um
30 metra frá skurði, sem grafinn var 1977, gaf samanburður á gróðurfari ársins 1976
og 1984 eftirfarandi niðurstöður um þekju (%) helstu plöntuhópa (Tryggvi Gunnarsson,
munnlegar upplýsingar):
Óframræst Framræst
1976 1984
Grös 1 3
Starir 73 62
Breiðblaða jurtir 5 3
Runnar 4 2
Mosar 5 21
Ógróið land 6 2
Af grösum fundust aðeins skriðlíngresi, túnvingull og blávingull. Hafði síðastnefnda
tegundin aukið þekju sína mest. Vetrarkvíðastör var rlkjandi starategund í reitnum
fyrir framræslu með 35% þekju, sem hafði dregist saman um 13% árið 1984. Mýrastör
hafði í engu þokað við framræsluna og hélt óbreyttri þekju, 29%, árið 1984 (Tryggvi
Gunnarsson, munnlegar upplýsingar).
Mjóavatn, Mosfellsheiöi
Við skipulag athugana Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins á vistfræði framræstra
mýra var talið æskilegt að velja einnig til rannsókna mýri í nokkurri hæð yfir sjó,
þar eð lítillar sem engrar vitneskju hafði verið aflað um árangur og áhrif framræslu í
heiðalöndum eða hálendi. Fyrir valinu var hallamýri í liðlega 200 m hæð yfir