Ráðunautafundur - 15.02.1989, Blaðsíða 264
-256-
HÆFNI
TÖLT - BROKK - SKEIÐ- STÖKK
Dreifing einkunna 1961-1988
Byggt á dómum á 7261 hrossi á árunum 1961 -1988
■ brokk H tölt □ skeiö □ stökk
Fjöldi
hrossa
3500
3000
2500
2000
1500
1000
500
0
n p \ +BIL
1
t
L
J-l -pll [ 1 n
, I M- 1—I. i K:;;0 ■■ 11 i*i
5 5,5 6 6,5
Heimild: Búnaöarfélag Islands- Hrossaræktin
7,5 8
Einkunn
8,5
9,5
10
UÞ 1989
Það ætti því að vera hægt að hækka arfgengi töltsins með því að beina athyglinni
betur að því eins og gerist þegar einhvern eiginleika þarf að bæta með ræktun. Af
stuttri reynslu, síðan þetta gerðist með aukið vægi á töltinu, virðist þó svipuð útkoma
vera á öllum einkunnargjöfum þær fylgja ekki nógu vel normal kúrfunni og töltið
e.t.v. síst. Við félagar höfum þingað m.a. um þetta atriði og reynum að finna út hvort
mögulegt er, samræmis vegna, að auka breidd í einkunnagjöfinni almennt.
TILGANGUR BÚFJÁRSÝNINGA
Við búfjárrækt þarf mat á erfðafræðilegum þáttum að fara fram, skilgreina hvað
kynbæta skal, hver er vænlegasta leiðin o.s.frv. Mat eða dómar á eiginleikum með
erfðaframför í huga fer fram á hverjum grip fyrir sig og má gera hvar sem er.
Hagkvæmnin býður að boða menn saman með gripi sína. Þá verða til svokallaðar
sýningar og í því fellst það að dómnefnd skoðar gripinn og aðrir viðstaddir verða
áhorfendur, skoðendur þess sem fram fer.
Aðalmarkmið er alltaf sett í fyrirrúm við ræktun og svo hefur verið frá upphafi í
hrossarækt, þótt stefnumiðin hafi verið breytileg í tímans rás:
Skipulögð búfjarrækt hefst sennilega hér á landi 1904 er fyrsti ráðunautur er
ráðinn til Búnaðarfélagsins. Ráðunauturinn virðist strax hafa komist í tæri við
hrossaræktina, allavega er birt í Frey mynd af kynbótahesti það ár og gefin umsögn.
A þeim árum og lengi eftir það var islenski hesturinn þjóðinni hinn þarfi þjónn sem
svo oft hefur verið minnst. Þá fór fram mikil sala á hestum til útlanda allt frá 1850,
gefið var ákveðið verð fyrir hverja tommu af stærð hestsins og ræktunartakmarkið þá
að auka stærð. Síðar koma reiðhestar meira til sögunnar, næst dráttarhestar, sem
aðalmarkmið, og loks reiðhestar, fjölhæfir, viljugir, gæðingar, sem varð þá