Ráðunautafundur - 15.02.1989, Blaðsíða 204
-196-
efnafræðilega þætti. Á þetta t.d. við um innihald aðskotaefna, aukefna og Iyfjaleifa.
Áherslur hafa einnig verið misjafnar í hinum ýmsu löndum varðandi eftirlit með
framangreindum þáttum, og á þetta ekki síst við um rannsóknir á efnainnihaldi
vörutegunda. í Finnlandi eru rannsóknir á efnafræðilegum þáttum umfangsmiklar, og
það sama gildir t.d. um mælingu aðskotaefna í Svíþjóð. í Noregi eru hins vegar
tekin færri sýni til slíkra rannsókna, auk þess sem fjöldi efnasambanda sem athuguð
eru er ekki eins mikill.
Val á áherslum varðandi eftirlit með þeim þáttum, sem tilgreindir eru að framan,
er gert með tilliti til heilbrigðissjónarmiða, en þróun matvælalöggjafar í hverju landi
hefur einnig haft áhrif á skipulagningu og framkvæmd eftirlitsins. Þá markast
eftirlitið verulega af þeirri aðstöðu sem fyrir hendi er til rannsókna. Til glöggvunar
má geta þess að yfir tvö hundruð efnasambönd eru notuð sem aukefni og eru
bragðefni þá ekki talin með, en þau skipta þúsundum. Þá telst fjöldi efnasambanda til
aðskotaefna, sem m.a. má skipta í eftirtalda flokka:
- Útrýmingarefni, plöntulyf, stýriefni og örgresiefni
- Málmar
- Lyfjaleifar
- Efni úr plastumbúðum
- PCB og önnur klórsambönd
- Sveppaeitur
Einnig kemur til greining á fjölda næringarefna vegna merkingu næringargildis,
eða sérmerkingu umbúða varðandi innihald tiltekinna orkuefna eða bætiefna.
INNFLUTNINGSEFTIRJLIT Á ÍSLANDI
í endurskoðuðum lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, sem tóku gildi á
síðastliðnu ári (nr. 81/1988), er Hollustuvernd rikisins falið að annast eftirlit með
innflutningi matvæla og annarra neysluvara. Jafnframt kemur fram í bráðabirgða-
ákvæðum laganna, að innflutningseftirliti skuli komið á innan eins árs frá gildistöku
þeirra, eða um mitt ár 1989. Stofnunin vinnur nú að undirbúningi þessa verkefnis, en
ljóst er að eftirlitið verður að framkvæma í samvinnu við fleiri aðila, ef raunhæfur
árangur á að nást.
Miðað við þær tillögur sem nú eru til umræðu, gæti eftirfarandi verkaskipting
orðið, varðandi eftirlit með innfluttum neysluvörum:
- Hollustuvernd ríkisins sjái um eftirlit í vörugeymslum innflytjenda, setji reglur
um sýnatöku og sjái um samræmingu eftirlitsins. Stofnunin mun jafnframt annast
skráningu á þeim aðilum sem flytja inn neysluvörur og skráningu annarra gagna