Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 27
17
Hver er reynslan ?
Að afloknu fyrra starfsári þessa verkefnis er eðlilegt að skoða hvemig til hefur tekist,
hvaða lærdóm má draga af þeirri reynslu sem fengist hefur. Hafa verður í huga að vemlegan
tíma þurfti til að kynna verkefnið og að reyna að gera fólki í sveitum ljósan tilgang þess og þá
þjónustu sem boðin er. Sömuleiðis að koma á samstarfi og samskiptum við aðra aðila sem
starfa að atvinnuþróunar- og byggðamálum.
Forsjárhugsunin
Hvaða atvinnutækifæri ætlar þú að skapa okkur í sveitunum ? Hvaða verkefni hefur þú á
takteinum ? Þessar spumingar koma oft fram í upphafi viðræðna um atvinnumál. Þetta em
hinar verstu spumingar því þær lýsa í senn vemlegum væntingum um verkefnið, væntingum
sem enginn atvinnuráðgjafi stendur undir, svo og mikilli vanþekkingu og misskilningi á
gmndvallarþáttum atvinnuupplýsingar svo og á ffamleiðslu, rekstri ogábyrgð. Þegarreynt
er að skýra og leiðrétta um eðli atvinnuráðgjafar veldur það oft vonbrigðum, vantrú og
neikvæðum viðhorfum gagnvart tilgangi verkefnisins eða hæfni atvinnuráðgjafans. Ég
hygg að allir atvinnuráðgjafar kunni að segja ffá þessari reynslu.
Tekist á við vandann
Ekki em allir haldnir forsjárhyggjuhugsun því að um 140 aðilar hafa leitað til verkefnisins
með áþreifanlegar atvinnuhugmyndir, þar af met ég að um 60 hafi verið fyllilega raunhæfar.
Nú er þetta ekki mikill fjöldi í ljósi þeirrar vissu að víða vantar atvinnu í sveitum,
hliðarbúgreinar og viðbótartekjuöflun, en þó ber að hafa í huga að ekki leita allir til
atvinnuráðgjafans, heldur hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með eigin kunnáttu og
hyggjuviti eða leita til annarra ráðgjafa þar á meðal leiðbeiningaþjónustu landbúnaðarins.
Það ber einnig að hafa í huga að verkefnið annast ekki ráðgjöf varðandi viðfangsefni sem
falla innan sjálffar landbúnaðarframleiðslunnar. Þó er ferðaþjónustan grein sem tengist
verkefninu náið, en ýmsar hugmyndir um framleiðslu og þjónustu tengjast þeim vaxandi
fjölda ferðamanna sem um landið ferðast.
Hugarfarsbreyting
Eitt af megináhersluatriðum þessa verkefnis, samkvæmt starfslýsingu, er að stuðla að
hugarfarsbreytingu í sveitum til óhefðbundinnar atvinnustarfsemi. Það er umhugsunarefni
að hugarfarsbreyting er eitt af nauðsynlegustu atriðum sem vinna þarf að. Þegar betur er að
gáð verður ljóst að örar þjóðfélagsbreytingar og viðhorf hafa ekki haft sömu áhrif í sveitum
og í þéttbýli. Landbúnaður er reyndar atvinnugrein sem öðrum fremur byggir á